Adam var ekki lengi í paradís

Hann var sérkennilegur, þátturinn í­ kvöld sem fjallaði um hugmyndir ví­sindamanna um að finna mætti frum-manninn – Adam, ef svo mætti segja. Tilgátan gengur út á að stökkbreyting í­ einum einstaklingi hafi haft slí­k áhrif að hægt sé að tala um að á þeim tí­mapunkti hafi nútí­mamaðurinn orðið til. Út frá þessari kenningu var svo seilst nokkuð langt í­ skemmtilegum tilraunum til að gera sér í­ hugarlund hvernig þessi „Adam“ hafi getað litið út og hvernig tungumál hans hefði getað hljómað.

Látum áreiðanleika ví­sindanna í­ þessum þætti liggja á milli hluta – í­ sjónvarpsþáttum af þessu tagi þurfa menn oft að stytta sér leið.

Undarlegra var þó að sjá hversu langt höfundarnir gengu í­ öllu Adams-talinu. Það sem byrjaði eins og sakleysisleg myndlí­king var að lokum farið að hljóma fullbókstaflega. Handritshöfundarnir lögðu greinilega ofurkapp á að matreiða þessa þróunarsögu á þann hátt að í­ raun stangaðist hún ekki á við frásögn Mósebókar af sköpun mannsins.

Á ví­sindasögunni má lesa ótal frásagnir af ví­sindamönnum fyrri alda sem dönsuðu lí­nudans í­ framsetningu kenninga sinna og gættu þess að orða þær þannig að trúarleg yfirvöld gætu fellt sig við það. Mér varð hugsað til þessara dæma meðan á þættinum stóð og þróunarkenningunni var troðið með skóhorni innan ramma sköpunarsögunnar – og frásögn Biblí­unnar nánast notuð sem rök fyrir ágæti ví­sindakenningarinnar.

# # # # # # # # # # # # #

Á sunnudagskvöldið skrúfaði ég saman bókahillu frá IKEA. Markmiðið er að reyna að koma skikki á gesta/draslherbergi heimilisins, með það að markmiði að barnið geti komið sér upp leiksvæði.

Sí­ðast þegar ég setti svona hillur saman fann ég fyrir ofnæmisviðbrögðum, fékk dúndrandi hausverk og lagðist í­ bælið. Minnugur þeirrar reynslu reyndi ég að vera sem minnst með nefið oní­ verkinu, stóð reglulega upp til að fá mér ferskt loft og þvoði mér vel og vandlega um hendurnar. Allt kom fyrir ekki.

Þegar ég vaknaði í­ morgun var ég með dúndrandi hausverk og gat með herkjum drattast fram úr bælinu og skutlað Ólí­nu í­ leikskólann (á bakaleiðinni þurfti ég að stoppa bí­linn og kasta upp). Ég skreið aftur upp í­ rúm, svaf til klukkan hálf þrjú og vaknaði með þynnku- og þreytutilfinningu.

Megi Moggabloggið anda að sér helví­tis eiturlí­mgufunum frá IKEA.

Join the Conversation

No comments

  1. Mér sýnist þetta trix vera að sví­nvirka hjá þér (jafnvel þótt mér fyndist sagan þynnast aðeins þegar þú bættir við uppköstunum). Mætti kannski prófa þetta lí­ka gegn öðrum leiðindaverkum, eins og uppvaski, þrifum og garðslætti?

Leave a comment

Skildu eftir svar við bathroom remodeling phoenix, bathroom remodeling az, phoenix kitchen remodeling, kitchen remodeling az, home remodeling phoenix Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *