Það sést á Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar að það er kosningaár. Á miðju blaðsins er kort sem sýnir verkefni almanaksársins og þar er margt spennandi í gangi. Ég rek augun í að það virðist vera ætlunin að leggja bundið slitlag á veginn um Þvottár- og Hvalnesskriður. Það hélt ég að yrði óyfirstíganleg hindrun nema með jarðgöngum, enda …
Monthly Archives: apríl 2007
Pakki í póstinum
Hr. Amazon í Bretlandi er búinn að gjaldfæra á VISA-kortið mitt, sem hlýtur að þýða að það sé pakki á leiðinni til mín. Það er skemmtilegt, ekki hvað síst vegna þess að þetta er eitthvað sem ég pantaði fyrir óralöngu í hálfgerðu bríaríi og er væntanlega furðulegur samtíningur. Þar sem ég bað um að sendingin …
Litla stjórnmálagetraunin
Magnús Þorkell Bernharðsson er kunnur sagnfræðingur og sérfræðingur um málefni íraks. Færri vita líklega að hann hefur setið á framboðslista fyrir kosningar hér á Íslandi. Nú er spurt: fyrir hvaða flokk (1 stig) hvaða ár (2 stig) og hvar var hann í framboði (3 stig)?
Gestur hinn lævísi
Hann er merkilegur molinn í Fréttablaðinu í morgun, þar sem rifjuð eru upp gömul skrif Össurar Skarphéðinssonar um mögulega íbúakosningu í Hafnarfirði um álversstækkun. Á gær skrifaði Össur pistilinn „íbúalýðræði er skilgetið afkvæmi Samfylkingarinnar“ – sem er reyndar dásamlega oflátungsleg fyrirsögn. Á greininni hælir Össur Lúðvíki Geirssyni á hvert reipi og lætur að því liggja …
B5
Við Steinunn fórum í fyrsta sinn á B5 í Bankastræti til að borða hádegismat (af því að kjallarinn í Ostabúðinni var fullur). B5 hefur fengið ágætis dóma og ljóst er að einhver innanhússarkitektinn hefur haft vel upp úr því þegar staðurinn var standsettur. Maturinn var fínn og sjálfsagt að mæla með honum. Um drykkjarföngin gildir …
Svikahrapparnir sjöhundruð
Það var boðið upp á margar furðulegar fréttir í dag, sem vera ber. Sú skringilegasta var þó ekki gabbfrétt, heldur sá uppsláttur að stuðningsmenn álversins segist hafa „rökstuddan grun“ um að 700 andstæðingar hafi flutt lögheimili sitt í Hafnarfjörðinn og þannig ráðið úrslitum. Þessu var svo slegið upp í öllum helstu fjölmiðlum – það eru …