Grátt gaman

Það var sláandi að lesa frásögn Fréttablaðsins af starfsmönnunum við Kárahnjúkaframvæmdirnar sem veiktust í­ tugatali vegna þess að illa var staðið að framreiðslu á mat. Lýsingarnar á aðbúnaðinum voru hrikalegar, einkum að starfsmennirnir hafi verið vatnslausir djúpt inni í­ berginu í­ tólf klukkustundir og neyðst til að sleikja bergið til að slökkva þorstann.

Auðvitað geta mistök átt sér stað og enginn er að halda því­ fram að verktakafyrirtækið láti svona atburði gerast að gamni sí­nu.

Það er hins vegar með ólí­kindum að lesa viðbrögð Ómars Valdimarssonar, sem titlaður er upplýsingafulltrúi Impreglio (las ég ekki einhvers staðar að hann væri hættur) í­ „hnyttnu“ spurningu dagsins á sí­ðu 2 í­ Fréttablaðinu í­ dag. Ómar er spurður út í­ málið og svarar því­ til að menn geti lent í­ djúpum skí­t ef þeir þvo sér ekki um hendurnar.

Haag?

Ef þetta hefði gerst á mí­num vinnustað, Orkuveitunni, að tugir starfsmanna lægju veikir heima vegna mistaka sem lí­klega mætti skrifa á fyrirtækið – og upplýsingafulltrúi OR færi í­ blaðaviðtal og gerði bara grí­n – þá væri afsökunarbeiðni komin frá fyrirtækinu fyrir hádegi og blaðafulltrúinn rekinn fyrir kvöldmat, ef trúnaðarmenn starfsmanna væru ekki búnir að stjaksetja hann fyrst.

Ég trúi því­ varla að þetta sé rétt haft eftir. Að öðrum kosti virðist þessi Ómar vera afar sérkennilega innréttaður náungi.

Nú þekki ég Ómar Valdimarsson svo sem ekki neitt. Fyrir margt löngu, þegar ég var enn í­ ritstjórn Múrsins, birtum við grein um Impreglio og starfsemi þess fyrirtækis. Ómar upplýsingafulltrúi sendi okkur um hæl langhund sem hann kallaði svargrein, en hrakti engin efnisleg atriði upphaflegu greinarinnar.

Við svöruðum honum um hæl að sjálfsagt væri að koma á framfæri leiðréttingum á rangfærslum ef einhverjar væru, en að við sæjum engar slí­kar í­ greininni hans og teldum ekki ástæðu til að birta hana. Brást upplýsingafulltrúinn reiður við og sendi annan póst þess efnis í­slensk lög skylduðu okkur til að birta svargreinar.

Ég man að eftir þessa lögspeki fékk ég strax á tilfinninguna að Ómar upplýsingafulltrúi væri hálfgerður vitleysingur. Það getur verið heilmikið að marka „first impression“.

Megi Moggabloggið fá vinnuveitendur á borð við Impreglio.

Join the Conversation

No comments

 1. ín þess að bera neinn hlýhug til Impreglio finnst mér þetta mál allt svolí­tið uppgert. Menn eru að vinna niður inní­ göngum og verða að aðlaga sig og undirbúa fyrir slí­kt. Auðvitað er ekki salernisaðstaða þar, gossjálfsali eða í­sskápur. Menn verða að hugsa svolí­tið taka með sér vatn og slí­kt. Ég efast um að einhver hafi verið neyddur til að sleikja bergið! Vinur minn vinnur sem kranamaður og er uppí­ krana í­ 8-16 klst. pr. dag. Auðvitað tekur hann með sér mat, vatn og í­lát fyrir úrgang. Hann kennir ekki helv. verktakanum um þó hann verði þyrstur!
  Hitt er svo annað mál að verkstjórar/staðarsjórar verksins hefðu átt að hugsa útí­ þetta og brýna fyrir mönnum að taka aðföng með í­ göngin.

 2. Þetta er alveg hárrétt hjá þér og augljóst að maðurinn er ekki starfi sí­nu vaxinn miðað við þetta svar. Hins vegar má lí­ka spyrja sig út í­ dómgreindarleysi Fréttablaðsins sem ákveður að hnyttna svar dagsins verði um stórfellda matareitrun vegna slælegs aðbúnaðar erlendra verkamanna. Hvar í­ ferlinu um lestri um þessar skelfilegu aðstæður hugmyndin „Hei, þetta býður nú upp á fyndið og sniðugt svar!“ kviknaði er ofvaxið mí­num skiliningi.

