Allir góðir menn…

…mæta á baráttusamkomuna í­ Austurbæ, mánudagskvöldið kl. 20, á fjögurra ára afmæli íraksstrí­ðsins: ívörp flytja: Guðfrí­ður Lilja Grétarsdóttir og Helgi Hjörvar Tónlistaratriði: XXX Rottweilerhundar, Ólöf Arnalds & Vilhelm Anton Jónsson Upplestur: Bragi Ólafsson Kynnir: Daví­ð Þór Jónsson Hinir staðföstu strí­ðsandstæðingar eru: Samtök hernaðarandstæðinga MFíK Þjóðarhreyfingin – með lýðræði Ung vinstri græn & Ungir Jafnaðarmenn Allir …

Eymd

Á mí­num huga kláraðist fallbaráttan í­ dag. Luton og Leeds falla. Ég sé ekki að neitt fái því­ breytt. Ætli Southend verði ekki þriðja liðið. Persónulega er mér nokk sama hverjir fara með okkur niður. Helví­tis, helví­tis, helví­tis… Newell er farinn. Kannski skrifa ég meira um það sí­ðar. Brian Stein er búinn að taka við …

Þorkell Máni

Á framboðslista Frjálslynda flokksins í­ öðru Reykjaví­kurkjördæminu er maður að nafni Þorkell Máni. Það er ekki Þorkell Máni útvarpsmaður á X-inu og gamall flokksbróðir minn úr Alþýðubandalaginu. Nei, þetta er allt annar Máni. Og það er raunar af mörgum að taka. Leit í­ þjóðskrá leiðir í­ ljós að ellefu í­slenskir karlar heita Þorkell Máni. Sá …

Foxillur

Ég þoli ekki fótbolta! Af hverju getum við ekki rassgat? Hvers vegna töpum við fyrir Hull – af öllum liðum – á heimavelli? Hvaða rugl er í­ gangi bæði innan og utan vallar? Ég verð þunglyndur af þessu helví­ti. Vill til að það er komið fram í­ miðjan mars og því­ tí­mabært að fara að …

Framboð aldraðra

Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið slær upp í­ dag er varla uppörvandi fyrir boðað framboð aldraðra og öryrkja. Að sönnu segjast fleiri myndu í­huga að kjósa slikt framboð en Íslandsflokk Ómars – en það held ég að segi bara hálfa söguna. Ef ég lenti í­ skoðanakönnun þar sem spurt væri hvort til greina kæmi að kjósa framboð …

Gúgglheldni og sönn íþróttamennska

Rétta svarið við spurningunni hér að neðan er komið fram. Á ljós kom að spurningin var ekki almennilega gúggl-held, en viðkomandi var of mikill heiðursmaður til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Svarið var sem sagt: Hriflu-Jónas við Ólaf Thors. Tilefnið var þingrofið 1931. Ég keypti bókina um þingrofið á bókamarkaðnum í­ Perlunni og auk …

Mótmælamúsík

Þema kvöldsins hjá Jóni Ólafssyni er „tónlist með meiningar“. Ekki skil ég hvernig manninum dettur í­ hug að fara í­ gegnum þáttinn án þess að rifja upp hljómsveitina Tony Blair – og þá sérstaklega ofurhittarann „Alltaf hlýtt á Hlemmi“. Er ekki kominn tí­mi á kommbakk? Megi Moggabloggið hljóta sömu örlög og sögumaðurinn í­ Hlemminum.

27,7

Skoðanakönnunin frá Gallup í­ dag (sem var raunar samhljóða könnun Mannlí­fs) er mögnuð. VG mælist með 27,7% fylgi – og er t.d. stærsti flokkur landsins meðal kvenna. Nú trúi ég því­ illa að þetta verði niðurstöður kosninganna. Þar held ég að muni meðal annars spila inní­ að Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Samfylking munu hver um sig …

Hassið

Ingibjörg Sólrún gengst við því­ að hafa prófað hass. Gott hjá henni. Minn hassreykingaferill er ekki merkilegur. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um neinn sem notaði hass þegar ég var í­ gaggó og í­ menntó var furðulí­tið um það. Við göntuðumst með að hassið væri fyrir MH-inga frekar en okkur í­ MR. Á …