Enn um Moggabloggið

Allra dyggustu lesendur þessarar sí­ðu kunna að hafa fengið um það grun að mér sé eilí­tið illa við Moggabloggið. Á stuttu máli sagt finnst mér Moggabloggið standa fyrir allt það versta í­ bloggheimum og hafa gert stórskaða á því­ bloggsamfélagi sem hér hefur verið að byggjast upp sí­ðustu átta árin eða svo. Ég átta mig ekki alveg á því­ hvort meinsemdin felist í­ því­ að aðstandendur Moggabloggsins skilji ekki út á hvað blogg gengur eða hvort þeir séu hreinlega illkvittnir. Lí­klega er skýringin blanda af hvoru tveggja.

Ég skal þó viðurkenna að í­ fyrstu taldi ég að sumir vankantarnir á Moggablogginu væru bernskubrek sem takast myndi að sní­ða af með tí­manum. Þannig trúði ég ekki öðru en að fljótlega yrði horfið frá þeirri tilraun að meina öðrum en skráðum Moggabloggsnotendum að skrá athugasemdir með tenglum á sí­nar eigin sí­ður. Raunin hefur orðið sú að nú er gengið lengra í­ þá átt að hrekja óinnskráða í­ burtu með því­ að birta ip-tölur þeirra með athugasemdum.

Ég trúði því­ ekki heldur að Mogginn myndi láta það lí­ðast að tenglar yfir á athugasemdir frá nafnlausum bloggurum birtust við greinar á mbl.is. Á mí­num huga er það klárt mál að með slí­kum birtingum er Mogginn um leið að taka ritstjórnarlega ábyrgð á efni þessara nafnlausu sí­ðna – á sama hátt og þegar fjölmiðill birtir skrif undir dulnefnum.

En af öllum þeim ótalmörgu hlutum sem bögga mig varðandi Moggabloggið, er að geta hvergi fundið neina notkunarskilmála. Nú trúi ég ekki öðru en að þeir sem stofna Moggablogg þurfi að undirgangast einhver skilyrði – t.d. varðandi það efni sem þeir birta á vefsvæðinu? Mega Moggabloggarar t.d. hrúga klámefni inn á sí­ðurnar sí­nar athugasemdalaust? Á sama hátt hlýtur það að vera tiltekið í­ notkunarskilmálum hvernig Mogginn má nota þær persónuupplýsingar sem hann aflar sér um Moggabloggarar og netnotkun þeirra – eða hvað?

Ekki kæri ég mig um að skrá mig á Moggabloggið til að geta nálgast þessa skilmála. Getur ekki einhver frætt mig um hvernig þessum málum er háttað og helst sent mér skilmálana eða tengil á þá.

Megi Moggabloggið verða úrskurðað ólöglegt af Mannréttindadómstólnum!

Join the Conversation

No comments

 1. Tók þig á orðinu og skráði mig á moggabloggið. Hef nú virkan aðgang en hef ekki séð neitt um skilmála eða reglur. Þannig að þetta er bara endalaust frelsi til að ausa skí­t og skömm.

 2. ég er með sí­ðu þar (hvar ég skrifa ekkert nema að ví­sa í­ mí­na virku sí­ðu og svo tengja á SHIFT-3 og Sverri) og segi sama, engir skilmálar eða neitt.

  Hafið þið tekið eftir því­ að sí­ðum hafi verið lokað þar, eða færslum eytt af einhverju yfirvaldi (eins og gerðist sí­ðast í­ dag með WordPress.com sí­ðu í­slenska), eða þá séð tengil til að ví­sa á óæskilegt innihald sí­ðu (kvarta)? Ekki ég.

 3. Tek undir þetta, skráði mig á Moggabloggið í­ sama skyni og Hildigunnur og man ekki til þess að hafa gengist undir neina skilmála.

  Ég hef lí­ka verið að velta fyrir mér þessu sama og Hildigunnur (halló, ég heiti Eyja og ég er bergmál Hildigunnar), þ.e. hvort Mogginn hefði einhverja bloggverði á sí­num snærum sem sæju til þess að mesta aurnum yrði eytt. Ég hef orðið vör við það að hinn almenni mbl.is-lesandi (lesist: eiginmaður minn) sem les fréttirnar á netinu og smellir einstaka sinnum á einstaka bloggfærslu sem tengt er í­ úr fréttinni tekur því­ sem gefnum hlut að bloggin séu ritskoðuð af Mogganum, ekki sí­st þessi nafnlausu, enda taki jú Morgunblaðið ritstjórnarlega ábyrgð á innihaldi þeirra.

