Á eitnhverju Krossgátublaði las ég fyrir mörgum árum skrítlu, þar sem fígúra sem kölluð var Fávitinn í sturtunni (og var luralegur náungi í sturtu) varpaði fram kjánalegum staðhæfingum og vangaveltum. Ein sú eftirminnilegasta hefur kannski öðlast nýtt líf í tengslum við alla svifryksumræðuna? Hún var á þessa leið: Vinur minn er búinn að finna upp …
Monthly Archives: mars 2007
Frábær úrslit & mastrið við Höfða
Úrslit kvöldsins í fótboltanum voru eins og best verður á kosið. Hull tapaði 2:5 á heimavelli gegn Ipswich (nú – um hvaða leik annan hélduði að ég væri að skrifa?) Hull hafði fyrir kvöldið leikið einum leik minna en Luton, en nú eiga bæði lið tíu leiki eftir og við erum stiginu ofar. Litlu verður …
Uppgrip hjá sérfræðingum
Jæja, nú eru nokkrar vikur í Alþingiskosningar – og eins og alltaf gerist við þau tímamót boðar ríkisvaldið uppstokkun á kjörum öryrkja. Skýrslan sem um ræðir er nú ekki ýkja stór, aðeins átta blaðsíður – þar af 4-5 sem rekja tölur um fjölda öryrkja og almennt snakk um reynslu annarra. Allt upplýsingar sem birst hafa …
Páskaegg og þorskkvótar
Það eru margar vikur frá því að byrjað var að stilla upp páskaeggjum í kjörbúðunum. Tilgangurinn með þessu er væntanlega að æra viðskiptavini af súkkulaðifíkn, svo þeir telji niður dagana til páksa, sönglandi slagarann úr Nóa-auglýsingunni: Þú ert súkkulaði-, súkkulaði-, súkkulaðiHÆNA. Viltu súkkulaði, súkkulaði, súkkulaði VÆNA! o.s.frv… Þetta hefur þveröfug áhrif á mig. Á raun …
Rétt svar fengið
Andrés Ingi hitti naglann á höfuðið. Hann var þó heppinn að ég ræki augun í svarið hans, því helv. hotmail-forritið ákvað að skilgreina skeytið hans sem ruslpóst einhverra hluta vegna. Rétta svarið er: Öll tengjast nöfnin laginu The Safety Dance. i) Dvergurinn sem dansar og syngur í hinu eftirminnilega myndbandi við The Safety Dance er …
Tengiþraut
Með reglulegu millibili leggur írmann tengiþraut fyrir lesendur bloggsíðunnar sinnar. Verðlaunin eru þau að viðkomandi lendir efst á tenglalistanum næsta mánuðinn eða svo. Þetta hefur mér alltaf þótt skemmtileg þraut og ætla hér með að varpa fram einni slíkri. Rétt svör óskast send á hotmail-adressuna mína (skuggabaldur-hjá-hotmail.com). Einu verðlaunin eru heiðurinn og hrós frá mér. …
Fótboltafrústrasjónir
Þetta var vond helgi í fótboltanum. Luton komst 2:1 yfir gegn Úlfunum en tapaði 2:3. Þetta er annar leikurinn í röð sem þessi úrslit verða. Við erum strangt til tekið ekki í fallsæti, heldur einu stigi þar fyrir ofan – en höfum leikið einum leik meira en næstu lið. Eina huggunin var sú að öll …
Álver og afhendingaröryggi
Það er talsvert talað um háspennulínur um þessar mundir, einkum í tengslum við álverið í Straumsvík og mögulega stækkun þess. Nýjasta tískan hjá sveitastjórnarmönnum er að krefjast þess að fá sem flestar háspennulínur – sem reisa þarf vegna stækkunarinnar – lagðar í jörð. Stjórnendur álversins og stuðningsmenn stækkunarinnar passa sig á að blanda sér ekki …
Klám
Ætli einhver hafi reynt að halda utan um þessa klámumræðu sem átt hefur sér stað á netinu síðustu daga og vikur? Það myndi væntanlega fylla marga doðranta, enda varla nokkur bloggari sem stillt hefur sig um að taka þátt. Samt er klámumræðan meingölluð, því það vantar tilfinnanlega fulltrúa fyrir tvo veigamikla hópa – jafnvel þá …