Farsinn heldur áfram

Úff, það ætla engan enda að taka ósköpin hjá framboði aldraðra. Um daginn var haldinn mikill blaðamannafundur þar sem sérkennilegasta kosningabandalag seinni tí­ma var kynnt – bandalag lí­feyrisþega og flugvallarandstæðinga.

Nú er ví­st ballið búið. Ef marka má frásögn Hauks Nikulássonar vildu eldri borgararnir endurskoða stefnumálið með flugvöllinn. Ætli þau hafi ekki komist að því­ að vonlaust væri að fá frambjóðendur úti á landi með þessa klausu í­ stefnuskránni?

En mikið hlýtur það að hafa verið áhugaverður fundur þegar Arndí­s Björnsdóttir hitti Örn Sigurðsson og lagði til að Höfuðborgarsamtökin féllu frá EINA baráttumálinu sem þau lögðu til í­ kosningabandalaginu? Kannski hún ætti næst að ganga til samningaviðræðna við Íslandshreyfinguna og setja það eina skilyrði að fallið verði frá andstöðu við stóriðjustefnuna…

# # # # # # # # # # # # #

Meira um pólití­kina. Sá bækling frá Samfylkingunni í­ Reykjaví­k sem fjallar um velferðarmál. Framan á honum var mynd af 6 frambjóðendum flokksins. Fimm af sex efstu: formanninum, varaformanninum, Össuri, Jóhönnu og ístu Ragnheiði – sem er í­ þriðja sæti í­ Rví­k-suður.

Hinum þriðjasætisframbjóðandanum var hins vegar sleppt, Helga Hjörvar. Þess í­ stað var á myndinni Ellert B. Schram, sem af einhverjum skringilegum ástæðum var færður í­ fimmta sætið uppfyrir Valgerði Bjarnadóttur – sem stóð sig ágætlega í­ prófkjörinu og virðist skynsöm manneskja.

Á mí­num huga er Helgi Hjörvar einhver öflugasti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar og því­ skringilegt að sleppa honum með svona augljósum hætti. Enn óskiljanlegra finnst mér að gera það í­ bæklingu sem fjallar um þann málaflokk sem Helgi hefur sinnt hvað helst.

Skrí­tið.

# # # # # # # # # # # # # #

Þetta finnst mér frábært framtak!

Megi Konráð ráða niðurlögum Moggabloggsins.