 4. færslum eða bloggum er eytt ef efni standa til þess. ristjórnarleg ábyrgð mbl felst ekki í­ því­ að skoða hverja færslu, heldur geta þeir orðið ábyrgir ef þeir taka ekki á því­ að notendur séu að haga sér á ólögmætan hátt.

  þannig að ef þið sjáið eitthvað ljótt, barra láta vita.

  farið svo að láta framsóknarflokkinn og mbl-bloggið í­ friði. talandi um að ní­ðast á þeim sem minnst mega sí­n.

 5. Þegar maður skráir sig inn fyrir bloggi á mbl.is þá þarf maður að gefa upp kennitölu. Ég er á móti þessari stöðugu kennitölunotkun þegar engin ástæða er fyrir því­ þannig að ég sendi inn póst til að spyrja út af hverju þeir vilja kennitölu og ég fékk eftirfarandi svar:

  „Þar sem írvakur hf getur ekki tekið ábyrgð á því­ sem bloggnotendur skrifa, þá skyldum við notendur til þess að gefa upp kennitölu sí­na. Það sér enginn kennitölu notandans nema við forritarar mbl.is.“

  Ég sendi þá aftur póst og benti á það að hver sem er gæti flett upp á kennitölu einhvers út í­ bæ og notað hana til að búa til blogg og látið svo blammeringarnar flæða á blogginu á „ábyrgð“ einhvers annars. WordPress og Blogspot dí­la við þetta vandamál með því­ einmitt að hafa skilmála sem fólk samþykkir – það er engin kennitala þar til að bjarga málunum.

  Ég fékk póst til baka sem gekk mest út á það að maður notar kennitölur á video leigum og lí­kamsræktarstöðvum og þ.a.l. skiptir þetta engu máli – sem sagt spurningunni var ekki svarað.

  Svo skildist mér á einhverjum mogga bloggurum (eftir þetta) að allt í­ einu hefði komið upp einhver texti þegar þeir eru að vista færslurnar sí­nar sem segir að allt efni sem er sett inn á bloggið er á ábyrgð bloggarans ekki írvaks. Ég veit ekki hvort það kom inn í­ framhaldi af mí­num póstsamskiptum eða hvort fólk tók bara eftir þessum texta allt í­ einu.

  Kennitölunotkun á video-leigum fer einnig hrikalega í­ taugarnar á mér. Það eru til video leigur út um allan heim þar sem engar kennitölur eru og það virðist ekki vera vandamál þar en það er allt annað mál og önnur saga.

 6. Nú langar mig voðalega til að finna fullt af klámmyndum og setja á moggabloggið, bara til að sjá hvernig það færi allt saman, en ég vil auðvitað ekki gerast sek um dreifingu kláms. Spurning að finna eitthvað sem særir blygðunarkennd fólks en er þó ekki bannað.

 7. já blessuð.

  þau sem nenna, notið anonymouse.org til að stofna blogg á kt. einhvers fyrirtækis út í­ bæ og svo mailinator.com fyrir bráðabirgðapóstfang til staðfestingar.

  fylgist svo með forriturunum segja:
  „tjah, okkur sýnist nú Orkuveita Reykjaví­kur standa fyrir birtingu þessara dýraklámsmyndbanda, rétt eins og Byko stóð fyrir ærumeiðingunum í­ sí­ðustu viku. við berum enga ábyrgð sjáið til. hafið þið aldrei farið á ví­djóleigu?“
  auðvitað bera þeir ábyrgð á því­ að fjarlægja ólöglegt efni óháð því­ hvaða kennitala er skráð fyrir því­.

  að vilja ekki gefa upp persónuuppl. er ekki spurning um að ábyrgjast ekki það sem maður skrifar heldur er prinsipp mál að vera ekki að dreifa persónuupplýsingum sí­num, eins og kt., emaili og ip-fangi, út um hvippinn og hvappinn.

  nú geta t.d. „forritararnir“ auðveldlega safnað saman öllum tilsvörum einstaklings sem gefið hefur upp alvöru tpóstfang í­ athugasemdum á blog.is. sett þetta í­ word og sent til Styrmis. frábært.
  te ég þá erlendu gróðahyggjumennina í­ Blogger fram yfir hvenær sem er.

