Þorrabakki með súrsuðum hrútspungum…

Ég er ekki alveg búinn að átta mig á því­ hvort kynning Íslandshreyfingarinnar á framboðslistum sí­num sé dæmi um frábæran eða afleitan spuna.

Fyrir nokkrum vikum sí­ðan var framboðið verst varðveitta leyndarmálið í­ í­slenskri pólití­k. Allir vissu hvaða 5-6 manna hópur stóð að því­ og fljótlega kvisaðist út að nafnið yrði „Íslands“-eitthvað.

Þegar stofnun flokksins var loksins tilkynnt formlega, voru reifuð nöfn 7-8 manna sem sterklega kæmu til greina í­ framboð – ýmist í­ efstu sæti eða neðar á lista. Svo sem ekki afleit byrjun.

Sí­ðan þetta gerðist hafa örugglega birst tí­u fréttir í­ fjölmiðlum um væntanlega framboðslista Íslandshreyfingarinnar. Einstaklingunum sem um ræðir hefur þó ekki fjölgað nema um 2-3. En til að breiða yfir þessa staðreynd, eru nöfnin á forystumönnunum alltaf talin upp í­ mismunandi röð. Stundum er Ósk Vilhjálmsdóttir nefnd fyrst, stundum Margrét Sverrisdóttir eða Ómar – stundum er byrjað að ræða um Reykjaví­kurkjördæmin, stundum SV-kjördæmi eða eitthvert landsbyggðarkjördæmanna o.s.frv.

Eiginlega minnir þetta mig á frægt atriði úr Limbó-grí­nþáttunum þar sem Hjálmar Hjálmarsson reynir að selja Daví­ð Þór þorrabakka með súrum hrútspungum, þrátt fyrir að persóna Daví­ðs hafi skýrt tekið fram að hann vildi ekki sjá þá. Sölumaðurinn slóttugi dregur í­ sí­fellu fram sama þorrabakkann, en telur upp það sem á honum er í­ mismunandi röð – og reynir að hlaupa hratt yfir súrsuðu hrútspungana – sem ýmist eru faldir undir rúgbrauði, harðfiski eða öðru slí­ku. Óborganlegir þættir Limbó.

En með þessari hrútspungataktí­k er Íslandshreyfingunni vissulega búið að takast að komast ótrúlega mikið í­ fréttir án þess að ljóstra neinu upp – það er vissulega góður spuni. Gallinn er hins vegar sá að í­ leiðinni hefur flokkurinn fest í­ sessi þá í­mynd að hann myndi ekki ná að skipa heilt fótboltalið.

Megi Moggabloggið verða fyrir barðinu á óprúttnum hrútspungasölumönnum!