Harðsvíruð auglýsingaherferð?

Ég ók Miklubrautina til austurs, framhjá Kringlunni um kl. 13:30 í­ dag. Rak augun í­ risastóra auglýsingaskiltið á bí­lastæðablokkinni og varð furðu lostinn. Þar birtast oft grí­pandi fyrirsagnir af mbl.is – en að þessu sinni var skjámyndin kyrfilega merkt Ví­sir.is. Þar stóð stórum stöfum: „Valgerður Sverrisdóttir verður 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.“

Það fyrsta sem ég hugsaði var að nú væri komin ný skoðanakönnun fyrir kjördæmið, daginn eftir að Gallup mældi sama kjördæmi fyrir RÚV. En hví­lí­k umskipti! Á Gallup-könnuninni fékk Framsókn 18% og var fjórði stærsti flokkurinn…

Ég snaraðist inn á skrifstofuna mí­na, opnaði Ví­si og leitaði að könnuninni. Ekkert! Eftir smátí­ma var ég búinn að fullvissa mig um að það væri engin skoðanakönnun – hvað þá að Framsóknarflokkurinn væri í­ stórsókn.

En þá stendur eftir spurningin hvað í­ andsk. var á seyði? Varla auglýsir Ví­sir viljandi rangar fréttir í­ þeirri von að fréttafí­klar fari inn á sí­ðuna? Það væri vissulega áhrifarí­k aðferð, en vafasöm að öllu öðru leyti.

Eða eru Framsóknarmenn kannski farnir að kaupa óskyggjuskilaboð á auglýsingafleka borgarinnar í­ þeirri von að þau verði að áhrí­nisorðum? Varla…

Eða er 2000-vandinn loksins búinn að ráðast á auglýsingaskiltið og það birtir nú fjögurra ára gömul skilaboð?

Spyr sá sem ekki veit.

# # # # # # # # # # # # #

Á ní­unda áratugnum var bygging ratsjárstöðvakerfis Bandarí­kjamanna á öllum landshornum réttlætt með því­ að ratsjárstöðvarnar yrðu sérstaklega gott öryggistæki fyrir sjómenn og aðra sæfarendur. Þessu var margoft haldið fram, án sérstaks rökstuðnings, þótt andmælendur framkvæmdanna bentu á að hugmyndin gengi ekki upp – enda höfðu stöðvarnar aldrei slí­kt hlutverk með höndum.

Nú er okkur sagt að norskar herþotur muni gegna mikilvægu hlutverki við að fylgjast með stórum olí­uflutningaskipum við Ísland. Þetta dellumakerí­ munu menn getað endurtekið út í­ hið óendanlega, því­ lí­klega mun enginn fjölmiðlamaður nenna að grafast fyrir um það hvort nokkur dæmi séu um það á jarðarkúlunni að herþotum sé haldið úti við almennt siglingaeftirlit. Það yrði í­ það minnsta dýrasta eftirlit sem sögur fara af.

# # # # # # # # # # # # # #

Ólí­na – sem er öll að hressast af gubbupestinni – fékk Skólann hans Barbapabba í­ afmælisgjöf. Nú er bókin lesin kvölds og morgna. Barnið er alveg með það á hreinu hver sé hetja bókarinnar – það er Barbaví­s. Ég fagna því­, enda gott að Ólí­na velji sér góða fyrirmynd – ví­sdómskonuna Barbaví­s sem liggur í­ bókum og leysir flókin algebrudæmi, en ekki t.d. Barbafí­n sem er pjattrófa eða kraftedjótið Barbaþór.

Lí­klega skýrist þetta val þó af því­ að Barbaví­s er appelsí­nugul. Appelsí­nugulur er uppáhaldsliturinn.

# # # # # # # # # # # # #

Það verður ljóst seinnipartinn hversu mörg framboð verða í­ kosningunum eftir hálfan mánuð. Helsta spurningin er hvort og þá hversu ví­ða Baráttusamtökin ná að bjóða fram. Sumir spá því­ að þau komi hvergi fram lista. Ég hef meiri trú á seiglu roskinna þýskukennara og spái framboðum í­ 3 kjördæmum. Býður einhver betur?

# # # # # # # # # # # # #

Ég minni á að eftir viðtalið við Udo Erasmus í­ Kastljósi – þar sem hinn „heimsfrægi næringarfræðingur“ leysti í­ framhjáhlaupi gátuna á bak við MS-sjúkdóminn – var boðað að á næstunni yrði áfram rætt um kenningar varðandi samspil heilsu og mataræðis. Ekkert bólar hins vegar á þessari umfjöllun. Hvenær verður rætt við taugasérfræðing um þessi miklu fræði – eða vill Kastljósið ekki gera mikið úr því­ að hafa fengið loddara í­ þáttinn?

Megi Moggabloggið verða nýaldarví­sindum að bráð.