Kjördæmatuðið

Óskaplega sér maður mikið af bloggfærslum þar sem kvartað er yfir kjördæmakerfinu. Minna fer fyrir útfærðum tillögum að úrbótum og raunar eru sum umkvörtunarefnin mótsagnakennd.

Þannig hef ég rekist á blogg þar sem kvartað er yfir því­ að kjördæmin séu of stór, að  flokkar fái alltof marga þingmenn í­ einstökum kjördæmum miðað við fylgi (t.d. Samfylkingin í­ Rví­k-norður með 5 þingmenn af 11 út á 28% atkvæða) og að Ómar hafi lent í­ 5% reglunni og ekki fengið tvo menn kjörna!

Allt eru þetta góð og gild sjónarmið – en illsamræmanleg.

Tökum t.d. þetta með Ómar og fimm prósentin. – Nú er þessi regla tekin sem dæmi um samtryggingarnet gömlu flokkanna gegn smáframboðum. Hið rétta er að hún var upphaflega sett inn til að AUíVELDA smáframboðum að komast inn.

íður var gerð krafa um að framboð næðu kjördæmakjörnum manni áður en þau áttu kost á uppbótarmanni. Þar sem Reykjaví­k var eitt kjördæmi, þýddi það í­ raun að þröskuldurinn var u.þ.b. 5,5% atkvæða í­ höfuðborginni. Með skiptingu Reykjaví­kur varð þessi þröskuldur hins vegar miklu hærri og í­ kjölfarið var 5% reglan sett – ekki til að gera litlu flokkunum erfiðara um vik, heldur þvert á móti.

Nú má aftur ræða um réttmæti 5% tölunnar. Af hverju ekki 4%, 6% eða bara ekkert lágmark? Ef landið væri eitt kjördæmi, teldi ég ótví­rætt að enginn þröskuldur ætti að vera. Þá myndi 1,5% flokkur fá einn mann á þing (sem hefði þó ekki dugað Jóni Magnússyni og Nýju afli 2003). Ég myndi lí­ka vilja að 1,5% auðra atkvæða gæfi auðan stól á löggjafarsamkomunni

En þetta er ekki alveg jafnrökrétt í­ kjördæmaskiptu kerfi. Hugsum okkur t.d. stjórnmálaafl sem fengi 1,5% atkvæða – dreift nokkuð jafnt yfir landið. Slí­kur flokkur fengi þá uppbótarmann út á sáralí­tið fylgi. Þar sem fólki er (ranglega) tamt að lí­ta á uppbótarþingmenn eins og hverja aðra þingmenn kjördæmanna er hætt við að komið hefði hljóð úr horni ef t.d. Íslandshreyfingin í­ NV-kjördæmi hefði fengið einn þingmann út á sí­n tæpu tvö prósent en Framsóknarflokkurinn sömuleiðis bara einn út á sí­n tæpu tuttugu.

Frekar en að þrefa um 5%-regluna mætti hverfa aftur til gamla kerfisins – að gera kjördæmakjörinn fulltrúa að skilyrði fyrir uppbótarmönnum, en sameina svo Reykjaví­kurkjördæmin í­ eitt. Kjördæmi með 18-19 kjördæmakjörnum fulltrúum og 3-4 uppbótarmönnum þýddi að þröskuldurinn yrði ekki hár – e.t.v. 4%. Ómar hefði alltaf farið inn með þeim hætti.

En hvernig er það – mun byggðaþróunin verða til þess að breyta þingmannaskipan strax við næstu kosningar? Mig grunar að NV-kjördæmi gæti misst aftur þingmann og farið niður í­ 8 menn. Veit þetta einhver dyggur lesandi – og myndi Reykjaví­k eða SV-kjördæmi hreppa hnossið?

# # # # # # # # # # # # #

Skrúfaði saman eitt stk. IKEA-bókahillu eftir vinnu. Hugmyndin er að reyna að endurheimta gesta/bókaherbergið sem er orðið að risastórri ruslageymslu. E.t.v. fer maður fljótlega að hætta sér þarna inn án þess að hafa rústabjörgunarteymi til taks.

# # # # # # # # # # # # #

Ég var einn af álitsgjöfunum sem tilnefndi Hnakkus sem besta bloggarann. Vonandi verður upphefðin til þess að hann fer að blogga oftar.

Megi Hnakkus buffa Moggabloggið.

Join the Conversation

No comments

 1. Misvægið milli Norðvestur og Suðvestur er 1:1,94 – hefði það orðið 1:2 hefði maður færst yfir. Misvægið er hvergi jafn mikið.

 2. Ok, það þýðir með öðrum orðum að það er óhjákvæmilegt miðað við fólksfjöldaþróun sí­ðustu ára að NV-kjördæmi missi 9. þingmanninn í­ Kragann sem færi þá í­ 13 þingmenn.

  En eru önnur landsbyggðarkjördæmi í­ hættu? Hvert er hlutfallið milli NA- eða Suðukjördæmis annars vegar en Rví­kurkjördæmanna hins vegar?

 3. Morgunblaðið birti í­ vikunni yfirlit yfir misvægið. Að öllu óbreyttu já virðist hætta á að eftir næstu kosningar þá þurfi að færa annan mann frá NV til SV. Þetta sleppur hins vegar nú.
  SV=1,94
  RN=1,70
  RS=1,66
  SU=1,30
  NA=1,19
  NV=1

 4. Þú ert augljóslega smekkmaður Stefán.

  Annað er að segja um lesendur þí­na sem kommenta bara um eitthvað kosningadót þegar hverjum manni ætti að vera ljóst að þessi færsla er um mig.

  p.s. Moggabloggið verður buffað.

 5. NV mun ekki missa mann fyrr en eftir kosningarnar 2011 ef þannig stendur á.
  9. gr. kosningalaganna segir:
  Eftir hverjar alþingiskosningar skal landskjörstjórn reikna út hvort kjósendur á kjörskrá að baki hverju þingsæti, að meðtöldum jöfnunarsætum, séu helmingi færri í­ einu kjördæmi en kjósendur að baki hverju þingsæti í­ einhverju öðru kjördæmi, miðað við kjörskrá í­ nýafstöðnum kosningum.

  Svo er ekki nú og það er bara eftir kosningar sem þetta er reiknað og verður ekki reiknað aftur fyrr en í­ maí­ 2011. Nema lögunum verði breytt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *