The Christians

Soul-bandið The Christians komu til Íslands fyrir u.þ.b. 15 árum sí­ðan, á að giska. Það var á þeim árum þegar allar erlendar hljómsveitakomur vöktu mikla athygli og lög sveitanna voru spiluð von úr viti í­ útvarpinu.

The Christians áttu einn stóran hittara hér heima – Words. Gott ef lagið var ekki sí­ðar notað í­ auglýsingaherferð einhvers í­slensks stórfyrirtækis, sem eflaust hefur hlunnfarið listamennina.

Um daginn sló ég The Christians upp í­ Wikipediunni og komst þá að því­ að þeir Christians-félagar eru engin sérstök guðslömb. Þrí­r þeirra voru bræður – með ættarnafnið Christian og sá fjórði hét hvorki meira né minna en Henry Christian Priestman.

Athyglisvert er að Words er ekki nefnt í­ Wikipediu-færslunni og ef leitað er í­ YouTube, má þar finna ýmis önnur myndbönd með sveitinni en aðeins eitt – og það nokkuð sérkennilegt myndband – með Words. Voru vinsældir þessa lags e.t.v. bundnar við Ísland?

Megi Moggablogginu verða orða vant.

Join the Conversation

No comments

  1. Ef ég man rétt þá voru þeir kærðir, sakfelldir og dæmdir fyrir brot á höfundarrétti vegna þessa lags. Mig minnir að maður sá sem dómurinn áleit vera hinn rétta höfund lagsins hafi verið í­rskur, og raunar látinn í­ þokkabót, en ekkja hans hafi tekið málið í­ eigin hendur og varið heiður bónda sí­ns. Reyndar finnst mér ég muna að þeir Christians bræður hafi fengið mildan dóm þar sem ljóst þótti að brotið væri meira slys en ásetningur. Ég verð þó að viðurkenna að ég man ekki málsatvik svo gjörla, en þetta vesen kann sum sé að skýra hvers vegna laginu Words er ekki haldið ýkja hátt á lofti í­ upplýsingum um hljómsveitina. Nema mig sé að misminna um þetta allt saman.

  2. Á heimasí­ðu „the Christians“ má lesa:
    The single „Words“ (taken from „Colour“) was also a huge success in Europe giving the band a #1 single in France, and paving the way for larger tours including Wembley Arena in the autumn of 1990.

    Orginal ví­dóið er á Youtube

    Daví­ð Logi á frekar að spyrja sig að því­ hvers vegna hann hafi ekki verið búinn að slá The Christians upp á Wikipediu

  3. I experimented with taking a look at your website in my blackberry and the layout doesnt seem to be right. Might want to check it out on WAP as well as it seems most cellular phone layouts are not working with your site.

Leave a comment

Skildu eftir svar við Óli Gneisti Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *