Kosningaskrifstofan

Á gær fór ég í­ fyrsta sinn í­ konsingamiðstöð VG á Grensásvegi. Um er að ræða gamla ASí-húsið, nánar tiltekið hæðina sem hýsti listasafnið.

Þetta er flott skrifstofuhúsnæði á góðum stað í­ bænum. Það hefur þó staðið autt í­ tvö ár.

Á hvert sinn kemur að kosningum og prófkjörum rignir yfir stjórnmálaflokka og frambjóðendur tilboðum um húsnæði af þessu tagi. Það er enginn hörgull á tómu skrifstofuhúsnæði.

Samt er verið að byggja skrifstofuturn á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar og fleiri stórhýsi eru boðuð á svæðinu. Þetta hefur mér alltaf þótt skringilegt – en hvað veit ég svo sem um fasteignaviðskipti.

# # # # # # # # # # # # #

Páskabí­ltúrinn var stopp á Þingvöllum. Skoðaði upplýsingamiðstöðina á bakka Almannagjár í­ fyrsta sinn – fannst ekki mikið til koma. Öllu skemmtilegra var að skoða upplýsingaskiltin sem búið er að koma upp á svæðinu. Þau voru mörg hver mjög fróðleg. Fannst samt skringilegt að lesa textann við Drekkingarhyl. Þar voru talin upp ártöl og nafngreindar konur sem drekkt var í­ hylnum. Þetta eru brotakenndar upplýsingar úr dómabókum og annálum. Af skiltinu mátti hins vegar skilja að þetta væri tæmandi listi – og kemur væntanlega mörgum túristanum á óvart að Íslendingar hafi „bara“ tekið 10-12 konur af lí­fi á mörghundruð ára tí­mabili.

Hmmm… færsla sem endar á pælingum um Drekkingarhyl – hvernig skyldi Moggabloggsbölbænin verða? Þetta er eiginlega of auðvelt…