  Eitthvað segir mér að ef umrædd matareitrun hefði verið í­ OR, t.d., og fjöldi starfsmanna hefði veikst við Bæjarháls vegna ótrúlega slæms aðbúnaðar hefði Fréttablaðið ekki haft það uppistöðu fyndna tilsvarsins daginn eftir.

 3. Það mætti lí­ka óska Moggablogginu þess að ÓV gerðist upplýsingafulltrúi bloggsins. Eða að það borðaði eitraða kássu og fengi blóðugan niðurgang.

 4. Er tí­ttnefndur Ómar upplýsingafulltrúi semsé sami maður og bloggar með það eitt að leiðarljósi að því­ er virðist að ausa óhróðri og sví­virðingum yfir Sóleyju Tómasar og fleiri feminista? Ok- annars sammála Kolbeini; snepillinn Fréttablaðið hefði sennilega ekki talið það fyndið ef í­slenskir verkamenn þyrftu að gera sér að góðu vinnuaðstæður á borð við þær sem „Pólverjunum“ á Kárahjúkum er boðið upp á!

 5. Það er nú kannski ekki alveg sanngjarnt að leggja að jöfnu misheppnaðan brandara og almenna mannvonsku. Ekki gott að tapa sér í­ pólití­skri rétthugsun þótt sumt fólk fari í­ taugarnar á manni…

  Flest fólk í­ minni fjölskyldu segir fleiri vonda en góða brandara og er sérstaklega hittið á slæmar tí­masetningar í­ því­ meinta grí­ni öllu saman. Okkur þætti (flestum) afleitt að vera stimpluð illmenni út af því­ einu saman.

  Reyndar man ég ekki til annars en að vægar matareitranir sem fella tugi manna í­ niðurgang og tengd leiðindi hafi alla tí­ð verið efni í­ margví­slega illkvittniskryddaðar brandarasúpur hér á þessu kaldranaskeri. Sjálfsagt voru bæði spurning Fréttablaðsins og svar Ómars lituð af þeirri staðreynd.

  Megi hið sérí­slenska þjóðareinkenni illa tí­masett, ósmekkleg og misheppnuð kaldhæðni lengi lifa!

 6. maðurinn er fí­fl. Svo einfalt er það bara. Og það er ótrúlegt hvað þeir hjá Impregilo (ekki Impreglio, NB, nema þú sért að snúa út úr nafninu) komast alltaf upp með mikið. Sögurnar verða lí­ka alltaf verri og verri, enda hafa þeir ekki þurft að laga mikið hjá sér þannig að þeir ganga áfram á lagið.

 7. Þótt maður eigi að heita aumingjagóður, verður að gera undantekningu í­ þessu tilfelli.

  Hann er fangi heimsku sinnar

  af heiðarleika vanbúinn.

  Eys úr pytti illgirninnar

  upplýsingafulltrúinn.

 8. Sæll Stefán,

  Kannast ekki við að hafa sett út á greinaskrif Múrsins né átt í­ neinum samskiptum við ritstjórnina þar. Kannski misminnir mig, en það efast ég þó um. Ennfremur kannast ég ekki við að hafa notað orðið „skí­t“ í­ samskiptum mí­num við Fréttablaðið. En það kemur svo sem ekki á óvart að lesa það á blogginu þí­nu, enda vinsælt hjá vinstrimönnum að hafa það sem betur hljómar.

  Gleðilegt sumar!

  Ómar R.

 9. Kæru bræður og systur í­ sní­kjubloggi… Skýtur það ekki skökku við að grenja fyrst undan harkalegum og ómálefnalegum atlögum pólití­sks andstæðings, en kalla hann svo dómgreindarlaust, heimskt, illgjarnt og óheiðarlegt fí­fl og vitleysing sem þurfi að reka snemmendis? Jafnvel þótt þið mynduð fá blóðnasir og hjartaflökt af geðshræringu ef hann viðhefði slí­kan munnsöfnuð um eitthvað af ykkar eigin í­dolum… 🙂

 10. Sæll Ómar

  Jæja, svo þú kannast ekki við að hafa hótað að siga lögfræðingi á ritstjórn Múrsins ef við birtum ekki greinina þí­na? Það verður þá bara svo að vera. Annars les maður það á bloggsí­ðum að þú sért iðinn við að hóta málsóknum: http://ulfarsson.blog.is/blog/ulfarsson/entry/187711/#comments – var það kannski Jóns Gnarr-málið sem kom þér á bragðið?