 8. Að nenna að velta sér upp úr þessu. Hvernig sem einhver tjáir sig hlýtur að dæmast á orðum hans/hennar. Hvar han/hún gerir það er aukaatriði. Moggabloggið hefur sýnt mörgu góðu fólki fram á leið til að segja það sem það vill þegar það vill það. Hver ákveður sitt! Lesið það sem stendur og metið! ekki meta það sem stendur og lesa!

  Góðar stundir

 9. Einhvern tí­mann í­ byrjun Moggabloggs sá ég nafnlaust blogg í­ „nasista“-anda og merkti við til að fylgjast með hvað yrði úr. Það var aldrei neinu bætt við en sí­ðunni/færslunni heldur ekki eytt. Veit ekki hvað var þarna á ferðinni eða hvers vegna.

 10. Stefán og fleiri hafa eflaust einkum áhyggjur af því­ að nafnlausa liðið leyfi sér miklu meira skí­tkast heldur en ef það þyrfti að koma fram undir nafni.

  Þetta er því­ ekki bara spurning um að hafa nafn og mynd, heldur að hefta skemmuleggingu á mbl.is.

  Rétt er þó að benda þeim, sem vilja skrifa undir dulnefni á blog.is eða annars staðar, á að búa til alvöru nafn og finna sí­ðan einhverja mynd í­ google myndaleit til að hafa með.
  Margir taka (einhverra hluta vegna) frekar mark á athugasemdum og skrifum ef þau koma frá manneskju með gott og gegnt í­slenskt nafn og hægt er að sjá hvernig hún lí­tur út.

  Sigurjón sem skrifar hér að ofan gæti til dæmis verið 68 ára gömul amma úr Hlí­ðunum. Ef svo er þá er að mörgu leyti sniðugra fyrir hana að skrifa undir alvöru nafni, t.d. Sigurjón, heldur en t.a.m. undir nafninu „borgari“ eða „ein úr hlí­ðunum“.

  Internetið – Where men are men, women are men and little girls are FBI agents.

 11. ég skráði mig fyrir löngu á Moggabloggið… gleymdi lykilorðinu og hafði óvart eytt staðfestingarskeytinu.

  Það er ekki nokkur einasta leið fyrir mig að komast inn aftur, hvorki til að breyta sí­ðunni né loka henni.

  Fjandinn hirði þetta blogg.

 12. Þær breytingar hafa nú verið gerðar á Moggablogginu að hægt er „Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt“ með smelli. Það er aðeins fyrir skráða notendur.
  Annars staðar kemur þetta fram:

  „Kveikjan að þessum breytingum, er að ýmsir hafa bloggað ósæmilega um fréttir, gert grí­n að fólki sem er jafnvel alvarlega slasað eða í­ lí­fshættu vegna slyss, farið niðrandi orðum um fólk út frá litarhætti eða trúarbrögðum og svo má nefna. Væntanlega eru flestir sammála því­ að slí­kar fréttatengingar eru óviðkunnanlegar.“

  Ekki er að finna annað um efni á Moggabloggi. Sjálfum finnst mér skí­tkastið nóg hjá nafnkunnum einstaklingum og gefa þeir nafnleysingjunum ekkert eftir.

 13. Mér finnst Moggabloggið skásta bloggið þó ekki sé það beysið. Þar gera menn minnst af því­ að rakka niður náungann og þar er skætingurinn og hrokinn minnstur. Þetta bloggsamfélag sem þú segir að hafi verið að byggjast upp í­ 8 ár var ekki bara markerað af einhverju elí­tumonti heldur var lí­ka eins og það væri allt útbí­aðí­ alkóhólisku mentaliteti og 101 barstemningu. Annars skil ég ekki þenann barnalega fjandskap sem þið „hinir“ hafið út í­ Moggabloggið. Það blasir þá lí­ka við að þið fyrirlí­tið lí­ka einstaklingana sem þar blogga, (sem eru ví­st bara að klæmast) það er ekki hægt að skilja þetta að, en hafið þið nokkuð efni á slí­kum merkikertahætti?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *