Ósýnilegasti frambjóðandinn?

Hver skyldi vera ósýnilegasti frambjóðandi kosningabaráttunnar? Vel að merkja, þá á ég ekki við e-a kandí­data neðarlega af listum og heldur ekki þingmenn sem voru lí­tið í­ sviðsljósinu fyrir. Þannig eru það ekki sérstök tí­ðindi að Einar Már Sigurðsson, Þurí­ður Bachman eða Kjartan Ólafsson séu lí­tið í­ spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna eða á flettiskiltum á Sæbrautinni. En hvað með fólkið sem hefur áður verið áberandi eða sem ætla mátti að yrði í­ framvarðasveitinni en sést ekki í­ fjölmiðlum eða auglýsingum?

Nokkur nöfn koma strax upp í­ hugann:

* Guðfinna S. Bjarnadóttir var kynnt til sögunnar sem nýstirni í­slenskra stjórnmála eftir prófkjör í­haldsins. Hvar er hún núna?

* Konurnar sem röðuðu sér í­ og við baráttusætin hjá Sjálfstæðisflokknum í­ borginni – Sigrí­ður Andersen, Dögg Pálsdóttir…

* Allir frambjóðendur Íslandshreyfingarinnar aðrir en Ómar, Margrét og ísta Þorleifsdóttir. Er Jakob Frí­mann ekki á landinu?

* Efstu þrjú sætin hjá Samfylkingunni í­ SV-kjördæmi, sérstakega Þórunn Sveinbjarnardóttir. Er ekki frá því­ að fjórða og fimmta sætið – sem þó eiga hverfandi möguleika á kjöri – séu meira áberandi en þessi þrjú.

* Róbert Marshall var allt í­ öllu í­ kringum prófkjörið á Suðurlandinu og tí­ður gestur í­ sjónvarpi. Hvar er hann núna?

* Allir aðrir 2.sætisframbjóðendur Framsóknar en Bjarni Harðarson og flettiskiltakóngurinn Samúel Örn.

Fleiri uppástungur? Hvern velja lesendur sem ósýnilegasta frambjóðandann? Svarið í­ athugasemdakerfið.

Megi Moggabloggið verða 8. þingmaður Suðurkjördæmis netheima.

Join the Conversation

No comments

 1. Það er auðvelt að svara því­, Guðjón Ólafur Jónsson hefur verið í­ hvarfi og sérstaklega ósýnilegur undanfarna daga.

 2. Auðvitað írni Johnsen. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki einu sinn hafa hann á dreifildinum sem sýna efstu frambjóðendur.

 3. konurnar í­ 2 og 3 sæti hjá vg hér í­ nv landi. Jón bjarna er í­ öllum þáttum gaggandi en þær aldrei. nr 2 verður eflaust þingmaður.

 4. Ég mundi segja Helgi Hjörvar. Eftir fí­na út komu úr prófkjöri er ljóst að hann er framtí­ðarforystumaður fyrir flokkinn. Af einhverjum ástæðum sést hann hins vegar ekki neitt og fær ekki að vera með þegar efstu frambjóðendur kjördæmisins dilla sér.

  ígúst Ólafur hefur heldur ekki sést mikið, sérstaklega þegar haft er í­ huga að hann er varaformaður.

 5. Ekki verður Einar már neitt sár yfir því­ að sjást lí­tið en hann verður sár yfir því­ að vera ekki feðraður Sigurðarson.

  Svo samhryggist ég með Luton — ekki einu sinni kraftaverk getur bjargað Leeds þannig að það er bara 2. deildin í­ haust fyrir bæði lið.

 6. Það er náttúrlega alveg glatað að þú sért slí­kur heiðursliðsmaður VG að þú tí­nir ekki til eigin ósýninga (nýyrði yfir no-shows).

 7. Tek undir með Kolbeini, Helgi Hjörvar. Sem er óskiljanlegt. Kannski of góður. Jakob hlýtur að vera á landinu, hann á að mæta á fund á laugardaginn sem óhugsandi er að hann sleppi…

 8. Ég hef ekki mikið heyrt eða séð af Atla Gí­slasyni hjá VG í­ suðrinu, ef frá er talin þátttaka í­ oddvitafundi Stöðvar 2 í­ kjördæminu.

  Kannski er allt þetta fólk sem við verðum ekki vör við á landsví­su að þramma um kjördæmin og kynnast kjósendum.

 9. Hvar er Björn Bjarnason? Hef ekki séð hann sí­ðan hann tók þátt í­ 1. aprí­l gabbinu ágæta.

 10. Jón Bjarnason og Gunnar Svavarsson skipta á milli sí­n mí­nu atkvæði.

 11. Kjánar. Þið sjáið skiljanlega ekki frambjóðendur sem eru að þamba kaffi á vinnustöðum með hærra póstnúmer en 220. Hvað er að því­ að setja fólk á sjónvarpsfundi sem er mest þjálfað í­ þessháttar? Sbr. Jón Bjarnason.

  Annars fær írni Johnsen atkvæði mitt (þetta verður í­ fyrsta og sí­ðasta skiptið sem ég kýs hann) og ég vona að Þykkvabæjarálfarnir láti hann hverfa fyrir fullt og allt!

 12. Þar sem ég vinn í­ Norðvesturkjördæmi get ég staðfest að Jón Bjarnason er mjög sýnilegur hér. Raunar svo sýnilegur að mörgum þykir nóg um og vildu kannski sjá meira til frambjóðands í­ öðru sæti sem á raunhæfa möguleika á að komast á þing en er lí­tt þekkt. Eins er Atli Gí­slason prýðilega sýnilegur í­ Suðurkjördæmi.

 13. Klárlega írni Þór Sigurðsson. Ég hugsa að Katrí­n Jakobsdóttir feli hann innbundinn í­ e-h orðabókinni sinni fram yfir kosningar.

 14. Björn Bjarna var á sjúkrahúsi sí­ðast þegar ég vissi. Annars verður að segjast að kosningabaráttan er frekar slök og ef frá eru taldar svona helstu hákarlar flokkanna þá er lí­tið um að frambjóðendur séu sýnilegir.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *