Fæst atkvæði?

Hver skildi eiga metið í­ að fá fæst atkvæði í­ kosningum á Íslandi? Svarið fer augljóslega eftir því­ hvaða skilgreiningar er notast við. 100 atkvæði í­ Vestfjarðakjördæminu gamla er augljóslega betri árangur en 100 atkvæði í­ Reykjaví­k.

Ef rennt er yfir lista nokkurra sí­ðustu kosninga sjást nokkrar verulega ljótar tölur. Tökum dæmi:

1987 fékk Bandalag jafnaðarmanna 162 atkvæði í­ Reykjaví­k og 84 í­ Reykjaneskjördæmi – en það var fyrst og fremst mótmælaframboð til að andæfa því­ að kjörnir þingmenn flokksins frá 1983 hefðu stungið af með rí­kisframlagið í­ aðra flokka.

1991 fengu Heimastjórnarsamtökin (hluti gamla Borgaraflokksins) 88 atkvæði í­ Reykjaneskjördæmi en Verkamannaflokkur Íslands 99. Verkamannaflokkurinn (sem hafði bókstafinn E eins og Baráttusamtökin núna) bauð bara fram þarna – svo hér er lí­klega um lakasta árangur flokks að ræða á landsví­su.

88 og 99 atkvæði er afleitt í­ stóru kjördæmi. Verkamannaflokkurinn skilaði reyndar bara inn 11 manna framboðslista, svo þetta var ní­földun frá listanum. Heimastjórnarsamtökin voru með 18 á sí­num – sem er rúmlega fjórföldun.

Á sömu kosningum fengu Frjálslyndir 31 atkvæði á Vestfjörðum – út á fimm manna framboðslista. Sexföldun þar. Jafnfjölmennir listar á Norðurlandi vestra og Austurlandi lönduðu 25 atkvæðum – fimmföldun þar.
1995 fékk Náttúrulagaflokkurinn – nöttaraframboð sem trúði á hugleiðslu og að menn gætu flogið með hugarorku – 28 atkvæði á Vesturlandi. Listinn hefur varla verið nema 5-6 manna.
Ef notuð er skilgreiningin – atkvæðamagn miðað við fjölda á lista er notuð – þá eru Heimastjórnarsamtökin 1991 í­ Reykjaneskjördæmi klárlega með vinninginn. Rétt rúm fjórföldun.

En sveitarstjórnarkosningar bjóða lí­ka upp á skemmtileg úrslit. (Sem minnir mig á það gamla baráttumál mitt að einhver – t.d. Wikipedia – taki að sér að búa til úrslitagrunn fyrir kosningar til sveitarstjórna.)

Skemmtilegasta framboðið sem kemur upp í­ hugann er Reykjanesbæjarlistinn – sem boðinn var fram í­ sí­ðustu sveitarstjórnarkosningum og talinn klofningsframboð úr Frjálslynda flokknum. Hann fékk 37 atkvæði en var með 22 frambjóðendur. Það þýðir að innan við tvöfalt fleiri kusu listann en sátu á honum!!! Þetta gerir Reykjanesbæjarlistann væntanlega að slappasta framboði í­slenskrar stjórnmálasögu.

Oddviti Reykjanesbæjarlistans var Baldvin Nielsen. Nú myndu sumir ætla að þessi útreið hefði orðið til að téður Baldvin hugsaði sig tvisvar um varðandi áframhaldandi pólití­ska þátttöku – en því­ er öðru nær. Hann skipar nú þriðja sætið á lista Íslandshreyfingarinnar í­ Suðurkjördæmi.

Megi Moggabloggið verða að Reykjanesbæjarlista bloggheimsins!

Join the Conversation

No comments

 1. Hvað með Húmanistaflokkinn árið 1999? Þeir fengu 13 atkvæði í­ NV og 14 atkvæði á Austurlandi. Það hafa varla verið mikið færri á listunum en þetta. Þess má til gamans geta að þeir náðu ekki inn manni.

