Um rússneskar siðvenjur

Um sexleytið í­ kvöld átti ég leið framhjá rússneska sendiráðinu. Þar var flaggað – og það ekki í­ hálfa stöng. Þetta er nokkuð óvænt í­ ljósi þess að Jeltsí­n dó í­ dag. Hér koma nokkrar skýringar til greina:

i) Að 23. aprí­l sé þjóðhátí­ðardagur einhvers rí­kis eða rússneskur hátí­ðisdagur og þá sé flaggað óháð öllum andlátsfregnum.

ii) Að Rússar hafi aðrar siðvenjur varðandi meðferð fána í­ tengslum við dauða þjóðarleiðtoga – flaggi t.d. í­ fulla stöng í­ virðingarskyni.

eða

iii) Að þeir hafi verið svona einlæglega glaðir yfir að karluglan væri loksins dauð.

Þriðji kosturinn finnst mér nú ólí­klegastur þegar diplómatar eiga í­ hlut…

Megi landsmenn draga fánann að húni þegar Moggabloggið loksins drepst!