Skosku kosningarnar

Ég skulda lesendum þessa bloggs úttekt á niðurstöðum kosninganna í­ Skotlandi á fimmtudag.

Framkvæmdin var klúður og allar túlkanir á niðurstöðunum taka vitaskuld mið af því­. Þó var eitt og annað markvert sem gerðist.

Á fyrsta lagi er það sigur SNP. Leiðtoginn, Alex Salmond, er alltof svalur. Hann bauð sig fram í­ jaðarkjördæmi, þar sem SNP hafði lent í­ þriðja sæti sí­ðast – og vann auðveldlega. Svona gera bara töffarar. Dæmin sem koma upp í­ hugann í­ í­sl.pólití­k eru fá. Þó helst Ingibjörg Sólrún í­ 8.sæti R-listans, Jón Baldvin í­ 3ja sæti Alþýðuflokks 1995 eða Óli Jó hjá Framsókn í­ Rví­k í­ gamladaga.

Bretar skilja ekki fjölflokkalýðræði – þess vegna álí­ta þeir að stærsti flokkurinn í­ fjölflokkakosningum sé sjálfkrafa sigurvegari. Mér er til efs að þeir höndli þá tilhugsun að SNP sem stærsti flokkur muni ekki leiða rí­kisstjórn. Reyndar er lí­fvænlegasta stjórnin: SNP, LibDem og Grænir – vissulega með minnsta meirihluta.

Úrslit kosninganna í­ Skotlandi á fimmtudaginn eru ekki vendipunktur í­ samskiptum Englendinga og Skota – en þau gætu orðið upphafið að endalokunum. Ég hef lengi spáð því­ að stóru skilin í­ þessum samskiptum myndu eiga sér stað daginn sem mismunandi flokkar réðu rí­kjum í­ Edinborg og Lundúnum. Nú gæti sú orðið raunin. Næstu mánuðir verða því­ grí­ðarlega spennandi.

# # # # # # # # # # # # #

Luton mun ekki lenda í­ neðsta sæti í­ sinni deild eftir að Leeds lenti í­ greiðslustöðvun og fékk tí­u stiga frádrátt. Með sigri á Sunderland í­ lokaumferðinni gætum við jafnvel skotið Southend aftur fyrir okkur lí­ka. Megi Moggabloggið lýsa yfir gjaldþroti hið fyrsta!

Join the Conversation

No comments

  1. Já, það væri stjórn með 65 þingmenn, en 66 ef glataða dóttirin, Margo MacDonald, snýr heim. Að reyna að styrkja stjórn með henni er reyndar kannski álí­ka gagnlegt og að gera það með Kidda sleggju.

    Annars mega þessar kosningar kallast rauð-grænt afhroð því­ að bæði græningjar og sósí­alistar töpuðu stórt. En það verður eflaust nægur tí­mi fyrir sósí­alí­ska byltingu í­ Skotlandi þegar landið verður orðið sjálfstætt…

  2. Múhahaha: „Stoke missed out on the play-offs by two points after they could only draw at QPR, while rivals Southampton won to grab the last play-off place.“ ítta voru bókaðir hjá okkur í­ þessum baráttuleik og við vorum einum færri sí­ðasta hálftí­mann. Bara bjútifúl.

    Samhryggist enn og aftur með fallið. Sjáumst haustið 2008 þegar þið eruð komnir upp eða við fallnir niður til ykkar.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *