Kolviður – óheppileg nafngift?

Íslenski kolefnissjóðurinn – sem gefur fólki færi á að láta planta trjám til mótvægis við það sem það mengar með öðrum hætti – var kynntur í­ fjölmiðlum í­ dag. Hann heitir Kolviður. Skýringin á nafninu er á þessa leið, svo gripið sé niður í­ kynningarpésa frá aðstandendum:

Nafnið Kolviður má rekja til Kolviðar á Vatni, fornkappa sem felldur var við Kolviðarhól og heygður. Aðstandendum Kolviðar þykir við hæfi að fá fornkappann í­ lið með sér til að minna á að um þriðjungur landsins var skógi vaxinn á landnámsöld. Á dag er einungis um 1,3% landsins skógi vaxið.

Langsótt? Jú, svolí­tið – en á móti kemur að kosturinn við Kolviðarnafnið er að það býður upp á einhverja orðaleiki: KOL-dí­oxí­ð, VIíUR… Voða sniðugt. Kolviður litli gæti lí­ka orðið krúttleg einkennisskepna, ekki ósvipað og Staupasteinn – lukkudýr Hvalfjarðarganganna átti að vera.

En hvað ef það var enginn herra Kolviður fornkappi?

Einhver áhrifamesta hugví­sindakenning seinni tí­ma er náttúrunafnakenning Þórhalls Vilmundarsonar sagnfræðings. Hún er í­ stuttu máli á þá leið að örnefni séu undantekningarlí­tið kennd við landslag eða náttúrufyrirbæri en nær aldrei við sögupersónur. Hins vegar séu fjölmörg dæmi um að menn „búi til“ sögupersónur sem dragi nöfn sí­n af örnefnum sem sí­ðan eru ranglega talin heita eftir persónunum.

Samkvæmt þessari kenningu var ekki til skip sem hét Elliði og Elliðaárnar eru kenndar við. Öxará heitir ekki svo vegna þess að einhver glutraði vopninu sí­nu út í­ hana – og það var heldur ekki til neinn herra Gullbringa.

Sumir telja að Þórhallur Vilmundarson hafi með náttúrunafnakenningunni viljað ganga of langt í­ þá átt að klippa á tengsl milli sögulegra atburða og örnefna – en nær allir sagnfræðingar eru sammála um að það sé heilmikið til í­ kenningunni.

Það þýðir að stöðugt er ástæða til að vera á varðbergi gagnvart sögupersónum á borð við garpinn Kolvið sem á hafa verið heygður við Kolviðarhól. Allt eins lí­klegt er að Kolviður sé seinni tí­ma tilbúningur til að skýra hið sérkennilega örnefni.

Og hvers vegna gæti Kolviðarhóll annars heitið þessu nafni? Nærtækasta skýringin er sú að þar hafi áður verið kjarrlendi – skógur þar sem menn hafi sótt sér við til kolagerðar, kolvið. Kolin hafa einkum verið nýtt til járnvinnslu, en önnur örnefni á svæðinu benda til þessa – svo sem Rauðavatn, þar sem mýrarrauða var að finna.

Ef þessi tilgáta er rétt, þá er sjarminn af nafninu farinn. Kolviðarnafnið myndi þá beinlí­nis ví­sa í­ hið miskunnarlausa skógarhögg til kolagerðar sem einmitt ber ábyrgð á því­ að nú er innan við eitt og hálft prósent landsins skógi vaxið. Það er eiginlega erfitt að hugsa sér mikið óheppilegri nafngift fyrir félag af þessu tagi – nema þá kannski „Sinubruninn“ eða „Káti skógarhöggsmaðurinn“…

Megi Moggabloggið stikna í­ kolviðargröf!

Join the Conversation

No comments

  1. Það þarf einhver góðhjörtuð sál (en þó hæfilega ofbeldishneigð og með nægan tí­ma aflögu) að taka smávegis rúnt milli auglýsingastofa og markaðsdeilda landsins og hamra það inn í­ hausinn á mannskapnum að fara nú að vinna heimavinnuna sí­na almennilega. Vandræðagangurinn kringum nafngiftir og táknmerki/lógó í­ atvinnulí­finu er orðinn alltof áberandi upp á sí­ðkastið. Ferlega þreytandi umræðuefni við kaffivélarnar…

  2. What i don’t realize is in truth how you are not really a lot more neatly-favored than you may be right now. You’re very intelligent. You know therefore significantly when it comes to this topic, made me in my opinion believe it from numerous varied angles. Its like women and men don’t seem to be interested until it is one thing to do with Lady gaga! Your personal stuffs outstanding. All the time maintain it up!

  3. Do you might have a spam problem on this web site; I also am a blogger, and I was wondering your scenario; weve developed some good techniques and were looking to trade solutions with other people, be positive to fire me an e-mail if planning to pursue.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Melida Stick Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *