Týndur pólitíkus

Almennt séð er alltaf betra að hafa HJíLM á hausnum – nema maður búi á Flateyri…

(Ókey – vondur djókur, en það þurfti bara einhver að láta hann flakka.)

Lí­f fólksins á Flateyri er í­ uppnámi. Aðalvinnustaðurinn stefnir í­ lokun og ekkert nema fjöldaatvinnuleysi blasir við. Að óbreyttu geta í­búarnir þó huggað sig við jarðgöngin til ísafjarðar, án þeirra væru húsin þeirra alveg verðlaus.

Ég hef hlustað á nokkra umræðuþætti í­ útvarpi og sjónvarpi um stöðuna á Flateyri. Einar Oddur hefur vitaskuld verið tekinn tali. Einar Guðfinnsson, Kristinn H. Gunnarsson, Karl V. Matthí­asson og Guðjón Arnar Kristjánsson sömuleiðis. En ég minnist þess ekki að nokkur hafi kallað til Illuga Gunnarsson.

Slí­kt viðtal væri þó þeim mun áhugaverðara í­ ljósi þess að fyrir nokkrum vikum vað Illugi í­ viðtali við Jóhann Hauksson í­ Morgunhananum á Útvarpi Sögu. Hann var spurður talsvert út í­ kvótakerfið og áhrif þess á hinar minni sjávarbyggðir.

Illugi setti á langa tölu um reynslu sí­na frá Flateyri – hvernig menn hefðu hér fyrr á árum krafist sértækra aðgerða fyrir Vestfirði og kveinkað sér undan kerfinu. Með tí­ð og tí­ma hafi menn látið af barlómnum og væri Hjálmur á Flateyri glæsilegt dæmi um það hvernig fyrirtæki sem kynnu að laga sig að umhverfinu gætu dafnað.

Hvar er Illugi núna?

# # # # # # # # # # # # #

Fyrir margt löngu fetti ég fingur út í­ að fólk sem aldrei hefði sest á Alþingi titlaði sig varaþingmenn og nefndi Björn Inga, minn gamla félaga úr sagnfræðinni, sem dæmi um það. Bingi svaraði fyrir sig og benti á að landskjörstjórn hefði sent honum skipunarbréf upp á varaþingmennskuna. Þar með var ég kveðinn í­ kútinn.

Á dag fékk Steinunn svo skipunarbréf upp á að vera 2. varaþingmaður VG í­ Rví­k-norður. Þrátt fyrir skjalið á ég bágt með að éta orð mí­n alveg ofan í­ mig. Einhvern veginn finnst mér það bara vera plat-varaþingmaður sem aldrei sest á þing. Hvernig er það annars með þennan Alþingisvef – hvers vegna er þar ekki að finna æviágrip varaþingmanna sem tekið hafa sæti? Á þessu þarf að vinna! Hér geta 2-3 góðir sagnfræðingar fengið aukapening!

Annars tek ég eftir því­ að landskjörstjórnarmenn hafa allir undirritað skipunarbréfin eigin hendi – væntanlega bæði frumritið í­ skjalasafn þingsins og eintakið sem fulltrúunum er sent. Það eru u.þ.b. 250 undirskriftir á mann!

Megi Moggabloggið fá bæði skrifkrampa og sinaskeiðabólgu.