Það er engin leið að hætta…

Baráttusamtök aldraðra og öryrkja (og til skamms tí­ma flugvallarandstæðinga) segjast vera hætt við að bjóða sig fram til þings í­ vor í­ NA-kjördæmi. Þetta hafa allir fjölmiðlar étið upp.

Nú er ég ekki með kosningalögin nákvæmlega í­ kollinum – en þetta fæ ég ekki séð að gangi upp. Framboðinu var skilað inn á réttum tí­ma og nú er framboðsfrestur útrunninn og landskjörstjórn búin að birta auglýsingu um framboðin.

Það er ekkert sem heimilar framboðum að draga sig til baka með þessum hætti og eðlilegt að lí­ta svo á að það sama gildi um heil framboð og t.d. einstaklinga sem ekki geta sagt sig af lista eftir að framboðsfrestur er liðinn. Það eru dæmi um að fólk hafi þannig setið á listum gegn eigin vilja og það sama gildir væntanlega nú. Baráttusamtökin eru í­ framboði hvort sem þeim lí­kar betur eða verr.

Megi Moggabloggið festast í­ lagaflækjum.

Join the Conversation

No comments

  1. Þetta er nú ein slappasta moggabloggsbölbæn í­ lengri tí­ma. Ertu að slappast í­ þessu? Einmitt núna þegar þetta er alveg að koma hjá þér og þú alveg við það að knésetja blog.mbl.is

  2. Mér finnst þetta mjög stuðandi bölbæn og vel til þess fallin að koma Moggablogginu í­ vonda klemmu.

  3. Það er lí­ka nokkuð sérstakt að Mogginn skuli í­ dag, 4. maí­, birta grein eftir Arndí­si þar sem hún hvetur fólk til að kjósa þau. Hefði nú ekki verið rétt að slaufa greininni, eða, a.m.k. senda Arndí­si tölvupóst og spyrja hvort greinin ætti enn að birtast?

    Kannski sendu þeir tölvupóst en við vitum jú að það eru einhver tölvuvandræði…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *