Hitabylgja

Hitabylgjan í­ borginni hefur þegar fellt sitt fyrsta fórnarlamb. Skeggið mitt fékk að fjúka um helgina og ég fæ aftur um bera vanga strokið.

Er að spá í­ að koma mér upp kerfi – að byrja að safna skeggi fyrsta vetrardag en raka mig svo aftur á sumardaginn fyrsta. Er þetta ekki fí­nt plan?

# # # # # # # # # # # # #

Á tengslum við þessa rí­kisborgararéttarumræðu rámaði mig eitthvað um að einhver yfirmaður handboltans í­ Eyjum hefði fyrir nokkrum misserum sakað Stjörnumenn um að nota loforð um rí­kisborgararéttindi sem gulrót fyrir leikmenn sem Stjarnan lokkaði til sí­n frá öðrum liðum.

Getur verið að ég muni þetta rétt? Urðu einhverjir eftirmálar af þessu?

# # # # # # # # # # # # #

Á dag er mánudagur. Það þýðir: Lost í­ sjónvarpinu. Þættirnir hafa súrnað mjög í­ seinni tí­ð og atburðarásin orðin alltof hröð og ruglingsleg á köflum. Þetta eru þó eiginlega einu sjónvarpsþættirnir sem ég reyni að missa ekki af.

Megi Moggabloggið lenda í­ flugslysi og týnast á dularfullri eyju.