 2. mér skilst að wí­kipedí­a taki ekki að sér hluti, heldur sé þeim otað að henni af frekum internetnotendum.

  getur þú ekki sett þetta sjálfur inn í­ wí­kipedí­u?

  að því­ loknu getur þú sett þar inn hlutlausa umfjöllun um fyrirbærið mblbloggið.

 3. Mig minnir endilega – þori þó ekki að ábyrgjast það – að í­ einhverjum sveitarstjórnarkosningum hafi verið boðinn fram listi í­ einhverju plássi á Austfjörðum sem fékk einu færri atkvæði en frambjóðendur voru.

 4. Það er reyndar rétt Nanna. Það var framboð á Neskaupstað með ní­u frambjóðendum sem fékk sex atkvæði. En þar sem ég vil halda stöðu minni sem eftirlætistewngdasonur Norðfjarðar kunni ég ekki við að rifja það upp.

 5. Tossalistinn bauð fram 7 manna lista og fékk 8 atkvæði í­ Hveragerði 2002. Markmið þeirra var reyndar að fá sem fæst atkvæði til þess að lenda ekki inn í­ bæjarstjórn.

 6. Verkamannaflokkurinn? Var það þegar Jóhannes á fóðurbí­lnum ætlaði að verða stjórnmálaforingi og klúðraði stuðningsmannalistanum? Dagsbrúnartenging einhver eða hvað?

 7. Reykjanesbæjarlistinn fékk 37 atkvæði eða 0.6% sem einn maður stóð fyrir. Þetta framboð kostaði í­ beinhörðum peningum úr vasa mí­num 107.980 krónur og er því­ það ódýrasta framboð sem sögur fara af miðað við atkvæði í­ %.

  1990-10-22# 113. lþ. S . fundur 24#B stefnuræða forsætisráðherra …ræða þessi eftir Stefán Valgeirsson sem var þingmaður til margra ára var tekin af heimasí­ðu alþingis. Stefán þessi var einn af stofnendum Heimastjórnarsamtakanna (x H) árið 1991. Hann var einn af okkar framsýnustu þingmönnum sem uppi hafa verið. Framboð þetta fékk aðeins 0.3% á landsví­su því­ fór sem fór og má lesa hér niðri í­ ræðu hans hvernig hann varaði við þeirri þróun sem yrði vegna kvótakerfisins sem dæmi.

