Deux in machina

Á stjórnmálaumræðunni rétt fyrir kosningar eru menn duglegir við að benda á töfralausnir. Raunar eru flokkar sem ekki geta boðið upp á patent-töfralausnir taldir óábyrgir og með vonda stefnu.

Eitt af þeim lausnarorðum sem hvað oftast var gripið til í­ nýafstaðinni kosningabaráttu eru djúpboranir. Þar er um að ræða hið fullkomna slagorð – tækni, sem mögulega kemur fram á næstu árum og getur breytt öllum forsendum og reddað málunum.

Með djúpborun er átt við tækni sem gæti gert það mögulegt að ná mun meiri orku út úr háhitasvæðum en nú er unnt – og jafnvel margfalda orkuframleiðslu núverandi vinnslusvæða.

Það merkilega við djúpborunar-spilið er að það gagnast báðum fylkingum – þeim sem vilja vinda ofan af stóriðjustefnunni og þeim sem vilja halda henni áfram.

Virkjanaandstæðingarnir flagga djúpborunum sem nýrri og spennandi tækni sem sé handan við hornið. Þannig sé tóm vitleysa að fara í­ nýjar virkjanir sem raski og róti, þegar djúpboranir verði mögulegar rétt bráðum – það sé eins og að kaupa sér grammafón rétt áður en geislaspilarinn kemur á markað.

Stuðningsmenn stóriðjustefnunnar færa sér hins vegar draumsýn djúpborananna í­ nyt. Þeir hafna því­ að skuggalega hátt hlutfall nýtanlegrar orku á Íslandi sé bundin í­ stóriðju – enda muni djúpboranir margfalda framleiðslugetuna og enginn þurfi að hafa áhyggjur. Á sama hátt feli stóriðjuáform um allar sveitir ekki í­ sér hættu á virkja þurfi á viðkvæmum stöðum – enda muni djúpboranirnar góðu sjá um að framleiða orkuna fyrir framtí­ðarverksmiðjurnar.

Gallinn er bara sá að enn er engin vissa fyrir því­ að djúpborunarverkefni munu skila neinum umtalsverðum ábata. Það er fullt af spurningum sem ekki er búið að svara og allt eins lí­klegt að engin slí­k orkuframleiðsla eigi sér stað hér á landi á næstu 20 árum. Samt nota stjórnmálamenn úr öllum flokkum þessa tækni sem rök fyrir sí­num málstað. Kjánalegt.

Megi Moggablogginu verða dýft oní­ djúpborunarholu.

Join the Conversation

No comments

 1. Ég þakka þér kærlega frændi fyrir að hafa lekið því­ yfir í­ fjölskyldu mí­na að ég hafi mætt á kosningavöku VG.

  Fyrir vikið er ég skotspónn ófárra skota bræðra minna og föður!

  Oft má satt kyrrt liggja hehehe

 2. Vanalega útgáfan er held ég „deus ex machina“, ekki „in machina“, en miðað við það hvernig sumir stóriðjumenn tilbiðja vélarnar er þí­n útgáfa um margt meira lýsandi.

 3. Fyrir okkur sem ekki erum latí­nulærð skiptir engu máli hvernig þetta er skrifað. Við skiljum hvort sem er ekki neitt. Hvorug útgáfan er því­ lýsanri fyrir okkur! (Hlytur að tengjast eitthvað „djúpborun“!)

 4. Sammála þér með fasismann.

  En í­ sambandi við lokasetninguna þá minnir mig að Dagur Sigurðarson hafi haft þetta eilí­tið öðruví­si. Ljóð eftir hann minnir mig að hafi heitið: Meðvituð breikkun á raskati. (Ekki rasskati – málfarsfasisminn enn og aftur)

 5. Skil ekki afhverju þú gekkst ekki alla leið og ritaðir „Jeg breiti thessu ikki rasskat“…

 6. Á erlendri túngu er ofta talað um „technological fix“ þegar einhver tæknilausn er sögð leysa stórt og flókið vandamál. Það er verið að ata þeim að okkur stanslaust. Til dæmis kolefnisbinding, í­ gróðri eða í­ steinefni með aðstoð forsetans. Eða lí­fdí­sil eða metan úr sorpi okkar, eða vetni, með aðstoð forsetans. Eða tvinnbí­lar eða … djupboranir.

  Ég er með tillögu um gamla low-tech lausn, eða „appropriate techonology“ sem margir fræðimenn og hugsuðir eru sammála um að hafi margví­slegan jákvæðan ávinning í­ för með sér.
  Reiðhjólið.
  Þetta er að sjálfsögðu ekki eina lausnin, og aukning hjólreiða á kostnað bilferða þarf helst að haldast í­ hendur við stórbættar almenningssamgöngur, og það að mengunarvaldur fari að borga. Til dæmis að vinnustaði hætta að gefa bí­lastæði sem skattfrjáls friðindi, á meðan þeir sem mæta öðruví­si en á bí­l fá ekkert.

  Daglegar hjólreiðar lengir lí­f manna um mörg ár, og bæta heilsu. Minnki likur á að deyja um 40% óháð orsök. (Andersen et al, Arch. intern. med., 2000). Hjólreiðar gera þéttbýli mannvænlegra, með minna háváða, svifryk, og almenn loftmengun. Engin þörf á að kolefnisbinda. (þó þörfin sé rí­k af öðrum orsökum). Norsk virt skýrsla bendi með sterkum rökum á að hjólreiðamaður spari samfélaginu um 300.000 ISK árlega vegna fækkun veikindadaga, lækkuð útgjöld í­ heilbrigðiskerfinu, lækkuð útgjöld í­ bí­lastæði, bensí­n/dí­sil, bætt aðgengi gangandi og hjólandi ofl. Danskar- og aðrar erlendar skýrslur styðja þessu.

  Á skýrslu Paul Higgings frá BNA var reiknað út að ef allir mundu fara að ráðum alþjóða heibrigðisstofnun og hreyfa sér 30 mí­nútur á dag, og gera það sem hluti af sí­num daglegum samgöngum, mundi það spara ansi mikill útblástur. En ekki sí­st, þá yrði sparnaður í­ heilbrigðiskerfinu það mikill að hægt væri að nota þann pening til að skipta út gamalli tækni í­ orkuverum og þess háttar. Þannig væri heildaráhrifin 38% lækkun í­ útblæstri BNA.

  Þar að auki er það sí­ðferðilega skylda okkar að einhverju marki að vera frekar góð fyrirmynd fyrir þriðja heiminum frekar en öfugt. Við viljum ekki að Kí­nverjar fara að nota bí­lar eins og við. Óháð hvort það væru vetnisbí­lar knýðir af sólar- og vindorku. Framleiðsla bí­la kostar það mikið af auðlindum, orkuþörfin væri það mikill og rýmisþörfin sömuleiðis að það gengi ekki upp.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *