Kosninganótt

Það er kosninganótt á Mánagötunni. Sit við tölvuna og reyni að fylgjast með skosku kosningunum í­ gegnum netið. Þær gætu orðið sögulegar ef SNP nær góðum árangri.

Kl. 23:40 eru engar tölur komnar (Bretarnir birta aldrei annað en lokatölur úr hverju kjördæmi), en helstu tí­ðindin eru þau að óður maður með golfkylfu hafi ráðist inn á talningarstað í­ Edinborg.

Megi Moggabloggið fá heimsókna frá þessum náunga.

Join the Conversation

No comments

  1. Ég get lánað þér sjöjárnið úr gamla settinu mí­nu ef þú hefur áhuga.

  2. Spennandi að horfa á SNP-þingmennina velta inn. Ég sé lí­ka að Plaid Cymru er á góðri siglingu og meira að segja Mebyon Kernow, örverpið í­ fjölskyldunni, er í­ sókn.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *