Úff, það ætla engan enda að taka ósköpin hjá framboði aldraðra. Um daginn var haldinn mikill blaðamannafundur þar sem sérkennilegasta kosningabandalag seinni tíma var kynnt – bandalag lífeyrisþega og flugvallarandstæðinga.
Nú er víst ballið búið. Ef marka má frásögn Hauks Nikulássonar vildu eldri borgararnir endurskoða stefnumálið með flugvöllinn. Ætli þau hafi ekki komist að því að vonlaust væri að fá frambjóðendur úti á landi með þessa klausu í stefnuskránni?
En mikið hlýtur það að hafa verið áhugaverður fundur þegar Arndís Björnsdóttir hitti Örn Sigurðsson og lagði til að Höfuðborgarsamtökin féllu frá EINA baráttumálinu sem þau lögðu til í kosningabandalaginu? Kannski hún ætti næst að ganga til samningaviðræðna við Íslandshreyfinguna og setja það eina skilyrði að fallið verði frá andstöðu við stóriðjustefnuna…
# # # # # # # # # # # # #
Meira um pólitíkina. Sá bækling frá Samfylkingunni í Reykjavík sem fjallar um velferðarmál. Framan á honum var mynd af 6 frambjóðendum flokksins. Fimm af sex efstu: formanninum, varaformanninum, Össuri, Jóhönnu og ístu Ragnheiði – sem er í þriðja sæti í Rvík-suður.
Hinum þriðjasætisframbjóðandanum var hins vegar sleppt, Helga Hjörvar. Þess í stað var á myndinni Ellert B. Schram, sem af einhverjum skringilegum ástæðum var færður í fimmta sætið uppfyrir Valgerði Bjarnadóttur – sem stóð sig ágætlega í prófkjörinu og virðist skynsöm manneskja.
Á mínum huga er Helgi Hjörvar einhver öflugasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar og því skringilegt að sleppa honum með svona augljósum hætti. Enn óskiljanlegra finnst mér að gera það í bæklingu sem fjallar um þann málaflokk sem Helgi hefur sinnt hvað helst.
Skrítið.
# # # # # # # # # # # # # #
Þetta finnst mér frábært framtak!
Megi Konráð ráða niðurlögum Moggabloggsins.