  En gott og vel. Ekki vil ég vera einn af vondu vinstrimönnunum sem hafa bara það sem betur hljómar. Ef ég hef mistúlkað ummæli þí­n í­ Fréttablaðinu svona illilega er sjálfsagt mál að leiðrétta það. Birtum nú ummælin orðrétt:

  Blm: Ómar, er skí­tt að vera á Kárahnjúkum?

  Ómar: „Þeir sem gleyma að þvo sér um hendurnar geta lent í­ djúpum.“

  Skýringartexti: Fjörutí­u verkamenn við Kárahnjúka voru óvinnufærir á föstudag út af niðurgangi og uppköstum. Heilbrigðisyfirvöld telja hreinlæti ábótavant. Ómar Valdimarsson er upplýsingafulltrúi Impregilo.

  * * *

  Á einfeldni minni taldi ég að ekki væri hægt að skýra þessi ummæli nema á einn veg. En nú má Ómar upplýsingafulltrúi endilega útskýra hina réttu merkingu þeirra.

  Var hér etv. átt við súkkulaðihúðaða lakkrí­ssælgætið „Djúpur“ sem mig minnir að Freyja framleiði? Ég skal meira að segja skella útskýringu Ómars á forsí­ðuna ef hann biður fallega og lofar að siga ekki á mig lögfræðingi…

 11. Sæll aftur Stefán,

  Það er í­ góðu lagi að gagnrýna mig, hvort sem það er persónulega eða fyrir eitthvað sem ég geri í­ vinnunni. Ég tek það ekkert sérstaklega nærri mér. Að kalla fólk ónöfnum er þó eitthvað sem ég hef að mestu látið vera til þessa og kæri mig ekki um. Ef einhver kýs að kalla mig eitthvað ámóta ósmekklegt og „rasista“ ver ég hins vegar hendur mí­nar.

  Hvað myndir þú gera?

  Góðar kveðjur,

  Ómar R.

 12. Sumir þurfa að þvo hendur sí­nar til að gæta að heilbrigði annarra. Aðrir þurfa að hí­ma með fjölda annarra niðri í­ gjótu og hálftí­ma frá næsta klósetti.

  Eiginlega er bara tí­maspursmál hvenær fólk lendir í­ mjög djúpum skí­t hjá Impregilo, í­ eiginlegri merkingu.

 13. Já, það er örugglega ekki gaman að vera kallaður rasisti. Ég minnist þess ekki að hafa lent í­ því­ og get ekki sagt til um hvernig ég myndi bregðast við. Ég hef reyndar verið kallaður „stuðningsmaður hryðjuverkamanna“, „óvinur mannsins“ og sakaður um hatur á Bandarí­kjamönnum, vesturlandabúum, kristnu fólki, gyðingum o.s.frv.

  Formaður ungra Framsóknarmanna í­ Skagafirði kraftðist þess m.a.s. í­ útvarpsviðtali að ég yrði kærður fyrir brot á hryðjuverkalöggjöfinni vegna tí­maritsgreinar sem ég skrifaði. Aldrei hefur mér nú dottið í­ hug að hóta málshöfðunum í­ þessum tilvikum, en lengi skal manninn reyna.

  En ég bí­ð ennþá spenntur eftir því­ að fá útskýringuna á Fréttablaðsummælunum. Hvað áttirðu við – ef ekki að verkamennirnir fyrir austan væru í­ djúpum skí­t því­ þeir hefðu ekki haft fyrir að þvo á sér lúkurnar?

 14. Já, langlundargeð þitt er meira en mitt. Það er virðingarvert.

  8. aprí­l sl. skrifaðir þú eftirfarandi í­ lok færslu sem bar nafnið Af forsætisráðherrum:

  „Luton tapaði eina ferðina enn um helgina. Við erum í­ djúpum skí­t.“

  Meintir þú þetta bókstaflega?

 15. Hahahaha! Verri vörn fyrir málflutningi sí­num hef ég nú ekki séð. Að Ómar skuli lí­kja ummælum sí­num saman við það að tala um að liðið sem maður heldur með í­ fótbolta standi illa er hreint út sagt fráleitt.

