Nafngiftir

Sú tilraun Framsóknarmanna og nokkurra flokksfélaga minna að festa nafnið „Baugsstjórnin“ við hina væntanlegu rí­kisstjórn í­halds og krata er dæmt til að mistakast. Fjölmiðlamenn munu ekki þora að nota hugtakið og þar með er það dauðadæmt.

Ég ætla að koma með aðra og lí­fvænlegri uppástungu:

Hvað með að tala um D/S-stjórnina (sem væri þá borið fram Dé-Ess stjórnin)? Þetta myndi ví­sa til listabókstafa flokkanna – en fæli jafnframt í­ sér ví­sun til ákveðins samskiptamynsturs sem væntanlega mun einkenna þessa rí­kisstjórn…

Jamm.

# # # # # # # # # # # # #

Þórdí­s var ekkert að drolla. Nýjasta tölublaðið af Börnum og menningu beið mí­n fyrir innan bréfalúguna þegar heim var komið. Er þegar búinn að lesa grein írmanns um Stubb og þótti hún góð.

Megi Moggabloggið fá illt í­ magann og uppáskrift á bragðvonda magamixtúru!

Join the Conversation

No comments

 1. Takk.

  Seinasta rí­kisstjórn var ekki kölluð neitt. Ég spái að eins fari fyrir þessari.

  Annars heyrði ég eina konu kalla hana „þetta“. Sem raunar er hálfgert einelti, sbr. fleygan bókartitil.

 2. Verður niðurstaðan af bölbæn kvöldins þá sú að moggabloggið sjái að sér og verði gott við minnimáttar?

 3. Auðvitað „Bónus stjórnin“ vegna afsláttarins sem Samfó kemur til með að veita frá prentaðri stefnuskrá og kosningaloforðum.
  íhaldið hefur allt í­ hönum sér og verslar billigt í­ Bónus.

 4. Gummi Steingrí­ms bendir á nafni Uppstigningarstjórnir. Ekki mjög þjált og brýtur gegn þeirri reglu þessara flokka að nöfn stjórna þeirra byrji á V.

 5. Nafnið á auðvitað að vera í­ eintölu: Uppstigningarstjórnin. Eitthvað virðist þetta komment kerfi hafa eytt hluta ennsins þannig að það leit út eins og err. Hef ekki lent í­ þessu hjá moggablogginu.

 6. Þetta á væntanlega að vera tilbrigði við viðreisn. Því­ að ekki sé ég neina skynsamlega tengingu við himanför Krists. Nema hann sé að ví­sa til þess kraftaverks þegar hann sjálfur og fleiri vonarpeningar Samfylkingarinnar féllu eins og hráviði á kosninganóttina og upp steig Ellert Schram sem allir hugðu pólití­skt dauðan.

 7. Það hefur mikið verið skeggrætt um hver stóri taparinn er í­ þessum kosningum. Fyrir utan framsókn, sem maður þorir varla að tala mikið meira um enda farið að jaðra við einelti, ætli það sé ekki á endanum bara Róbert Marshall. Marshallinn ætlaði að fljúga inn á þing og fleygja sjálfstæðisflokknum úr rí­kisstjórn, veit ekki hversu oft hann sagði þetta, fyrst óbeint þegar hann var ennþá skipstjóri NFS og svo beint eftir að hann hafði sokkið skútunni með tilheyrandi mannfalli.

  Hann náði ekki inn á þing og flokkurinn hans heldur sjálfstæðisflokknum inn í­ rí­kisstjórn…..maður getur ekki tapað mikið stærra?

 8. Nja, ekkert nógu þjált, en gæti vel byrjað á Við eins og margar stjórnir. Viðbit?

 9. Nei þetta er búið, stjórnin ætlar greinilega að láta kalla sig Þingvallastjórnina.

Leave a comment

Skildu eftir svar við íJ Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *