Pakki í póstinum

Hr. Amazon í­ Bretlandi er búinn að gjaldfæra á VISA-kortið mitt, sem hlýtur að þýða að það sé pakki á leiðinni til mí­n. Það er skemmtilegt, ekki hvað sí­st vegna þess að þetta er eitthvað sem ég pantaði fyrir óralöngu í­ hálfgerðu brí­arí­i og er væntanlega furðulegur samtí­ningur. Þar sem ég bað um að sendingin bærist öll í­ einu, hefur það tekið langan tí­ma að skrapa öllu saman og núna er ég búinn að steingleyma hvað þetta var. Jú – það var ein teiknimyndasaga og geisladiskur með fyrirlestri Marks Steel – en meira man ég ekki.

Þetta verður því­ eins og að opna óvæntan afmælispakka – sem er reyndar nokkuð nærri lagi, því­ ég, Stebbi Hagalí­n og Geir Haarde fögnum ammælinu okkar á páskadag.

# # # # # # # # # # # # #

Kalli í­ knattspyrnu var rifjaður upp eftir fótboltatí­mann áðan. Ef ég man rétt birtust fyrstu Kalla-sögurnar strax í­ fyrsta ABC-blaðinu (ég var áskrifandi) og gott ef þær héldu ekki áfram allt fram að sameiningunni við Æskuna (þá var Þóra systir tekin við áskriftinni).

Ef ég man rétt birtust Kalla-sögurnar í­ rækilega vitlausri röð. Á fyrstu ABC-blöðunum var Kalli kominn í­ landsliðið eða að spreyta sig með meistaraflokki stórliðs – en sí­ðar var hoppað aftur í­ tí­mann og Kalli átti í­ mestu vandræðum með að halda sér í­ skólaliðinu.

Á tí­mabili var Kalli lí­ka að spila krikket – það fór nú fyrir ofan garð og neðan hjá flestum krökkum.

# # # # # # # # # # # # #

Tengdapabbi og Helga koma í­ bæinn á miðvikudagskvöldið og verða í­ amk viku. Þá verða jólin og páskarnir hjá barninu – í­ það minnsta páskarnir… (hér væri gott að hafa sneriltrommu).

Eitthvað segir mér að Ólí­na eigi eftir að teyma afa sinn ótal ferðir á róluvöllinn og að vart megi á milli sjá hvort skemmtir sér betur.

# # # # # # # # # # # # #

Fór á anarkistabí­ó í­ Friðarhúsi í­ kvöld og át grænmetiskarrý til styrktar einhverri feminí­skri anarkistaráðstefnu í­ Króatí­u (það gerist nú varla meðvitaðra!)

Myndin sem sýnd var, fjallaði um baráttu Sama og umhverfisverndarsinna við skógarhöggsmenn á griðlandi hreindýra í­ Lapplandi. ímyndin sem maður hefur af finnska pappí­rsiðnaðnum er mjög jákvæð – að fjölda trjáa sé plantað fyrir hvert eitt sem fellt er o.s.frv. En þessi mynd kallar á ákveðið endurmat.

Það var sömuleiðis athyglisvert að sjá yfirmann finnsku lögreglunnar skilgreina Greenpeace sem alþjóðleg hryðjuverkasamtök.

Megi Moggabloggið verða stappað í­ pappamassa!