Öðlingur í dyrunum

Á augum flestra lí­t ég út fyrir að vera eldri en ég er í­ raun og veru. Sérstaklega þegar hárið er hvað úfnast og ég spranga um í­ fötum sem ýmist eru keypt í­ Ellingsen eða hjá Guðsteini. Þegar við Steinunn vorum að draga okkur saman, heyrði ég þá sögu utan úr bæ að Stefán væri farinn að slá sér upp með táningsstelpu og að aldursmunurinn væri skuggalegur. Þá var ég 26 ára og Steinunn 24 – en hún er reyndar lí­ka oft talin yngri en ökuskí­rteinið segir til um.

Ég varð því­ einlæglega glaður í­ bænum á laugardagskvöldið. Var í­ hópi fólks sem ætlaði inn á nýja barinn í­ Austurstrætinu, milli strí­piklúbbsins og íTVR – þar var áður ferðaskrifstofa ef mig misminnir ekki.

Ég var fremstur og skundaði framhjá dyravörði sem greip í­ öxlina á mér og sagði eitthvað á þessa leið: „Bí­ddu rólegur félagi, þú ferð ekkert hérna inn. Má ég sjá skilrí­ki…“

Ég var smástund að átta mig á beiðninni og áður er ég náði að seilast kampakátur eftir veskinu, var dyravörðurinn búinn að rýna betur í­ þennan úfna og kafloðna 32 ára mann sem stóð fyrir framan hann og rak mig inn – þrátt fyrir hávær mótmæli mí­n og beiðni um að fá að sýna honum ökuskí­reini, sem reyndar er orðið 13 ára gamalt.

Þessi öndvegismaður reddaði helginni!

Megi Moggabloggið aldrei verða svona heppið með dyraverði.

Join the Conversation

No comments

  1. Voða er langt sí­ðan þú hefur farið í­ bæinn ungi maður! Það var apótek þarna í­ mörg ár eftir að ferðaskrifstofan fór og núna er þar Deco. Geri ráð fyrir að það sé staðurinn umræddi. Þeir hafa greinilega húmor fyrir aldri, ég hélt reyndar að þar sem að þetta er aðal útilegustaður listfræðinema í­ HÁ þá væru þeir vanir svona „óreiðu“ lúkki en það er greinilega ekki :o)

  2. Hefur þetta ekki bara verið einhver unglingaskemmtistaður eða menntaskólaball sem þú hefur ætlað að ramba inn á og það ekki þótt við hæfi af dyravörðum… að maður sem er augljóslega 42 ára ætli að fara blanda geði við sextán ára krakkagemlinga?

  3. SHH: Það er algjörlega ástæðulaust að láta Stefán nálgast aldraðan föður sinn í­ aldri í­ athugasemd þinni. Stefán er nú ekki nema 32 og fer ekki yfir á Moggabloggið fyrr en eftir kosningarnar þegar pólití­kusarnir draga sig í­ hlé.
    Annars átti ég lí­ka einn svona jafnaldra þegar ég var ung og við sendum hann í­ Rí­kið fyrir okkur fljótlega eftir að við urðum 14. Hann fékk alltaf afgreiðslu og leit út fyrir að vera fertugur með skalla um tví­tugt. Hann lí­tur enn út fyrir að vera fertugur með skalla í­ dag 35 árum sí­ðar

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *