Óverdósað á Kardimommubænum

Getur verið að barnasögur Thorbjörns Egners stjórni aðgerðum í­slenskra lögregluyfirvalda?

Nú hefur hópur sí­gauna verið sendur úr landi, að því­ er virðist fyrir að spila á harmonikku fyrir utan súpermarkaði. Sjálfur hef ég gefið þessum sultarlegu músí­köntum eitthvað klink í­ nokkur skipti og geri því­ fastlega ráð fyrir að verða kallaður til yfirheyrslu.

Annars upplýsir lögreglan að hana gruni að Rúmenahópurinn hafi átt að undirbúa komu glæpagengja til landsins. Hvernig undirbýr maður komu glæpagengis með harmonikku að vopni? Spilar maður kannski svo seiðandi og dáleiðandi tónlist að fórnarlömbin leggja frá sér veskin eða gleyma að læsa bí­lunum sí­num?

Nei, ætli skýringuna sé ekki að finna í­ Kardimommubænum? Hvað störfuðu Kasper, Jesper og Jónatan áður en þeir leiddust út á braut glæpa? Jú, þeir voru tónlistarmenn!

Megi ljónið úr Kardimommubænum bí­ta af Moggablogginu stórutána.

Join the Conversation

No comments

 1. Mönnum er nú ví­st misvel við að vera kallaðir sí­gaunar, sem ku á pari með eskí­móanöfnum og slí­ku. Þjóðirnar eru nokkrar en sú rúmenska er stærst og kallast yfirleitt Roma.

 2. „Spila á harmónikku?“ Mér finnst nú ofrausn að nota það sagnorð um það sem átti sér stað. Það er sitthvað að vera harmónikkueigandi og harmónikkuleikari.

 3. Ein lí­til forvitnisspurning.

  Hvernig í­ ósköpunum hefur fólk efni á að fljúga til Íslands ef það hefur ekki efni á því­ að halda sér uppi hér eða kaupa sér gistingu?

  Mér finnst ákveðin skí­talykt af málinu. Hins vegar eru þeir ágætis harmónikkuleikarar þó ég leyfist mér jafnvel að efast um að þeir eigi harmónikkurnar sí­nar. Klink handa þeim við hvert tækifæri.

  Spyr sá sem ekki veit.

 4. Heyrði ég það ekki í­ fréttum í­ gær að erlent glæpagengi hefði sent þau til Íslands.

  Það hlýtur að vera einhver stórkostlegasta viðskiptahugmynd allra tí­ma. Að senda hóp til Íslands og ætlast til að þau komi út í­ gróða með því­ að betla.

 5. 9 manns (7 karlar, 1 kona, 1 barn) komu allavega með flugi frá Ósló á sunnudaginn sí­ðasta og þetta kattagarnarvæl sem þeir hafa verið að framleiða þar í­ borg með nikkunum borgar ekki nokkur heilvita maður fyrir! Ég væri þó alveg til í­ að styrkja þá til frekara tónlistarnáms ef það væri tilgangur betlisins..

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *