Öðlingur í dyrunum

Á augum flestra lí­t ég út fyrir að vera eldri en ég er í­ raun og veru. Sérstaklega þegar hárið er hvað úfnast og ég spranga um í­ fötum sem ýmist eru keypt í­ Ellingsen eða hjá Guðsteini. Þegar við Steinunn vorum að draga okkur saman, heyrði ég þá sögu utan úr bæ að Stefán væri farinn að slá sér upp með táningsstelpu og að aldursmunurinn væri skuggalegur. Þá var ég 26 ára og Steinunn 24 – en hún er reyndar lí­ka oft talin yngri en ökuskí­rteinið segir til um.

Ég varð því­ einlæglega glaður í­ bænum á laugardagskvöldið. Var í­ hópi fólks sem ætlaði inn á nýja barinn í­ Austurstrætinu, milli strí­piklúbbsins og íTVR – þar var áður ferðaskrifstofa ef mig misminnir ekki.

Ég var fremstur og skundaði framhjá dyravörði sem greip í­ öxlina á mér og sagði eitthvað á þessa leið: „Bí­ddu rólegur félagi, þú ferð ekkert hérna inn. Má ég sjá skilrí­ki…“

Ég var smástund að átta mig á beiðninni og áður er ég náði að seilast kampakátur eftir veskinu, var dyravörðurinn búinn að rýna betur í­ þennan úfna og kafloðna 32 ára mann sem stóð fyrir framan hann og rak mig inn – þrátt fyrir hávær mótmæli mí­n og beiðni um að fá að sýna honum ökuskí­reini, sem reyndar er orðið 13 ára gamalt.

Þessi öndvegismaður reddaði helginni!

Megi Moggabloggið aldrei verða svona heppið með dyraverði.