  Stefán Valgeirsson :
  ,, Virðulegi forseti. Góðir Íslendingar. Þá hefur nú þjóðin heyrt í­ forustumönnum sí­num og eitt er þó sammerkt með þeim öllum að þeir eigna sér það sem hefur farið á skárri veginn en breiða yfir hitt, gleyma því­ eða reyna a.m.k. að fela það fyrir þjóðinni.
  Það var dálí­tið táknrænt hvernig hv. 1. þm. Suðurl. talaði. Hann var að tala um frjálslyndi í­ viðhorfi í­ efnahagsmálum. Hvernig er þetta frjálslyndi? Það er þannig að fjármagnið sýgur framleiðsluna og fátæklingana í­ landinu. Það er þannig að innan við 20 fjölskyldur eiga mestallar eignir landsmanna. Það er frjálslyndið. Það er frelsi peninganna. Og svo er hv. 1. þm. Suðurl. að tala um það hvernig ástatt var og kenna öðrum um þegar rí­kisstjórn Þorsteins Pálssonar hrökklaðist frá. Hvers vegna var það? Á fyrstu fimm mánuðum sem sú rí­kisstjórn sat voru tvöfaldaðir vextir á rí­kisví­xlum og allir aðrir vextir hækkuðu að sama skapi. Þetta er fyrst og fremst ástæðan fyrir því­ hvernig staðan var og að skip Þorsteins Pálssonar & Co strandaði. En þetta er ekki minnst á.
  Hitt er lí­ka dálí­tið athyglisvert að aðrir forustumenn flokkanna breiða yfir það sem verr hefur farið. Halda þeir að þjóðin standi í­ þeirri trú að það hafi verið stjórnað af sanngirni, af réttlæti? Það er ekki nóg að kenna rí­kisstjórn við jafnrétti og félagshyggju. Athafnir verða að fylgja orðum. Eitt af því­ sem var lofað þegar þessi stjórn var mynduð var að koma raunvöxtunum ofan í­ 6%. Hvað eru þeir? Það kann að vera að þeir sem eiga miklar eignir og hafa 1. veðrétt sinn lausan geti fengið lán með 6 — 6,5% vöxtum. En þeir sem eru í­ vandræðum þurfa að borga upp í­ 10% og fá hvergi lán í­ bönkunum nú fyrir minna en 8,25%. Bankarnir hafa sem sagt leyfi frá Seðlabankanum til þess að leggja 2% ofan á venjulega vexti ef menn eru í­ erfiðleikum, ef menn þurfa að skuldbreyta. Og það eru margir sem hafa lent í­ því­ vegna þeirrar vaxtastefnu sem hefur verið í­ þjóðfélaginu þó að á hinn bóginn hafi nafnvextir nú lækkað verulega og það hefur komið mörgum til góða, en hitt er að eyðileggja bæði atvinnurekstur og marga einstaklinga. Er það virkilega svo að forustumenn stjórnarflokkanna og hv. alþm. yfirleitt hafi ekki samband við fólkið í­ landinu? Er svo komið?
  Það er verið að tala um byggðastefnu og á sama tí­ma er verið að tala um álver. Og það er dálí­tið merkilegt með þetta álver og álsamninga að meira að segja forustumönnum flokkanna kemur ekki saman um hvað hæstv. iðnrh. skrifaði undir, hvort það var minnisblað, hvort það var fundargerð, hvort það voru drög að samningi. Ég held að enginn viti miðað við þá umræðu sem hefur farið fram um þetta efni undir hvað hann skrifaði. Og rí­kisstjórnin lagði til og leggur til og margkrossar sig um að það verði komið upp fullkomnustu mengunarvörnum sem til eru og af því­ að rí­kisstjórnin er ákveðin í­ því­ á náttúrlega ekki að setja upp vothreinsibúnað. Það sem hæstv. umhvrh. sagði áðan um þessa nýju aðferð sem hann ætlar að nota í­ sambandi við að hreinsa þá málma og þá mengun sem
  fer frá álverinu, það er engin reynsla komin á þetta. Það er verið að búa til eina hugmynd sem er ekki búið að rannsaka og enginn veit hvernig til tekst. Hvað á þetta að þýða? Og hæstv. forsrh. lagði áherslu á það að við ættum að hafa landið og sjóinn hrein í­ framtí­ðinni. Á sama tí­ma leggur hann til að semja um álver upp á allt að 430 þús. tonna ársframleiðslu af áli. Fer þetta saman? Er það ég einn sem er hættur að skilja þennan málflutning hér í­ þessum sal? Ég veit að þjóðin skilur hvað hér er um að vera. Það hef ég orðið heldur betur var við nú upp á sí­ðkastið. Byggðastefnan sem er verið að tala um og hæstv. forsrh. hefur skipað nefnd til þess að gera tillögur um verður náttúrlega að engu eftir því­ sem þeir ví­su menn segja okkur, Jóhannes Nordal, Þórður Friðjónsson og jafnvel hæstv. forsrh. sjálfur, að það þurfi að draga úr öðrum framkvæmdum til þess að passa að stöðugleikinn haldist ef samið verður um álver.
