Big in Norway

Einu sinni voru Alphaville stórir í­ Japan. Nú stefnir í­ að skrifari þessarar sí­ðu hljóti sí­nar fimmtán mí­nútur frægðar í­ Noregi.

Sí­ðdegis kom fréttamaður frá norska sjónvarpinu (NR2 held ég) og tók við mig viðtal á útidyratröppunum á Mánagötunni. Umfjöllunarefnið var vitaskuld þessi geggjaða hugmynd um norska herinn á Íslandi.

Fréttamaðurinn var greinilega vel undirbúinn og búinn að kynna sér málið furðuvel. Mér sýnist þeir norsku ætla að slá í­slenskum fjölmiðlum rækilega við í­ þessu máli. Umfjöllun þeirra hefur ekki verið uppá marga fiska.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er með magakveisu með tilheyrandi hita og uppsölum. Flestar flí­kur eru nú útældar. Það verður ví­st minna úr verki í­ vinnunni en til stóð, þess í­ stað sett í­ fleiri þvottavélar en búist var við.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag skilaði ég af mér tí­mafreku verkefni sem ég lét plata mig útí­. Það var að halda utan um meðmælendalistana fyrir VG í­ Reykjaví­kurkjördæmunum. Meðmælendasöfnunin er klassí­skt kosningaverkefni sem alltaf lendir í­ tí­maþröng og vitleysu. Persónulega er ég á móti þessu meðmælendakerfi.

En þetta er í­ höfn og flokkurinn ætti að fá að bjóða fram og vinna frægan sigur í­ vor.

Megi þjóðin hafna Moggablogginu!