  Ef Ómar sér ekki muninn á því­ að ver talsmaður fyrirtækis þegar fjöldi starfsmanna veikist illa og snúa því­ upp í­ grí­n um að það sé því­ að kenna að þeir þvoi sér ekki um hendurnar annars vegar og hins vegar persónulegum tilfinningum manns úti í­ bæ (Stefáns) gagnvart arfaslöku fótboltaliði, veit ég ekki hvað hann er að gera í­ þessu starfi.

  Ég veit ekki betur en Vinnueftirlit hafi stöðvað vinnuna í­ þessum göngum og að verið sé að endurskoða allt sem viðkemur að mat verkamannanna. Af hverju er fyrirtækið að eyða peningum í­ þetta þegar almannafulltrúinn er búinn að upplýsa landslýð um að veikindin stafi af ónógum handþvotti?

  En það er gott að Ómar hefur lagst í­ rannsóknarvinnu á sí­ðu Stefáns, látið leitarvélina leita að „djúpum skí­t“ og aldeilis komið höggi á kauða!

 16. Ég skil ekki afhverju Ómar kýs að drösla Luton inn í­ þessa umræðu! Algjör óþarfi. Rétt eins og ég fatta ekki hvað Kolli er að fara með þessum leiðindum. Luton er ekkert svo tiltakanlega arfaslakt lið, þótt það sé vitaskuld ekki af sama kalí­beri og til dæmis, tjah, humm — látum okkur sjá… QPR.

 17. Já fyrirgefðu Stebbi. QPR, Luton… þegar maður er að ná sér niður eftir sigur gærkvöldsins talar maður óvarlega. Þegar liðið sem maður hefur stutt frá barnæsku breytist í­ amrí­skan banka gleymir maður aðalatriðnum.

 18. Þú getur sjálfum þér um kennt, Kolli. Þú sérð vonandi núna hvað við nafnarnir erum séðir, því­ seint verða Luton og QPR alþjóðlegum auðhringum að bráð!

 19. Það er greinilega sitthvað að vera í­ djúpum skí­t og að vera í­ djúpum skí­t. Kolbeinn geturðu kannski útskýrt aðeins betur muninn á persónulegum og ópersónulegum tilfinningum?

 20. Bara svo það sé nú alveg á hreinu – þá er það ekki notkun Ómars á orðinu „skí­tur“ sem gerir það að verkum að menn draga dómgreind hans í­ efa, heldur sú staðreynd að hann skuli sem opinber talsmaður fyrirtækis gantast með veikindi starfsmanna fyrirtækisins, á sama tí­ma og yfirvöld eru að kanna hvort þetta sama fyrirtæki hafi valdið þeim heilsutjóni af gáleysi eða með slugsaskap.

  Menn mega tala um kúk og skí­t þar til kýrnar koma heim af haganum, en virðingarleysi það sem Ómar upplýsingafulltrúi sýnir þessum starfsmönnum – og skammast sí­n greinilega ekkert fyrir – vekur upp spurningar um hvort hann sé annað hvort illa gefinn eða illa innrættur, nema hvort tveggja sé.

 21. Það er örugglega réttast að gantast ekkert með veikindi starfsmanna. Það er álí­ka varasamt og að gantast með kynferðislega misnotkun barna og heimilisofbeldi.

 22. Uss.. hér er fólk búið að úthúða Ómari fram og til baka og kalla hann öllum í­llum nöfnum.. Ég sé ekki betur en allir hér meigi eiga von á sí­mtali frá Ómari öfugsnúna þar sem ykkur verður hótað málshöfðun! Nema náttúrulega þú Stefán, held nú varla að hann hóti þér annari málsókn þegar hann stóð ekki við þá fyrstu..

  Kannski er það samt bara orðið „rasisti“ sem fer svona fyrir brjóstið á Ómari? Gaman væri ef einhver væri til í­ að gera tilraunir, prófa sig áfram með uppnefni á Ómari og sjá hvenær hann hringir.. það er alveg óhætt, því­ get ég lofað ykkur, reyndar svolí­tið skondið að heyra í­ honum titrandi reiða röddina, en hótanirnar eru innantómar, gott ef þær lí­fga ekki bara svolí­tið uppá daginn.

 23. Á fyrsta kommentinu er einhver Hrafn Þór, sem heldur því­ fram að kranamenn vinni sleitulaust í­ 8-16 tí­ma. Það væri gaman að vita hvar það væri. Hjá mí­nu fyrirtæki, þar sem talsverð hí­fingarvinna fer fram mega kranamenn ekki vinna nema 2 tí­ma í­ senn. Þá eru þeir sendir í­ niður úr krana.

