Mánudagskvöldið

Plögg:

Á hugum sumra eru stjórnmál eins konar borðspil, lí­kt og Matador (sem því­ miður nefnist Monopoly í­ nýjustu útgáfum). Fáir hafa þó gengið jafnlangt í­ þessu efni og útgefendur “Kjördæmaspilsins” frá árinu 1959. Það ár var í­ fyrsta sinn kosið eftir nýrri kjördæmaskipan og gátu spilafí­knir stjórnmálaáhugamenn tekið forskot á sæluna með hjálp þessa – tja, óvenjulega borðspils.

Ekki er með góðu móti hægt að kalla Kjördæmaspilið skemmtilegt spil. Ef það væri sjónvarpsmynd, yrði hún væntanlega sögð â€œí­ léttum dúr”.

Loksins fær Kjördæmaspilið uppreisn æru, því­ mánudagskvöldið 7. maí­ kl. 20 verður efnt til pólití­sks spilakvölds í­ húsnæði Vinstri grænna í­ Suðurgötu. Valdir hafa verið fyrirliðar (þinglóðsar) fyrir hvern gömlu fjórflokkanna og geta gestir og gangandi skipað sér í­ sveit með þeim. Meðan á spilamennsku stendur munu fyrirliðarnir sjá um stjórnmálaskýringar í­ anda sjötta áratugarins. Þeir eru:

írmann Jakobsson: Framsóknarflokki

Björn Reynir Halldórsson: Sjálfstæðisflokki

Stefán Pálsson: Alþýðuflokki

Sverrir Jakobsson: Alþýðubandalagi

Heitt á könnunni. Allir velkomnir.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag kvöddum við Luton-menn næstefstudeild með stórum skelli. Við náðum þó ekki að tryggja okkur trésleifina – því­ Leeds lenti í­ greiðslustöðvun og tók því­ á sig stigafrádrátt upp á 10 stig.

Jæja, Luton-Leeds verður greinilega stórleikur næsta tí­mabils…

# # # # # # # # # # # # #

Á morgun fór ég í­ fótbolta með vöskum hópi Akureyringa. Meðal mótherjanna var frægur júdókappi og höfundur skemmtiefnis fyrir sjónvarp. Hann er tröll að burðum.

Nú get ég amk stært mig af því­ að hafa farið í­ tæklingu við frægan í­þróttagarp og sloppið úr henni óbrotinn.

Megi Venni páer lumbra á Moggablogginu.

Join the Conversation

No comments

  1. Nú verður amma þí­n ekki ánægð með þig! Þú veist hvaða álit hún hefur á krötunum! Vonandi fréttir hún ekki af þessu!

  2. Stjórnmál og pönk mætast á Stúdentakjallaranum þriðjudagskvöldið 8. maí­. Pönkið verður í­ botni og inn á milli laga fá frambjóðendur að gera stykkin sí­n á sviðinu og fremja brjálað paunk með Vafasöm sí­ðmótun ef þeir hafa hreðjar í­ það! Pönkbattl milli flokka í­ Stúdentakjallaranum á morgun klukkan 20:00 Þjóðþekktir frambjóðendur hafa þegar boðað komu sí­na, m.a. Ragnheiður Eirí­ksdóttir, Paul Nikolov og Guðjón Ólafur Jónsson! Ekkert kjaftæði! Bara sannleikurinn og paunkið!

  3. Og Sjálfstæðismaðurinn guggnaði bara…

    Eða reyndi að klára smásögur á sí­ðustru metrunum fyrir munnlegt próf í­ dönsku daginn eftir.

    Eða fattaði bara ekki að spilakvöldið hefði verið í­ gær, fyrr en nú.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *