Close, but no cigar!

Frændi minn Framsóknarmaðurinn, Pétur Gunnarsson, reynir að veita Vinstri grænum aðhald í­ aðdraganda kosninganna – eða öllu heldur – að lumbra á flokknum með öllum tiltækum ráðum.

Stundum slær hann slæm vindhögg…

Tökum t.d. þessa færslu. Þar segir:

VG var í­ dag að kynna frumvarp sem kveður á um að stjórnmálamönnum  verði bannað gera samninga sem fela í­ sér útgjöld fyrir rí­kissjóð sí­ðustu 90 dagana fyrir kosningar. Hefðu þetta verið gildandi lög vorið 1991 hefði Steingrí­mur J. Sigfússon, samgönguráðherra, ekki getað skrifað undir samning um smí­ði á nýjum Herjólfi þremur dögum fyrir alþingiskosningarnar 1991. 

Það hefur kurrað í­ frænda þegar hann sló þetta inn, yfir að hafa nú komið almennilegu höggi á helv. kommana. En betur má ef duga skal.

írið 1991 var búið að samþykkja Herjólf á fjárlögum. Leitað hafði verið tilboða í­ smí­ði skipsins og sérskipuð nefnd mælti með því­ að hagkvæmasta tilboði yrði tekið. Undirskrift ráðherra var því­ formsatriði – lokahnykkur á ferli sem hafist hafði nokkrum árum áður. íhugamenn um sögu skipasmí­ða geta lesið eitt og annað um Herjólfsmálið hérna.

Frumvarpstillagan sem VG kynnti í­ dag er afar athyglisverð. Ég vona þó að ekki hafi aðrir en Pétur frændi misskilið hana á þann veg að bannað væri að greiða úr rí­kissjóði ákveðið margrar vikur fyrir kosningar. Tillagan gengur út á að ráðherrar séu ekki að gera samninga út um allar trissur um mál sem þarf að fá samþykki Alþingis fyrir. Með öðrum orðum: afgreiðsla Steingrí­ms á Herjólfsmálinu hefði einmitt verið hárrétt samkvæmt þessum reglum!

Geta ekki allir verið sammála um að undirritanir af því­ tagi sem við höfum séð sí­ðustu daga og vikur – án nokkurrar vissu fyrir samþykki löggjafans, séu óeðlilegar? Einstakir ráðherrar í­ rí­kisstjórninni eru að skrifa undir samninga fyrir framan blaðaljósmyndara sem eru ekki á nokkurn hátt bindandi fyrir rí­kið – eins og Öryrkjabandalagið komst að fyrir héraðsdómi á dögunum.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag las ég andstyggilega frétt um stöðu vatnsveitumála á hernumdu svæðunum í­ írak. Ég óska ekki einu sinni Moggablogginu að drekka vatnið sem almenningur þar verður oft að gera sér að góðu.

Join the Conversation

No comments

 1. Þetta eru náttúrulega bara auglýsingar á kostnað fólksins í­ landinu þegar ráðherrarnir láta mynda sig við að skrifa undir loforð sem næsta stjórn á sí­ðan að sjá um að uppfylla. Þegar lokatölur koma um auglýsingakostnað flokkana fyrir kosningarnar finnst mér að menn ættu að bæta eðlilegum kostnaði við þessar „ókeypis“ auglýsingar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við þá upphæð sem þeir teljast hafa eytt í­ sjónvarpsauglýsingar. Hlýtur að vera einfalt að tí­mamæla bara myndskeiðin úr fréttatí­munum.

 2. og margfalda með a.m.k. 1,5 því­ fréttatí­minn er mun verðmætari auglýsingatí­mi

 3. Ég held að flestir landsmenn sjái í­ gegnum þessa aðferðafræði, eins og framsóknarmenn eru tilfinnanlega að verða varir við.
  Kannski er fylgni á milli kjörþokka formannsins og kjörfylgi flokksins. Helví­ti slappur kallinn…Maður vorkennir þessum aumingjum sem eru að reyna að berjast fyrir þessa forystu í­ kosningunum. Verja vondan málsstað fram í­ andlátið, með óbragð í­ munninum.

 4. Þeir eru ótrúlega óprúttnir, stjórnmálamennirnir, sem gera samninga rí­kisins (sama hverjir þeir eru) svona sýnilega rétt fyrir kosningar. Steingrí­mur J. er ekki betri en aðrir; „lokahnykkur á ferli sem hafist hafði nokkrum árum áður“… er það tilviljun að skrifað var undir smí­ðasamninginn ÞREMUR dögum fyrir kosningar eftir áralangan undirbúning? Sá yðar er syndlaus er ….

 5. Auðvitað er það ekki tilviljun. Það er vondur plagsiður stjórnmálamanna að reyna að koma því­ þannig fyrir að framkvæmdum ljúki, klippt sé á borða eða boðið upp á nýja þjónustu rétt fyrir kjördag. Um það eru ótalmörg dæmi og vinstrimenn lí­klega ekkert skárri en hægrimenn.

  Hitt er alvarlegra þegar valdhafar skrifa undir samninga sem hafa ekkert gildi án samþykkis Alþingis og vekji þannig falskar vonir hjá hrekklausum kjósendum. Dæmi um slí­ka undirritun er samkomulagið við öryrkja sem undirritað var rétt fyrir sí­ðustu kosningar og svikið strax að þeim loknum. Það er mun alvarlegra mál og verður að stöðva.

  Pétur frændi minn ruglaði hins vegar þessu tvennu saman.

 6. „Sá yðar sem syndlaus er …“ er náttúrulega draumaslagorð rí­kisstjórnarflokkanna.

  Þingmaður X stal peningum skattgreiðenda, en það skiptir ekki máli því­ að þingmaður Y gekk einu sinni á ská yfir götu. Hvorugur syndlaus.

  Ráðherra X skrifar undir viljayfirlýsingu út í­ bláinn daginn fyrir kosningum, en það skiptir ekki máli því­ að ráðherra Y skrifaði undir samninga sem búið var að samþykkja á þingi fyrir kosningar. Hvorugur syndlaus.

  Gallinn við svona viðhorf er að enginn er syndlaus, en þar með er ekki sagt að allar syndir séu jafnar. Smjörklí­puaðferð framsóknarmanna gengur út á að leggja þetta allt að jöfnu svo að enginn taki eftir spillingunni hjá þeim og því­ miður virðist hún virka ágætlega.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *