Jarðfræði sem bragð er að

Um daginn fékk ég bráðskemmtilegt rit að gjöf. Það fjallar um jarðsögu Skotlands. Frásögnin er tengd við viskýframleiðslu. Þannig er jarðmyndunum tiltekinna svæða lýst og útskýrt hvernig þær hafi áhrif á bragð tiltekinna viskýtegunda. Þetta er snilldarhugmynd. Sé samt ekki í­ fljótu bragði hvernig samsvarandi í­slensk bók gæti verið.

En úr því­ að rætt er um viský…
# # # # # # # # # # # # #

Eftirlætis viskýið mitt er Ardbeg frá Islay. Það er ekki allra. Islay-viskýin hafa lí­klega rammasta móbragð allra slí­kra drykkja og Ardbeg hefur löngum stært sig af því­ að hafa mesta mókeiminn. Reyndar er það mjög í­ tí­sku í­ viskýbransanum um þessar mundir að nota ótæpilega af mó. (Skyldu þeir ekki verða uppiskroppa með hann bráðum?)

Standard Ardbeginn er tí­u ára. Þær flöskur sem maður kaupir í­ dag af tí­u ára-drykknum eru hins vegar orðnar harlagamlar. Brugghúsið hætti nefnilega starfsemi árið 1981 og hefur verið að selja gamla lagera upp frá því­.

1997 hófst bruggun að nýju. Það þýðir að fyrsti nýi árgangurinn af 10 ára viskýi kemst á markað 2008.
Hinir nýju eigendur voru fljótir að átta sig á því­ að nýta mætti eftirvæntinguna sem þetta skapaði í­ auglýsinga- og markaðsskyni. írið 2004 var byrjað að selja Ardbeg Very Young (ég á eina í­ skápnum), sem var ungur ruddi og ódrekkandi nema í­ vatni – en bragðið var samt ótví­rætt Ardbeg. Á fyrra var átta ára Ardbeg sett á markað undir heitinu „Ardbeg Still Young“.

Nú sé ég að byrjað er að selja  í­ takmörkuðu upplagið „Ardbeg Almost There“, ní­u ára gamlan drykk… Ekki myndi maður slá hendinni á móti slí­kri flösku.

Á ljósi þessa má búast við að Ardbeg verði markaðsett af fullum krafti á næsta ári – sem gefur vonir um að því­ skoli í­ hillurnar hér í­ íTVR. Þar sem Ardbeg er í­ eigu Glenmorangie, ætti umboðsaðilinn fyrir þá tegund að vera með Ardbeg á sí­num snærum. Gaman væri að vita hvaða aðili það er – en það myndi ég væntanlega geta fundið út ef vefur íTVR væri ekki að mestu óvirkur fram í­ júní­ þegar einhver kerfisuppfærsla verður búin. Urr…

Og nei – ég er ekki að drekka Ardbeg með þessari færslu. Andinn í­ glasinu er Bunnahabhain.

# # # # # # # # # # # # #

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar komu í­ dag. Fullt af flottum kortum af fyrirhuguðum hringtorgum hér og þar um landið.

Megi Moggabloggið lenda undir veghefli.

Join the Conversation

No comments

 1. Hef ekki smakkað uppáhaldið þitt, en tel fullví­st að Laphroaig frá Islay myndi falla í­ góðan jarðveg.

  Sagan segir að viskí­inu hafi verið komið inn í­ Bandarí­kin sem sótthreinsi á bannárunum, því­ lyktin var slí­k að enginn trúði að drekkandi væri.

  En bragðið er sérlega gott.

  Ég hef það eftir vefsí­ðu drykksins (http://www.laphroaig.com) að skandinavar hafi einmitt verði fyrstir til að gleypa við bragðinu þegar alþjóðleg dreifing hófst 🙂

 2. Laphroaig er að sjálfsögðu á topp fimm til sex, sem og Lagavullin. Þessi þrjú brugghús eru í­ stuttu röltfæri hvert við annað.

 3. Nú spyr ég þig frændi…

  Hvaða heiðursmaður drakk alltaf Loch Lomond og hefur þú drukkið þann skramba?

 4. Best að skjóta því­ hér inn að ég fjárfesti í­ uppáhaldinu þí­nu í­ kvöld, rétt tæpum tveim árum eftir meðmælin. Hef alltaf haft þetta bakvið eyrað og ósjaldan verið tví­stí­gandi í­ ví­ngangi Tesco.

  Harla gott, en dálí­tið dýrt.

  Ekki ósvipað Laphroaig en töluvert mildara bragð.

  Er mjög sáttur við kaupin og þakka fyrir mig.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *