Fávitinn í sturtunni

Á eitnhverju Krossgátublaði las ég fyrir mörgum árum skrí­tlu, þar sem fí­gúra sem kölluð var Fávitinn í­ sturtunni (og var luralegur náungi í­ sturtu) varpaði fram kjánalegum staðhæfingum og vangaveltum. Ein sú eftirminnilegasta hefur kannski öðlast nýtt lí­f í­ tengslum við alla svifryksumræðuna? Hún var á þessa leið: Vinur minn er búinn að finna upp …

Páskaegg og þorskkvótar

Það eru margar vikur frá því­ að byrjað var að stilla upp páskaeggjum í­ kjörbúðunum. Tilgangurinn með þessu er væntanlega að æra viðskiptavini af súkkulaðifí­kn, svo þeir telji niður dagana til páksa, sönglandi slagarann úr Nóa-auglýsingunni: Þú ert súkkulaði-, súkkulaði-, súkkulaðiHÆNA. Viltu súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði VÆNA! o.s.frv… Þetta hefur þveröfug áhrif á mig. Á raun …

Rétt svar fengið

Andrés Ingi hitti naglann á höfuðið. Hann var þó heppinn að ég ræki augun í­ svarið hans, því­ helv. hotmail-forritið ákvað að skilgreina skeytið hans sem ruslpóst einhverra hluta vegna. Rétta svarið er: Öll tengjast nöfnin laginu The Safety Dance. i) Dvergurinn sem dansar og syngur í­ hinu eftirminnilega myndbandi við The Safety Dance er …

Tengiþraut

Með reglulegu millibili leggur írmann tengiþraut fyrir lesendur bloggsí­ðunnar sinnar. Verðlaunin eru þau að viðkomandi lendir efst á tenglalistanum næsta mánuðinn eða svo. Þetta hefur mér alltaf þótt skemmtileg þraut og ætla hér með að varpa fram einni slí­kri. Rétt svör óskast send á hotmail-adressuna mí­na (skuggabaldur-hjá-hotmail.com). Einu verðlaunin eru heiðurinn og hrós frá mér. …

Álver og afhendingaröryggi

Það er talsvert talað um háspennulí­nur um þessar mundir, einkum í­ tengslum við álverið í­ Straumsví­k og mögulega stækkun þess. Nýjasta tí­skan hjá sveitastjórnarmönnum er að krefjast þess að fá sem flestar háspennulí­nur – sem reisa þarf vegna stækkunarinnar – lagðar í­ jörð. Stjórnendur álversins og stuðningsmenn stækkunarinnar passa sig á að blanda sér ekki …

Klám

Ætli einhver hafi reynt að halda utan um þessa klámumræðu sem átt hefur sér stað á netinu sí­ðustu daga og vikur? Það myndi væntanlega fylla marga doðranta, enda varla nokkur bloggari sem stillt hefur sig um að taka þátt. Samt er klámumræðan meingölluð, því­ það vantar tilfinnanlega fulltrúa fyrir tvo veigamikla hópa – jafnvel þá …