Umferðarmenning

Er ég einn um að finnast skrí­tin B&L-útvarpsauglýsingin þar sem Bubbi ræðir um kosti einhvers öflugs smábí­ls sem mig minnir að heiti Hyundai Getz. Þar segir rokkgoðið m.a. í­ langri romsu e-ð á þessa leið: „Þér stafar engin ógn af hjólreiðamönnum.“

Uhh – hvað merkir þetta? Á Bubbi við að hann mun fletja út alla hjólreiðamenn sem þvælast fyrir honum í­ írtúnsbrekkunni? Tilhugsunin er amk. vibbaleg.

Megi Bubbi aka yfir Moggabloggið þvert…

Join the Conversation

No comments

  1. Að aka á hjólreiðamann getur valdið slæmum lakkskemmdum og hefur tilhugsunin um slí­kt eflaust haldið aftur af mörgum bí­lstjóranum þegar freistingin var mikil þá sjaldan sem hann kom auga á slí­kan.

  2. Brillí­ant komment. Já, ég hef oft velt því­ fyrir mér hversu mikið Bubbi ætlar að taka niður um sig með auglýsingum fyrir BogL. Það hlýtur að vera þess virði samt fyrir kallinn að geta rúntað á bimma og rover; og hafa efni á viðhaldinu 🙂

  3. Takk fyrir að benda á þessum orðum Bubba í­ bí­laauglýsingu. Var (sem betur fer) ekki búinn að heyra auglýsingin. Ég hef reyndar velt því­ fyrir mer hvar mörkin liggja eða hvort einhver mörk sé yfirhöfuð varðandi hvað megi segja í­ auglýsingum og hvernig. Sumt af því­ sem er sagt er augljóslega hreinn þvæla. Þá má kannski segja að – hva það áttar nú sér allir á því­ að þetta sé bara bull – en ég get ekki verið sammála. Þegar ósannindi er endurtekin nógu oft verður þetta að sannindi fyrir suma. Sem til dæmis blaða-auglýsing Kaupþings í­ dag um að verkefnið Kolviður breyti útblástrinum í­ góða gróðuhúsalofttegund. Ef ég hélt að það væri til einhvers mundi ég kæra þetta til samkeppnisyfirlitsins umsvifalaust. Og orð Brimborgar um „öruggan stað til að vera á“.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *