Tópasinn kvaddur

Jæja, það er ljóst eftir daginn í­ dag að maður er hættur að éta Tópas.

Nákvæmlega hvernig kynningarstjóri sælgætisfyrirtækisins gat talið það vöru sinni til hagsbóta að ráða fólk til að trufla kröfugöngu verkalýðsfélaganna á 1. maí­ er nokkuð sem ég mun aldrei skilja.

Iss, Ópal er hvort sem er miklu betra nammi.

# # # # # # # # # # # # #

ígæt vinkona leit við í­ dag og færði mér viský-flösku að gjöf. Og það enga smáræðis flösku… Highland Park 25 ára! Þetta er hiklaust gullmolinn í­ viskýskápnum.

Við Steinunn dreyptum á veigunum í­ tilefni dagsins – og þetta er magnaður drykkur.

Það sem gefandinn er ágætur Moggabloggari, ætla ég að sleppa Moggabloggsbölbæninni að þessu sinni.

Join the Conversation

No comments

  1. Verður að fara að hætta að skrifa svona um viský; maður hálf froðufellir vegna löngunar.

  2. Það er reyndar annar ókostur við þetta að Nói Sí­rí­us selur ví­st Tópas og þótt ég glaður vildi skipta við annað fyrirtæki þá eru þeir iðullega með besta súkkulaðið til matargerðar og það fjölbreyttasta til neyslu.

    Glaður mun ég hins vegar sleppa tópas ævilangt eftir þessa vitleysu.

  3. Þetta hefði ég ekki haldið um þig, að Moggabloggið gæti keypt sér grið! Ekki að ég lái þér það. Fyrir 25 ára Highland Park væru mí­nar hugsjónir falar lí­ka.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *