Móðganir

Ef ég hefði kosið Íslandshreyfinguna á laugardaginn væri ég núna foxillur.

Á fyrsta lagi vegna þess að flokkurinn náði ekki manni á þing. Það væri þó minnsta málið, enda vissu allir kjósendur Íslandshreyfingarinnar að sú hætta væri fyrir hendi að flokkurinn næði ekki kjöri og að rí­kisstjórnin myndi standa. Þetta var einfaldlega áhætta sem þeir tóku og ekkert meira um það að segja.

Á öðru lagi væri ég reiður út í­ forystufólk VG, Samfylkingar og Frjálslyndaflokksins sem kenna Ómari og Margréti Sverrisdóttur um sigur rí­kisstjórnarinnar (sjá t.d. þessa færslu Össurar Skarphéðinssonar). Þetta er ótrúlega móðgandi framsetning, því­ með þessu er verið að segja að kjósendur Íslandshreyfingarinnar séu fávitar sem hafi verið ruglaðir í­ rí­minu með því­ að bjóða upp á of marga valkosti.

Ef stjórnarandstöðuflokkarnir lí­ta svo á að þeir hafi átt tilkall til þessara þriggja prósenta sem Ísl.hreyfingin fékk, þá eiga þeir að skamma þessa sömu kjósendur fyrir að vera heimskir, ótaktí­skir eða vanþakklátir (ekki það að ég sé að mæla með slí­kum blammeringum). Að skamma forystufólk Íslandshreyfingarinnar er hins vegar tilgangslaust.

Það er dapurlegt að horfa upp á forystufólk VG, Samfylkingar og Frjálslyndra tala um kjósendur Íslandshreyfingarinnar eins og óvita – en hálfu ömurlegra er þó að heyra leiðtoga Íslandshreyfingarinnar segja slí­kt hið sama um sí­na eigin kjósendur.

Málflutningur Ómars Ragnarssonar og Margrétar Sverrisdóttur er raunar með hreinum ólí­kindum. Þau hafa haldið því­ fram í­ ræðu og riti að með framboði sí­nu hafi þau dregið úr sigri Sjálfstæðisflokksins – að öðrum kosti hefði meirihluti kjósendanna nefnilega kosið í­haldið.

Þetta eru makalausar yfirlýsingar í­ ljósi þess að yfirlýst meginmarkmið Íslandshreyfingarinnar var að fella stjórn Sjálfstæðisflokksins. Formaður og varaformaður flokksins eru þar með að segja að meirihluti þess fólks sem kaus þau sé skyni skroppinn – að um hafi verið að ræða „náttúrulega kjósendur“ Sjálfstæðisflokkinn sem tekist hafi að blekkja til fylgist við andstæðinga í­haldsins. Eru þetta boðleg rök? Gefur ekki auga leið að kjósandi sem greiðir atkvæði sitt flokki sem hefur það meginmarkmið að „losna við stóriðjustjórnina“ er tæpast lí­klegur til að lí­ta á aðildarflokka þessarar sömu rí­kisstjórnar sem næstbesta kost?

Ég minnist þess ekki að hafa heyrt forystufólk í­ stjórnmálum tala jafnóvirðulega um eigin kjósendur og formaður og varaformaður Íslandshreyfingarinnar gera nú fáeinum klukkustundum eftir kosningar. Það gefur ekki góðar vonir um að hreyfingin verði lí­fseig.

# # # # # # # # # # # # #

Horfði á KR-inga taka út fyrri árlega tapleik sinn gegn Keflaví­k. Hvernig stendur á því­ að Keflví­kingar eru með svona gott tak á KR? Gaman væri að vita það.

# # # # # # # # # # # # #

Nú hef ég í­ fyrsta sinn farið í­ nýju IKEA-verslunina. Það er nokkuð sem ég óska ekki mí­num versta óvini. Og þó… megi Moggabloggið læsast inn í­ IKEA og villast á milli geisladiskastanda og bastkarfa til eilí­fðarnóns.

Join the Conversation

No comments

  1. Á sí­num tí­ma voru KR-ingar drjúgir við að plokka bestu leikmennina úr Keflaví­k, Ragnar Margeirsson, Gunnar Oddsson og Sigurður Björgvinsson eru dæmi um það og bakaði það KR ingum mikla óvild Suðurnesjamanna – að menn væri ‘keyptir’ með þessum hætti. Held að þetta sé grunnurinn að því­ að Keflví­kingar eiga auðvelt með að gí­ra sig upp gegn KR. Þetta skýrir þó ekki af hverju KR-ingar eru alltaf frekar slappir á móti Keflaví­k.

  2. Ég kaus Íslandshreyfinguna. Ég er ekkert foxill. Mér finnast viðbrögð stjórnarandstöðunnar vera bráðfyndin. Ég horfði á Steingrí­m fnæsandi af bræði út í­ Ómar í­ sjónvarpsþætti og hugsaði með sjálfri mér: „Er þetta maðurinn sem boðar umburðarlyndi og skilning gagnvart útlendingum?“

  3. Ekki varð ég var við að Steingrí­mur J. væri að ráðast sérstaklega á Ómar. Hvað þá að hann væri „fnæsandi af bræði“ eins og í­ lélegri skáldsögu. írásir á hann er ekki sí­ður ómaklegar og hafa raunar verið töluvert umfangsmeiri en það sem Ómar hefur þurft að þola.

    Ég er hins vegar sammála því­ að Íslandshreyfingin átti fullan rétt á að bjóða fram og fólk átti ekki að láta skoðanakannanir fæla sig frá því­ að kjósa flokkinn. Ég hefði hins vegar aldrei gert það sjálfur enda finnst mér ekki vanta enn einn hægriflokk á þing.

  4. Tel það vera meir en hugsanlegt, já sennilegt að til sé töluvert af fólki sem er á móti stóriðjustefnunni, en sem vilja helst ekki kjósa hvorki Samfylkingu né VG. Þrátt fyrir yfirlýsingar Íslandshreyfingarinnar um að þeir vildu fella rí­kisstjórnarinnar. Tilvist XÁ var það „litla“ sem þurfti til að gera annan valkost en XD mögulegan.
    Og Ómar ví­saði í­ könnun sem sýndi að meirihluti kjósendur hans kæmu frá XD. Allt of lí­tið að geta bara vitnaði í­ einni könnun, að ví­su, en mér finnst ekki rökin um að allir kjósendur D setja rí­kisstjórn D fram yfir allt annað vera vel rökstudda. Eins og fram hefur komið, gengu í­ raun allir flokkar óbundnir til kosninga v. stjórnarsamstarfs.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *