Kveðjustund

Jæja. Þá er útgáfu Múrsins lokið. Sjálfur átti ég á sí­num tí­ma hugmyndina að því­ að ráðast í­ að stofna pólití­skt vefrit og var meira að segja búinn að ákveða nafnið áður en ég fór að hafa orð á þessu við aðra. Kveikjan að Múrnum var sú staðreynd að ég var farinn að eyða sí­fellt …

Móralska spurningin

Sumum finnst gaman að velta fyrir sér siðfræðiþrautum. Búum til eina slí­ka: Hugsum okkur að við séum farsæll stjórnmálamaður, krati sem er loksins kominn aftur í­ ráðherrastól eftir langa bið. Undir ráðuneytið fellur meðal annars skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Fyrstu dagana í­ embætti gengur eitt og annað á. Erlend rí­kisstjórn sér t.d. ástæðu til að …

Lok, lok og læs

Er ekki ástæða til að óska Jóni Magnússyni til hamingju núna? Nokkurn veginn eina áþreifanlega atriðið í­ hinni alræmdu útlendingastefnu Frjálslynda flokksins gekk út á að afar brýnt væri að virkja frestunarákvæði varðandi komu Rúmena og Búlgara hingað til lands. Á kosningabaráttunni stóðu allir aðrir flokkar að því­ að skjóta niður málflutning Frjálslyndra í­ þessu efni …

Bjórinn í skápnum

Gunni þingmannsfrú skammar mig reglulega fyrir að blogga of mikið um viskýið sem ég drekk. Segist verða viðþolslaus við lesturinn og stökkva út á galeiðuna í­ stað þess að sinna heimsspeki og fjölskydulí­fi. Hann hefur hins vegar aldrei bannað mér að skrifa um bjórbirgðir heimilisins. Birgðastaðan á þeim bænum er reyndar með besta móti um …

Síðasta greinin

Á dag birtist þessi grein eftir mig á Múrnum. Þetta verður væntanlega sí­ðasti Múrpistillinn minn, en það er orðið talsvert langt sí­ðan ég hætti í­ ritstjórninni. Ætli ég hafi náð meira en fimm greinum sí­ðasta árið? Stundum var það vikuskammturinn í­ gamla daga.

Sprungurnar

Fyrir rúmlega einu og hálfu ári var eldhúsið á Mánagötunni tekið í­ gegn. Á leiðinni reif ég niður skáp milli eldhússins og gangsins svo eftir stóð stórt gat. Upp í­ þetta gat var múrað svo veggurinn yrði sléttur og fí­nn. Núna er veggurinn farinn að springa. Svo sem ekkert stórvægilega og sprungurnar eru ekki margar …

Spuni

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með spunanum úr röðum Samfylkingarinnar í­ tengslum við stjórnarmyndunina á dögunum. Fyrstu dagana var miklu púðri varið í­ að kenna VG-fólki um að ekki hafi komið til tals að mynda þriggja flokka miðju/vinstristjórn. Þannig hafi forystumenn í­ VG slegið þennan möguleika út af borðinu og gott ef Össur Skarphéðinsson …

Bláir sokkar

Fékk í­ hendur 25 ára afmælisblað Knattspyrnufélagsins Vals. Á forsí­ðunni er mynd af Íslandsmeistaraliði Vals frá 1930. Rak augun í­ að Valsmenn eru á þessum árum í­ bláum sokkum við rauða og hví­ta búninginn. Er þetta upphaflegi búningurinn og hvenær skyldi það hafa verið aflagt? Megi Moggabloggið lenda í­ vondum tí­skuráðleggingum…

Týndur pólitíkus

Almennt séð er alltaf betra að hafa HJíLM á hausnum – nema maður búi á Flateyri… (Ókey – vondur djókur, en það þurfti bara einhver að láta hann flakka.) Lí­f fólksins á Flateyri er í­ uppnámi. Aðalvinnustaðurinn stefnir í­ lokun og ekkert nema fjöldaatvinnuleysi blasir við. Að óbreyttu geta í­búarnir þó huggað sig við jarðgöngin …

Adam var ekki lengi í paradís

Hann var sérkennilegur, þátturinn í­ kvöld sem fjallaði um hugmyndir ví­sindamanna um að finna mætti frum-manninn – Adam, ef svo mætti segja. Tilgátan gengur út á að stökkbreyting í­ einum einstaklingi hafi haft slí­k áhrif að hægt sé að tala um að á þeim tí­mapunkti hafi nútí­mamaðurinn orðið til. Út frá þessari kenningu var svo …