Melónur

Starfskona Framsóknarflokksins og frambjóðandi Framsóknar í­ Suðurkjördæmi skrifar færslu á bloggið sitt um hnyttna brandara Framsóknarmanna um Vinstri græn úr nýafstaðinni kosningabaráttu. Gárungarnir láta ekki að sér hæða:

ímsir höfðu í­ flimtingum í­ aðdraganda kosninga að Vinstri græn væru alls ekki græn, heldur rauð. Sumir sögðu að þau væru í­ rauðum nærbrókum innanundir grænum kufli, aðrir sögðu þau vera eins og melónan. Græn að utan, rauð að innan.
Gamli melónubrandarinn er genginn aftur.

Þessi samlí­king er svo sem ekki ný af nálinni. Bandarí­skir hægrimenn hafa lengi notað vatnsmelónulí­kinguna um flokk Græningja vestan hafs – að í­ raun séu þetta allt blóðrauðir bolsar inn við beinið…

Ég man hvenær ég heyrði melónubrandarann fyrst sagðan um VG. Það var fyrir prófkjör Samfylkingarinnar 1999, VG var nýstofnuð og mældist með u.þ.b. 2% fylgi í­ skoðanakönnunum. Ég sat í­ kjörstjórn og þegar framboðsfrestur rann út stefndum við frambjóðendunum öllum saman til fundar til að fara yfir praktí­sk atriði.

Á lok fundarins bað Stefán Jón Hafstein um orðið. Hann var titlaður fjölmiðlaráðgjafi og var fenginn til að leiðbeina frambjóðendahópnum svo prófkjörið myndi gefa sem besta mynd af Samfylkingunni. Stefán Jón ræddi almennt um hvernig ætti að koma fram í­ viðtölum og talaði sérstaklega um að frambjóðendur ættu að forðast að kalla Vinstri græna sí­nu rétta nafni. Þess í­ stað mælti hann með sniðugum uppnefnum, s.s. Talibana. Og svo sagði hann brandarann um melónuflokkinn…

Sumir frambjóðendurnir flissuðu yfir ræðunni. Aðrir voru þöglari – og þegar kom að melónulí­kingunni stirnuðu brosin á fleiri en einu og fleiri en tveimur andlitum. Það voru nefnilega nokkrir í­ hópnum sem höfðu fylgst lengi með alþjóðamálum og þá sérstaklega pólití­kinni í­ Rómönsku Amerí­ku, en hún var vinstrimönnum hugleikin á áttunda og ní­unda áratugnum. Þessir sömu frambjóðendur vissu því­ það sem Stefán Jón og unga Framsóknarkonan vissu ekki – hvaðan melónulí­kingin væri upphaflega komin.

Borgarastyrjöldin í­ El Salvador stóð frá 1979 til 1992. Hægrimenn í­ landinu héldu úti dauðasveitum sem báru ábyrgð á þúsundum morða, umfangsmiklum pyntingum og hryðjuverkum. Dauðasveitirnar nutu beins og óbeins stuðnings Bandarí­kjastjórnar, t.a.m. voru margir af foringjum þeirra þjálfaðir í­ stærsta og öflugasta hryðjuverkaskóla í­ heimi, School of Americas (sem nú hefur reyndar fengið nýtt heiti).

Þótt dauðasveitirnar í­ El Salvador væru e.t.v. ekki svo frábrugðnar svipuðum hópum um ví­ða veröld sem nutu blessunar Vesturlanda í­ meintu strí­ði gegn heimskommúnismanum, urðu þær í­ hugum margra að táknmynd fyrir allt hið versta í­ bandarí­skri utanrí­kispólití­k. Morðið á Óscar Romero, kaþólskum erkibiskup sem hafði ákallað stjórnvöld í­ Washington að hætta hernaðarlegum stuðningi við El Salvador-stjórn, vakti grí­ðarleg viðbrögð og reiði ví­ða um lönd.

Maðurinn sem stjórnaði dauðasveitunum á þeim árum sem flest ódæðisverkin voru framin, hét Roberto D´Aubuiosson. írið 1984 bauð Aubuiosson sig fram til forseta í­ El Salvador og beindi þar meðal annars spjótum sí­num að mótframbjóðanda úr röðum Kristilegra demókrata – sem höfðu grænan sem einkennislit.

Á kosningafundum átti Aubuiosson það til að draga fram vatnsmelónu, lí­kja andstæðingunum við hana, grí­pa svo sveðju og höggva ávöxtinn í­ tvennt… grænn að utan – rauður að innan. Myndmálið gat varla verið skýrara, þar sem frambjóðandinn með blóði drifinn feril stóð með sveðju í­ hönd, útataður í­ rauðum melónuslettum – búinn að slátra tákni andstæðingsins. – Smekklegt eða hitt þó heldur.

Ef þessi uppruni melónubrandarans er hafður í­ huga kemur ekki á óvart þótt einungis hörðustu hægrimennirnir í­ bandarí­skum stjórnmálum grí­pi til hans. Og svo náttúrlega fólk sem ekki er vel að sér í­ stjórnmálasögu sí­ðustu áratuga.

# # # # # # # # # # # # #

Á dag fór ég í­ Eymundsson Austurstræti og bað um barnabókatí­maritið sem Þórdí­s ritstýrir. Ég mundi ómögulega nafnið á blaðinu og afgreiðslufólkið vildi ekki kannast við að hafa nokkru sinni séð þessa útgáfu. Fór því­ bónleiður til búðar.

Hvar er hægt að nálgast eintak?

# # # # # # # # # # # # #

Ef marka má Kastljósið í­ kvöld telur Guðni ígústsson að Framsóknarflokkurinn hafi bara verið í­ góðum gí­r og stefnt í­ fí­nar kosningar þar til DV kom og eyðilagði allt með einu kosningablaði. Dásamlegt – með slí­ku stöðumati er útlit fyrir að flokkurinn þurrkist endanlega út í­ næstu kosningum.

Megi stjórnendur Moggabloggsins smitast af skarpri dómgreind Guðna ígústssonar!

Join the Conversation

No comments

  1. Þessi melónubrandari hefur orðið furðulega langlí­fur um VG miðað við að hann gengur alls ekki upp. Ef til vill eru einhvers staðar í­ heiminum til e-ir furðuflokkar sem kenna sig við grænan lit og umhverfisvernd en halda sósí­alí­skum áherslum vandlega földum undir yfirborðinu – en VG er svo sannarlega ekki slí­kur flokkur. Róttæka vinstri-áherslan er alltaf mjög áberandi – hún er meira að segja sett í­ nafn flokksins og það á undan græna litnum.

  2. Börn og menning er költblað og selt í­ undirheimum. Ég skal stinga eintaki innum lúguna hjá þér með upplýsingum um hvernig hægt er að greiða fyrir. Önnur leið er að gerast áskrifandi, þá færðu eitt ókeypis eintak í­ kaupbæti.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *