Af forsætisráðherrum

Fór að velta því­ fyrir mér hvaða kjördæmi skyldu hafa gefið af sér flesta forsætisráðherra (og þar miða ég við gamla kjördæmakerfið – það nýja er einhvern veginn ekki orðið manni nægilega tamt ennþá). Hélt að þetta yrði einfalt reikningsdæmi, en fljótlega kom í­ ljós að svo var ekki.

Ég ákvað að miða við tí­mann frá lýðveldisstofnun til hægðarauka – Sunnlendingum til lí­tillar gleði væntalega enda Jón Magnússon lengi þingmaður Vestmannaeyja og Sigurður Eggertz úr Skaftafellssýslunum ef ég man rétt – báðir töldust þó landskjörnir þingmenn meðan þeir voru í­ Stjórnarráðinu. Tryggvi Þórhallsson reiknast því­ sömuleiðis ekki Strandamönnum til tekna, né fyrstu ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Vestfirðingar tapa enn, því­ ísgeir ísgeirsson var jú þingmaður fyrir aðra ísafjarðarsýsluna sem forsætisráðherra.

En nóg um þessa fyrstu karla – vindum okkur í­ lýðveldistí­mann:

Suðurlandskjördæmi getur státað af einum forsætisráðherra: Þorsteini Pálssyni í­ hartnær 14 mánuði.

Reykjaneskjördæmi gerir betur. Ólafur Thors var í­ fjórgang forsætisráðherra á lýðveldistí­manum og seinna valdaskeið Steingrí­ms Hermannssonar var hann þingmaður Reyknesinga. Þá var Emil Jónsson þingmaður Hafnfirðinga þegar hann sat á stóli forsætisráðherra.

Reykjaví­k hlýtur alltaf að teljast sigurstranglegust í­ keppni sem þessari. Sjálfstæðismennirnir Geir Haarde, Daví­ð Oddsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrí­msson, Jóhann Hafstein og Bjarni Benediktsson sátu allir á þingi fyrir höfuðstaðinn. Þessi hópur einn og sér dugar Reykjaví­k til sigurs. Tveir forsætisráðherrar til viðbótar eru á gráu svæði.

Hvað eigum við t.d. að gera við Benedikt Gröndal – sem sat á þingi fyrir Vesturland nær alla sí­na pólití­sku ævi, en var nýbúinn að færa sig til höfuðborgarinnar þegar hann gerðist forsætisráðherra í­ skammlí­fri minnihlutastjórn? Mér er skapi næst að gefa Vesturlandi þarna sinn fyrsta og eina forsætisráðherra í­ sögunni.

Og hvað má þá segja um Halldór ísgrí­msson, sem sat flestum mönnum lengur sem fulltrúi Austurlandskjördæmis, en var fluttur suður áður en honum hlotnaðist stóra upphefðin? Ég hneigist sömuleiðis til að telja hann vera eina forsætisráðherrann frá gamla Austurlandskjördæminu.

Vestfirðingar þurfa hins vegar engar skilgreiningar til að bjarga sér. Feðgarnir Hermann Jónasson og Steingrí­mur Hermannsson (fyrra valdatí­mabil) halda uppi heiðri kjördæmisins.

Norðurland-vestra hefur tvo Framsóknarmenn í­ handraðanum, þá Steingrí­m Steinþórsson og Ólaf Jóhannesson.

Glöggir lesendur átta sig á að hér stendur eitt nafn útaf borðinu – Stefán Jóhann Stefánsson, krati. Stefán Jóhann sat lengst af á þingi fyrir Reykjaví­k, en bauð sig þó einnig fram í­ Eyjafirði. Þegar rí­kisstjórn hans, Stefaní­a, tók við völdum – sat hann á þingi sem landskjörinn þingmaður. Hann er eini forsætisráðherra lýðveldistí­mans sem setið hefur sem slí­kur í­ embætti. Það þarf a.m.k. nokkra loftfimleika til að skilgreina hann sem fyrsta og eina þingmann Norðurlandskjördæmis-eystra.

Það er í­ sjálfu sér merkileg niðurstaða að öll gömlu kjördæmin nema eitt hafi „átt“ forsætisráðherra – útfrá þessum fyrirvörum mí­num. Eitthvað segir mér að sú tölfræði fari í­ taugarnar á sumum í­ gamla NA-kjördæminu, sem lengi vildi skilgreina sig sem leiðandi kjördæmi á landsbyggðinni.

En það er svo sem ekki öll nótt úti enn. Ennþá er möguleiki á að Steingrí­mur Joð verði forsætisráðherra eftir næstu kosningar – eða jafnvel Jakob Frí­mann fyrir hönd Íslandshreyfingarinnar. Held þó að Lengju-stuðullinn verði hinum fyrrnefnda í­við hagstæðari.

# # # # # # # # # # # # #

Luton tapaði eina ferðina enn um helgina. Við erum í­ djúpum skí­t. Moggabloggið er boðið hjartanlega velkomið í­ heimsókn.