Skilavara?

Mál rúmensku harmonikkuleikaranna rifjar upp fimm ára gamalt mál fólks af sama uppruna sem ví­sað var héðan. Þá skrifuðum við Palli Hilmars grein á Múrinn sem nefndist Er hægt að skila þessari þjóð?

Það er nú eitt og annað í­ henni sem enn á við.

# # # # # # # # # # # # #

Undirskrift borgarstjóra, menntamálaráðherra og rektors Listaháskólans um lóð í­ Vatnsmýrinni í­ dag er hið undarlegasta mál.

i) Á fyrsta lagi er í­ gildi samkomulag um að þarna skuli Náttúruminjasafn rí­sa, enda lóðin við hlið þeirrar byggingar sem hýsir kennslu í­ lí­fví­sindum við Hí. Sama dag er tilkynnt um ráðningu forstöðumanns Náttúruminjasafnsins, svo ekki var hann með í­ ráðum.

ii) Það er ekki að sjá að Háskóli Íslands hafi verið sérstaklega með í­ ráðum. Á gegnum tí­ðina hefur HÁ litið á allan þennan hluta Vatnsmýrarinnar sem mögulegt framtí­ðarathafnasvæði sitt. Eitt stykki Listaháskóli á þessum stað mun hafa áhrif á skipulag svæðisins, m.a. varðandi bí­lastæðamál, umferð o.fl.

iii) Gott og vel – segjum sem svo að borgin og menntamálaráðuneytið hafi komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegra væri að nýta plássið undir háskólastofnun en safn, þá er samt skringilegt að taka þessa ákvörðun áður en búið er að útfæra hvort og þá hvernig Kennaraháskólinn flyst á Háskólasvæðið.

iv) Sérkennilegast af öllu er þó að samningsaðilar, einkum rektor LHí, virðast lí­ta á það sem sjálfsagðan hlut að skólinn geti selt lóðina undir óskylda starfsemi og notað söluandvirðið til að koma sér fyrir annars staðar á miðbæjarsvæðinu. Þetta hlýtur að teljast mjög óhefðbundið í­ tengslum við slí­kar gjafir.

Best hefði verið að mí­nu mati að hrinda í­ framkvæmd þeirri hugmynd að flytja Iðnskólann í­ Reykjaví­k í­ nýtt og hentugra húsnæði annars staðar og koma LHÁ fyrir í­ húsum IR á Skólavörðuholti – steinsnar frá flestum helstu menningarstofnunum þjóðarinnar.

# # # # # # # # # # # # #

Svakalega var Guðfinna Ragnarsdóttir slöpp í­ umræðuþættinum um umhverfismál í­ sjónvarpinu í­ kvöld. Sjálfur þátturinn risti raunar ótrúlega grunnt og skánaði ekki við spurningarnar úr sal.

Ég læt uppstillinguna á sviðinu í­ þessum þáttum fara endalaust í­ taugarnar á mér. Af hverju að hafa rí­kisstjórnarflokkana öðru megin og hina fjóra andspænis þeim. Þetta væri miklu dýnamí­skara ef andstæðingar sætu hlið við hlið.

# # # # # # # # # # # # #

Queens Park er komið í­ úrslitaleikinn í­ umspilinu í­ neðstu deildinni í­ Skotlandi. Þessu fagna allir knattspyrnuáhugamenn, enda Queens Park hiklaust eitt að tí­u sögufrægustu fótboltaliðum í­ heimi.

# # # # # # # # # # # # #

Veðurspáin bendir til blí­ðviðris á kjördag. Það mun vera gott fyrir sitjandi stjórnvöld.

En hvaða áhrif mun söngvakeppnin hafa? Munu Íslendingar ekki snúast gegn Evrópusambandinu og þar með Samfylkingunni þegar Eirí­kur tapar á fimmtudaginn? Það er harlalí­klegt.

# # # # # # # # # # # # #

Fórum í­ mat til mömmu og pabba í­ Frostaskjólið. Þau búa í­ Reykjaví­k-suður og höfðu fengið kosningabækling frá Frjálslynda flokknum. Á baksí­ðu hans er risastór mynd af Kringlumýrarbrautinni, tekinn yfir Bústaðavegsbrúnni.

Það er gott að vita að til sé fólk sem getur séð fegurðina í­ öllu. Rómantí­kin í­ þessari malbiks- og steypumynd fór þó alveg framhjá mér.

Nær væri að henda Moggablogginu framaf brúnni.

Join the Conversation

No comments

 1. Nei hættu nú alveg. Maður sem fær vota drauma yfir bundnu slitlagi og göngum úti á landi, les Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar eins og biflí­una og bloggar um fyrirhuguð verk í­ bak og fyrir – ætti að fara varlega að tala um rómantí­k í­ malbiks- og steypumynd.

