Grátt gaman

Það var sláandi að lesa frásögn Fréttablaðsins af starfsmönnunum við Kárahnjúkaframvæmdirnar sem veiktust í­ tugatali vegna þess að illa var staðið að framreiðslu á mat. Lýsingarnar á aðbúnaðinum voru hrikalegar, einkum að starfsmennirnir hafi verið vatnslausir djúpt inni í­ berginu í­ tólf klukkustundir og neyðst til að sleikja bergið til að slökkva þorstann.

Auðvitað geta mistök átt sér stað og enginn er að halda því­ fram að verktakafyrirtækið láti svona atburði gerast að gamni sí­nu.

Það er hins vegar með ólí­kindum að lesa viðbrögð Ómars Valdimarssonar, sem titlaður er upplýsingafulltrúi Impreglio (las ég ekki einhvers staðar að hann væri hættur) í­ „hnyttnu“ spurningu dagsins á sí­ðu 2 í­ Fréttablaðinu í­ dag. Ómar er spurður út í­ málið og svarar því­ til að menn geti lent í­ djúpum skí­t ef þeir þvo sér ekki um hendurnar.

Haag?

Ef þetta hefði gerst á mí­num vinnustað, Orkuveitunni, að tugir starfsmanna lægju veikir heima vegna mistaka sem lí­klega mætti skrifa á fyrirtækið – og upplýsingafulltrúi OR færi í­ blaðaviðtal og gerði bara grí­n – þá væri afsökunarbeiðni komin frá fyrirtækinu fyrir hádegi og blaðafulltrúinn rekinn fyrir kvöldmat, ef trúnaðarmenn starfsmanna væru ekki búnir að stjaksetja hann fyrst.

Ég trúi því­ varla að þetta sé rétt haft eftir. Að öðrum kosti virðist þessi Ómar vera afar sérkennilega innréttaður náungi.

Nú þekki ég Ómar Valdimarsson svo sem ekki neitt. Fyrir margt löngu, þegar ég var enn í­ ritstjórn Múrsins, birtum við grein um Impreglio og starfsemi þess fyrirtækis. Ómar upplýsingafulltrúi sendi okkur um hæl langhund sem hann kallaði svargrein, en hrakti engin efnisleg atriði upphaflegu greinarinnar.

Við svöruðum honum um hæl að sjálfsagt væri að koma á framfæri leiðréttingum á rangfærslum ef einhverjar væru, en að við sæjum engar slí­kar í­ greininni hans og teldum ekki ástæðu til að birta hana. Brást upplýsingafulltrúinn reiður við og sendi annan póst þess efnis í­slensk lög skylduðu okkur til að birta svargreinar.

Ég man að eftir þessa lögspeki fékk ég strax á tilfinninguna að Ómar upplýsingafulltrúi væri hálfgerður vitleysingur. Það getur verið heilmikið að marka „first impression“.

Megi Moggabloggið fá vinnuveitendur á borð við Impreglio.