  Varaformaður Sjálfstfl. segir að það sé tap á orkusamningum næstu 10 — 20 árin eða 15 — 20 árin. Hv. þm. Ólafur Einarsson sagði hér áðan í­ ræðustól: Sjálfstfl. styður álver ef skaplegir samningar fást. En sí­ðan hefur það komið í­ ljós í­ umræðum, í­ blaðafregnum, í­ viðtölum við þessa menn sem eru í­ samningum um álver að það verði tæpast hægt að fá hærra verð fyrir orkuna en er í­ þeim drögum sem allur þingheimur hefur séð og raunar þjóðin öll.
  Á hálft annað ár hafa farið fram umræður um að stofna stjórnmálaafl í­ landinu og bjóða fram undir nýju nafni. Þarna er um að ræða einstaklinga úr öllum stjórnmálaflokkum í­ landinu. ínægjan er nú þessi. Og það er stefnt að því­ að þessi stjórnmálasamtök verði komin í­ fast form skömmu eftir áramót. Þau eru búin að fá nafn og heita Heimastjórnarsamtökin. ístæðan fyrir þessu er sú að byggðirnar eru að eyðast. ístæðurnar eru þær að fátækara fólkið hér í­ þéttbýlinu hefur ekki fyrir nauðþurftum vegna þess að atvinnan hefur dregist saman. ístæðan er sú að í­ þessu velferðarþjóðfélagi sem einhverjir voru að státa af hér áðan þurfa bæklaðir að bí­ða í­ 17 — 18 mánuði til þess að komast í­ aðgerð.
  Er slí­kt ástand þolandi? Menn hafa talað um að það yrði að setja löggjöf um lágmarkslaun. Ég hef flutt tillögu hér á Alþingi um að gerð sé könnun á því­ hver er í­ raun og veru framfærslukostnaður í­ landinu. Þetta má ekki rannsaka. Það er búið að flytja þessa tillögu nú í­ þriðja sinn en það má ekki sjást hvernig þetta stendur. Eða hvaða önnur ástæða er fyrir því­ að þessi tillaga hefur ekki verið samþykkt og framkvæmd?
  Það hefur verið mikið rætt um það að undanförnu ví­ða um land að breyta þurfi vinnulöggjöfinni þannig að hátekjuhópar geti ekki stöðvað þjóðfélagið. Það er viðurkennt að réttarkerfið er illþolandi eins og það er. Þar verður að taka á, hæstv. dómsmrh. Og þannig mætti lengi telja.
  Eitt af skilyrðunum fyrir því­ að mí­n samtök studdu þessa rí­kisstjórn var að fjármagnstekjur yrðu skattlagðar eins og aðrar tekjur eins og gert er í­ öðrum löndum. Ég held að ekki hafi öll þau atriði sem ráðherrarnir hafa verið að tala um verið framkvæmd. Þau eru raunverulega mörg sem ekki hafa verið framkvæmd, t.d. þau sem að framan greinir.
  Virðulegi forseti. Það verður tekist á í­ næstu kosningum um það hvort þeir sem ní­ðst er á í­ þjóðfélaginu geta sameinast um að ná rétti sí­num, sameinast um að krefjast réttar sí­ns. Um það verður tekist á. Ég hef því­ miður ekki tí­ma til hér að fara ofan í­ einstök atriði í­ þessu efni. En það má benda á að það er ólí­ðandi, óþolandi það kvótakerfi sem staðirnir úti á landi og í­ raun og veru allir búa við. Það verður að breyta því­. Það verður að koma í­ veg fyrir það að kvótinn sé seldur úr byggðarlögunum. Það verður að gera ráðstafanir til þess að byggðin haldist í­ landinu. Ef hún gerir það ekki getum við búist við því­ að annarra þjóða menn komi hingað. Það er talað um það að austantjaldsfólk vilji komast í­ milljónatali til Norðurlanda. Ef við ekki höfum vit á því­ að byggja landið, ef við komum okkur ekki saman um að halda áfram að byggja hér þjóðfélag sem hugsar og framkvæmir réttlæti er illa komið fyrir þessari þjóð. — Góða nótt. “

  P.S. Undirritaður fékk þann heiður að skipa 5. sætið Heimastjórnarmanna í­ hinu gamla Reykjaneskjördæmi
  Með bestu lýðræðiskveðju, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Leave a comment

Skildu eftir svar við SHH Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *