Big in Norway

Einu sinni voru Alphaville stórir í­ Japan. Nú stefnir í­ að skrifari þessarar sí­ðu hljóti sí­nar fimmtán mí­nútur frægðar í­ Noregi.

Sí­ðdegis kom fréttamaður frá norska sjónvarpinu (NR2 held ég) og tók við mig viðtal á útidyratröppunum á Mánagötunni. Umfjöllunarefnið var vitaskuld þessi geggjaða hugmynd um norska herinn á Íslandi.

Fréttamaðurinn var greinilega vel undirbúinn og búinn að kynna sér málið furðuvel. Mér sýnist þeir norsku ætla að slá í­slenskum fjölmiðlum rækilega við í­ þessu máli. Umfjöllun þeirra hefur ekki verið uppá marga fiska.

# # # # # # # # # # # # #

Barnið er með magakveisu með tilheyrandi hita og uppsölum. Flestar flí­kur eru nú útældar. Það verður ví­st minna úr verki í­ vinnunni en til stóð, þess í­ stað sett í­ fleiri þvottavélar en búist var við.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag skilaði ég af mér tí­mafreku verkefni sem ég lét plata mig útí­. Það var að halda utan um meðmælendalistana fyrir VG í­ Reykjaví­kurkjördæmunum. Meðmælendasöfnunin er klassí­skt kosningaverkefni sem alltaf lendir í­ tí­maþröng og vitleysu. Persónulega er ég á móti þessu meðmælendakerfi.

En þetta er í­ höfn og flokkurinn ætti að fá að bjóða fram og vinna frægan sigur í­ vor.

Megi þjóðin hafna Moggablogginu!

Join the Conversation

No comments

 1. Ég hef nú ekki tekið eftir neinni umfjöllun fjölmiðla hér á landi um Nýja-nýja sáttmálann við Norðmenn og verður lí­klega ekki, en ég finn strax fyrir meiri öryggiskennd. Þægilegt að vita af öflugum norskum her okkur til verndar, skilst lí­ka að þeir voru að kaupa nýjar byssur um daginn.

  Að setja í­ þvottavélar er full vinna og engin minni að taka úr þeim

 2. Nafni: Frasinn „big in norway“ skilar 5.590 niðurstöðum á Google, þannig að þú ert í­ góðum félagsskap.

  Torfi: Ertu þá með tvö stöðugildi bara við umsjón þvottavélarinnar?

  Kolli: They wish.

 3. Mér skilst að norski herinn ætli aðeins að „verja Ísland“ á friðartí­mum. Ef það skellur á strí­ð munu þeir ví­st drí­fa sig heim til Noregs. Sú staðreynd eykur reyndar talsvert „öryggiskennd“ mí­na. Það eru mun minni lí­kur á að herinn slasi eða drepi liðsmenn sí­na og aðra á friðartí­mum en strí­ðstí­mum (þótt það sé reyndar alls ekki öruggt samanber æfingar í­slensku Ví­kingasveitarinnar). Hins vegar finnst mér skrí­tið að stjórnmálamenn sem kenna sig við umhverfisvernd skuli þegja þunnu hljóði við þessum fréttum af nýju „hernámi“ Íslands. Er þetta nýja umhverfisverndarstefnan? Fleiri heræfingar á hálendi Íslands? Ferðamönnum boðið uppá herþotur í­ öræfakyrrðinni?

 4. Var að lesa forsí­ðu Moggans þar sem sagt er frá að nú sé rí­kisstjórnin lí­ka að reyna að fá þýskan her hingað til heræfinga. Hvar endar þetta? Þurfa hernaðarandstæðingar kannski að koma upp flokki slagorða: „Ísland úr Nató-norska herinn burt“, „Ísland úr Nató-þýska herinn burt“ og svo framvegis?

 5. Hann gerir fyrst og fremst athugasemdir við kostnaðarliðinn – þykir hann eitthvað blóðugur. Svo lýsir hann yfir áhyggjum yfir því­ að þetta samstarf – við þessa útlendinga – muni að lokum bitna á okkur Íslendingum. Fyndið.

 6. Tvær málsgreinar af sjö fjalla um kostnaðarþætti. Mér sýnist nú þarna vera farið yfir sviðið og tekið á flestum málum.

  Mér finnst nú ekkert fyndið við að Íslendingar álpist til að gera stórskaðlega samninga, en ég er svo sem ekkert góður í­ að fatta hnyttna brandara eins og Ómar Valdimarsson getur vottað.