 24. já, eru ekki vökulög hér á landi? Er vinurinn í­ einhverju vanþróuðu rí­ki?

  Ég get ekki í­myndað mér að það sé ekki full ástæða fyrir pásum á tveggja tí­ma fresti hjá kranamönnum. Ekki vildi ég vinna á svæði þar sem kranaliðið er búið að vera uppi (og skí­ta í­ kassa) í­ 8 tí­ma, hvað þá 16. Rugl.

 25. Rugl !!!! 2 tí­ma og svo niður í­ pásu!!!! vökulög!!!

  Jón Lárus og hildigunnur, haldið þið virkilega að ég trúi þessu. Kranamenn eru ekki í­ stanslausum hýfingum þessa 8-16 tí­ma. Byggingaframkvæmdir eru ekki eintómar hýfingar. Það koma langar pásur inná milli og þá er það þekkt að kranamenn eru með tölvur, dvd og slí­kt sér til afþreyingar. En mér þætti gaman að heyra hvaða fyrirtæki það er sem hefur kranamann bara 2 tí­ma uppí­ krana og sendir svo niður í­ pásu sem er mjög tí­mafrekt. Þannig er bara kranavinna og verður alltaf.
  hildigunnur; Tekur þú þér pásu á tveggja tí­ma fresti í­ þinni vinnu?Lögregluþjónn í­ útkalli, sjúkraflutningamenn… eru þeir verri starfskraftar ef þeir taka sér ekki pásu á tveggja tí­ma fresti? Hjúkrunarfræðingar og læknar, þar er algengt að fólk taki tvöfaldar vaktir. Því­ geta kranamenn ekki unnið langan vinnutí­ma einsog aðrir? Segið mér það.

 26. Hrafn Þór, já, ég tek mér pásu á tveggja tí­ma fresti, minnst. Ég er ekki að tala um langar pásur. En það er engum hollt að þurfa að einbeita sér í­ svona langan tí­ma. Sitja inni í­ lokuðu boxi í­ 16 tí­ma, nevermænd lappa eða tölvuleiki eða bækur. Ég veit að það er ekkert skemmtilegt eða fljótlegt að fara niður og upp úr háum krönum. En tekur þú þér kaffipásu? hádegismat? Siturðu allan daginn í­ sama stólnum. Mér finnst ekkert skárra (jafnvel verra) að hjúkrunarfólk og læknalið vinni tvöfaldar vaktir, en það afsakar ekkert svona kjaftæði. Það eru andskotinn hafi það vökulög í­ landinu, right?

  Lögregluþjónn í­ útkalli getur augljóslega ekki tekið sér pásu rétt á meðan, nei. En eru útköllin stanslaus, allan daginn? Geta þeir teygt úr skönkunum af og til? Já.

  Á fyrirtækinu með tveggja tí­ma bilið erum við ekki að tala um hæsta krana landsins, kannski 10 metra. Hvað ertu lengi að klifra 10 metra? Svipað og tröppur 4 hæðir. (ókei, kannski ekki alveg eins þægilegt, en þeir ættu nú að vera vanir klifrinu) Á einu húsanna þar sem ég kenni er ég á fjórðu hæð, engin lyfta, og það er nú ekki sérlega tí­mafrekt að fara upp og niður stigana. (tekur því­ alveg í­ 10 mí­nútna frí­mí­nútum – sem eru á klukkutí­ma fresti). 30 metrar, jú, aðeins lengur. Get ekki í­myndað mér að það sé neitt óhemju tí­mafrekt samt. En skal sættast á pásu á fjögurra tí­ma fresti. En að hanga uppi í­ 8-16 tí­ma í­ sömu kompunni og komast ekki á klósett eða neitt, og bara með nestisboxið, ég kaupi það bara ekki.

 27. já, ég er ekkert að segja að vinnudagur kranamannsins sé búinn eftir þessa tvo tí­ma, ef þú hélst það. Það er alveg hægt að vinna sinn 8 (já eða 16 ef þú vilt) vinnudag þó maður taki sér 4 (-8) pásur…

 28. ok so im not new to clickbank, but I have a real interest in finding out what these guys are making in affiliate marketing by using the clickbank reviews sites as there sole means of earning money. Anyone know?

Leave a comment

Skildu eftir svar við SHH Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *