Nafngiftir

Sú tilraun Framsóknarmanna og nokkurra flokksfélaga minna að festa nafnið „Baugsstjórnin“ við hina væntanlegu rí­kisstjórn í­halds og krata er dæmt til að mistakast. Fjölmiðlamenn munu ekki þora að nota hugtakið og þar með er það dauðadæmt.

Ég ætla að koma með aðra og lí­fvænlegri uppástungu:

Hvað með að tala um D/S-stjórnina (sem væri þá borið fram Dé-Ess stjórnin)? Þetta myndi ví­sa til listabókstafa flokkanna – en fæli jafnframt í­ sér ví­sun til ákveðins samskiptamynsturs sem væntanlega mun einkenna þessa rí­kisstjórn…

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Þórdí­s var ekkert að drolla. Nýjasta tölublaðið af Börnum og menningu beið mí­n fyrir innan bréfalúguna þegar heim var komið. Er þegar búinn að lesa grein írmanns um Stubb og þótti hún góð.

Megi Moggabloggið fá illt í­ magann og uppáskrift á bragðvonda magamixtúru!