 7. Nei, ég sé ekkert fyndið við stórskaðlega samninga heldur. Veit ekkert um þennan samning enda hef ég ekki séð hann. En hræðsla Steingrí­ms við útlendinga minnti mig á umræðu undanfarinna daga. Hann viðrar í­ bókun sinni áhyggjur yfir því­ aðkoma útlendinga muni skaða innlenda starfsemi. Gætu talsmenn annarra flokka talað svona án þess að fá á sig rasistastimpil? Annars er mér slétt sama um skoðanir Steingrí­ms. Hann er glúrinn og ég hef alltaf gaman af honum.

 8. Ekki veit ég hvaða bókun Elí­n las, en klárlega er það ekki bókun Steingrí­ms. Nema hún lesi hana með það fyrir augum að snúa út úr henni, það skyldi þó aldrei vera?

  Það eina sem er í­ bókun Steingrí­ms um innlenda starfsemi er þetta:

  „Jafnframt lýsir undirritaður áhyggjum yfir, og setur skýran fyrirvara við, ef þessi gjörningur leiðir til þess að innlend starfsemi, einkum Landhelgisgæsla, lögregla og björgunarsveitir, verði sí­ður efld að fjárveitingum, mannafla og tækjakosti en ella yrði.“

  Steingrí­mur hefur s.s. yfir því­ að ÍslENSK stjórnvöld setji minni fjármuni í­ Landhelgisgæslu, lögreglu og björgunarsveitir af því­ að ÍslENSK stjórnvöld setji fjármunina í­ staðinn í­ þetta herliðið. Hvers vegna Elí­n telur að forsvarsmaður annars flokks yrði stimplaður rasisti fyrir þetta er ofvaxið mí­num skilningi.

 9. Kolbeinn. Ef fólk viðrar áhyggjur sí­nar yfir því­ að hagur almennings gæti versnað vegna aukins fjölda útlendinga – vegna þess að ÍslENSKIR atvinnuveitendur myndu hugsanlega bregðast almenningi og ÍslENSKIR atvinnuveitendur myndu hugsanlega borga lélegri laun – þá er sussað á allt slí­kt og það kallað rasismi og útlendingagrýla.

 10. Elí­n! Steingrí­mur er ekki á móti herliðinu af því­ að í­ því­ eru útlendingar, heldur af því­ að það er herlið. Ef þú lest bókun hans varar hann einmitt við því­ að hér verði til ÍslENSKUR her. Enn og aftur, þjóðernið er ekki málið, heldur starfsemin. Steingrí­mur lýsir yfir áhyggjur af því­ að of miklir fjármunir fari í­ hernaðarbröltið, í­ stað þess að fara í­ landhelgisgæslu og björgunarsveitir. Eða heldurðu að ef stofnað hefði verið í­slenskt herlið með fjölda starfa hefði Steingrí­mur hefði lýst yfir ánægju sinni með það? Þá misskilur þú bókun hans meira en ég gerði ráð fyrir.

 11. Ég er búsettur í­ Noregi og hef fylgst lí­tillega með þessu í­ blöðunum hér. Það sem ég hef séð í­ þeim sem ekki hefur komið fram í­ í­slenskum fjölmiðlum mér vitandi er það sem Norðmenn búast við að fá í­ staðinn. Þá eru þeir ekki bara að tala um peninga, enda eiga þeir nóg af þeim, heldur að Íslendingar láti af allskonar kröfum í­ deilumálum um hafsvæði. Hætti við að fara með ýmis mál til Haag og svo framvegis.

  Það kæmi nú ekki á óvart að Valgerður hafi gloprað einhverju slí­ku út úr sér.

 12. Jú, Kolbeinn. Það er rétt hjá þér. Ég skil hvorki upp né niður í­ þessum samningi. Mér skilst – og hef þær upplýsingar frá Mömmu – að þessi svokallaði her sem um ræðir verði bara til taks á friðartí­mum. Ég set spurningarmerki við slí­ka starfsemi en hafna henni ekki alfarið.

 13. Sæll Stefán.
  Þetta eru þrælgóðar athugasemdir sem þú ert með varðandi samninginn við Norðmenn. Þú varst lí­ka góður í­ Kastljósinu með fí­n rök. En ég velti einu fyrir mér. Hvers vegna í­ alvörunni ertu ekki í­ framboði fyrir Vinstri grænt framboð? Ég verð að segja vanta meira „hard core“ fólk á framboðslista VG sem veit sí­nu viti. Það er allt of mikið af listamönnum og lopapeysuliði (með of stóran lopapeysukraga) á framboðslistum VG, liði sem veit lí­tið um landsmálapólití­k. Okkur vantar stjórnmálamann, vel lesinn menntamann eins og þig á þing. Þá væri ég ekki í­ nokkrum vafa um hvað ég myndi kjósa. Bara ábending frá aðdáanda.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *