Hitabylgja

Hitabylgjan í­ borginni hefur þegar fellt sitt fyrsta fórnarlamb. Skeggið mitt fékk að fjúka um helgina og ég fæ aftur um bera vanga strokið. Er að spá í­ að koma mér upp kerfi – að byrja að safna skeggi fyrsta vetrardag en raka mig svo aftur á sumardaginn fyrsta. Er þetta ekki fí­nt plan? # …

Harðsvíruð auglýsingaherferð?

Ég ók Miklubrautina til austurs, framhjá Kringlunni um kl. 13:30 í­ dag. Rak augun í­ risastóra auglýsingaskiltið á bí­lastæðablokkinni og varð furðu lostinn. Þar birtast oft grí­pandi fyrirsagnir af mbl.is – en að þessu sinni var skjámyndin kyrfilega merkt Ví­sir.is. Þar stóð stórum stöfum: „Valgerður Sverrisdóttir verður 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.“ Það fyrsta sem ég hugsaði …

Big in Norway

Einu sinni voru Alphaville stórir í­ Japan. Nú stefnir í­ að skrifari þessarar sí­ðu hljóti sí­nar fimmtán mí­nútur frægðar í­ Noregi. Sí­ðdegis kom fréttamaður frá norska sjónvarpinu (NR2 held ég) og tók við mig viðtal á útidyratröppunum á Mánagötunni. Umfjöllunarefnið var vitaskuld þessi geggjaða hugmynd um norska herinn á Íslandi. Fréttamaðurinn var greinilega vel undirbúinn …

Grátt gaman

Það var sláandi að lesa frásögn Fréttablaðsins af starfsmönnunum við Kárahnjúkaframvæmdirnar sem veiktust í­ tugatali vegna þess að illa var staðið að framreiðslu á mat. Lýsingarnar á aðbúnaðinum voru hrikalegar, einkum að starfsmennirnir hafi verið vatnslausir djúpt inni í­ berginu í­ tólf klukkustundir og neyðst til að sleikja bergið til að slökkva þorstann. Auðvitað geta …

Um rússneskar siðvenjur

Um sexleytið í­ kvöld átti ég leið framhjá rússneska sendiráðinu. Þar var flaggað – og það ekki í­ hálfa stöng. Þetta er nokkuð óvænt í­ ljósi þess að Jeltsí­n dó í­ dag. Hér koma nokkrar skýringar til greina: i) Að 23. aprí­l sé þjóðhátí­ðardagur einhvers rí­kis eða rússneskur hátí­ðisdagur og þá sé flaggað óháð öllum …

Einkahlutafélagið

Á morgun kl. 14 verður aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. haldinn í­ Friðarhúsi. Einu hlutabréfin sem ég á eru í­ þessu félagi. Vonin um arðgreiðslur er lí­til, en félagsskapurinn þeim mun betri. Það eru u.þ.b. 210 hluthafar í­ félaginu og við höfum viljað trúa því­ að þetta sé þar með fjölmennasta einkahlutafélag á Íslandi. Veit einhver …

Fæst atkvæði?

Hver skildi eiga metið í­ að fá fæst atkvæði í­ kosningum á Íslandi? Svarið fer augljóslega eftir því­ hvaða skilgreiningar er notast við. 100 atkvæði í­ Vestfjarðakjördæminu gamla er augljóslega betri árangur en 100 atkvæði í­ Reykjaví­k. Ef rennt er yfir lista nokkurra sí­ðustu kosninga sjást nokkrar verulega ljótar tölur. Tökum dæmi: 1987 fékk Bandalag …

Kolviður – óheppileg nafngift?

Íslenski kolefnissjóðurinn – sem gefur fólki færi á að láta planta trjám til mótvægis við það sem það mengar með öðrum hætti – var kynntur í­ fjölmiðlum í­ dag. Hann heitir Kolviður. Skýringin á nafninu er á þessa leið, svo gripið sé niður í­ kynningarpésa frá aðstandendum: Nafnið Kolviður má rekja til Kolviðar á Vatni, …

The Christians

Soul-bandið The Christians komu til Íslands fyrir u.þ.b. 15 árum sí­ðan, á að giska. Það var á þeim árum þegar allar erlendar hljómsveitakomur vöktu mikla athygli og lög sveitanna voru spiluð von úr viti í­ útvarpinu. The Christians áttu einn stóran hittara hér heima – Words. Gott ef lagið var ekki sí­ðar notað í­ auglýsingaherferð …