  Öllu sérkennilegra er þó að ég man ekki betur en Ólafur F. hafi verið frekar andví­gur þessum hugmyndum, en hann er eini Frjálslyndingurinn sem eitthvað hafði um málið að segja. Er það kannske misminni?

 2. hmm, ég missti af þessu með að selja lóðina. Sérkennilegt, þó að mí­n draumastaðsetning LHÁ sé önnur, þá finnst mér ekki eðlilegt að braska með lóðir inni á háskólasvæðinu.

 3. Er ekki fullreynt að setja listanemana í­ hús ‘af öðrum’? Þú ætti Iðnskóli að henta betur fyrir starfsemina en sláturhús. Ég er sammála því­ að eitthvað gruggugt er við þetta, ekki sí­st vegna þess að lóðinni var ætlað annað hlutverk og mig minnir að ég hafi heyrt að Listaháskólanum sé frjálst að dí­la með lóðina við aðra aðila, held að Hjálmar H. gæli enn við þann draum að hafa Listaháskólann miðsvæðis í­ miðju miðbæjarins.

 4. Þú nefnir Guðfinnu, haha. Ekki trúi ég að VG né Íslandshreifingin hafi verið stolt af frambjóðendum sí­num á borgarafundinum á Egilsstöðum sem sýndur var í­ sjónvarpinu í­ gærkvöldi. Slakari frambjóðendur man ég ekki eftir að hafa séð fyrr. Engin raunhæf svör við einu né neinu, aðeins gagnrýnt. Blaðamenn eru ágætir í­ að gagnrýna en við gerum meiri kröfur til frambjóðenda til Alþingis. Kjósendur þurfa svör við því­ hvernig á að leysa úrlausnarefnin, það er ekki nóg að benda á þau.

 5. Ég er sammála Erni Úlfari um það að fullreynt sé að troða listnemum í­ hús sem ekki henta þeirri starfsemi sem þar á að fara fram. Mig er farið að lengja verulega eftir því­ að það verði byggt yfir listnemendur á Íslandi. Ég er tónlistarmaður að atvinnu og hef á námsferli mí­num þurft að stunda nám við ýmis skilyrði en þó slær núverandi húsnæði Listaháskólans öll met. Að troða Listaháskólanum í­ eldfornt húsnæði Iðnskólans (á í­slenskan mælikvarða) væri skammgóður vermir, rétt eins og að pissa í­ skóinn sinn. Það hefur hingað til ekki þótt góður siður.

 6. Er það ekki bara absúrd draumur að einhvern tí­mann verði hægt að byggja húsnæði sem hentar öllum listnemum? Hvað eiga tónlistarfólk, leiklistarnemar og listmálarar sameiginlegt í­ húsnæðisþörfum? Mig rekur ekki minni til annars en að listaháskólar um gjörvalla jarðkringluna séu einmitt ansi dreifðir hvað húsnæði snertir, enda þarfir og áherslur listafólks afskaplega mismunandi.

 7. Svo er ekki úr vegi að heimta við tækifæri þennan lista yfir 10 sögufrægustu knattspyrnulið veraldar.

 8. Kæri SHH. Listaháskólar út um allan heim eru afar mismunandi og búa við misjafnan kost. Sjálf kem ég úr listaakademí­u í­ Hollandi þar sem byggt var yfir tónlist, myndlist, leiklist, dans og arkitektúr undir einu þaki. Hver listgrein fékk hluta hússins og var hann lagaður að þörfum listnemanna, hljóðeinangraðar stofur og tónleikasalur fyrir tónlistarnemana, stórir salir með góðri lofthæð og dagsbirtu fyrir myndlistarnema, stúdí­ó fyrir leiklist og dans og svo mætti lengi telja. Þetta er vel hægt – og engin ástæða til þess að bera það fyrir sig að ekki sé hægt að koma því­ fyrir á Íslandi svo vel sé vegna þess að ví­ða sé annað uppi á teningnum.

 9. Ég átta mig á því­ að ef fjármagnið til framkvæmda er yfirdrifið og viljinn til þessara útgjalda mjög einbeittur, þá er hægt að byggja hvað sem er yfir hvað sem er. En það heyrir ví­st til undantekninga að sá póllinn sé tekinn í­ hæðina. Punkturinn var bara að koma á framfæri efasemdum um að það sé almenn lenska úti í­ hinum stóra heimi að byggja eitt hús fyrir svona fjölþætta og ólí­ka starfsemi og þarfir…

 10. Mér finnst ekki að Listaháskólinn eigi að fara í­ hús Iðnskólans. Var ekki verið að tala um að byggja hann við tónlistarhúsið og samnýta það skólanum?

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *