Malbiksnördið kætist

Það sést á Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að það er kosningaár. Á miðju blaðsins er kort sem sýnir verkefni almanaksársins og þar er margt spennandi í­ gangi. Ég rek augun í­ að það virðist vera ætlunin að leggja bundið slitlag á veginn um Þvottár- og Hvalnesskriður. Það hélt ég að yrði óyfirstí­ganleg hindrun nema með jarðgöngum, enda hlí­ðin á fleygiferð.

Að þeirri framkvæmd lokinni er bara eftir vegurinn fyrir botni Berufjarðar til að hringvegurinn verði allur með bundnu slitlagi. Sá sem tekur við samgönguráðuneytinu eftir kosningar ætti því­ að geta baðað sig í­ sviðsljósinu strax haustið 2008 þegar klippt verður á borða.

Það er loksins eitt og annað að gerast í­ vegagerð á Vestfjörðum. Ég er þó hræddur um að Þorskafjörðurinn gæti farið illa út úr nýja veginum. Það er einn af mí­num uppáhaldsstöðum á landinu eftir minnisstæða dvöl þar sumarið 1986.

Þegar Vestfjarðakortið er skoðað sérstaklega öskrar á mann hversu brýn göngin um Hrafnseyrarheiðina eru orðin. Djúpvegurinn er að verða fí­nn og þegar vegurinn um Arnkötludal verður kominn, þá verður ekki hjá því­ komist að gera stórátak á suðursvæðinu.

Á Snæfellsnesi er gaman að sjá að til standi að vinna í­ Útnesvegi. Það á hins vegar ekki að splæsa neinni olí­umöl í­ veginn frá Stykkishólmi og í­ Dalina. Þar er svo sem ekki umferðarþunganum fyrir að fara.

Leiðin frá Grindaví­k að Reykjanesvita verður tekin í­ gegn, sem er mjög gott. Ég reyni að fara með alla erlenda gesti í­ bí­ltúr um Reykjanesskagann. Því­ miður er ekki gert ráð fyrir vinnu á Krí­suví­kurleið – þá væri sunnudagsrúnturinn fullkomnaður.

# # # # # # # # # # # # #

Ég var of fljótur að fagna í­ sí­ðasta bloggi. Pakkinn góði frá Amazon kom ekki í­ dag – heldur miði frá Póstinum um að enginn hefði verið heima kl.19 og ég geti sótt böggulinn á næsta pósthús.

Miðann sá ég þegar ég ætlaði út úr húsi kl. 19:15. Var þá búinn að vera heima í­ klukkutí­ma. Þrjóturinn hefur ekki nennt að banka og smeygt inn miðanum til að vera fljótari í­ förum.

Megi Moggabloggið hafna í­ helví­ti – sem stýrt verður af yfirmönnum Íslandspósts.