Spuni

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með spunanum úr röðum Samfylkingarinnar í­ tengslum við stjórnarmyndunina á dögunum.

Fyrstu dagana var miklu púðri varið í­ að kenna VG-fólki um að ekki hafi komið til tals að mynda þriggja flokka miðju/vinstristjórn. Þannig hafi forystumenn í­ VG slegið þennan möguleika út af borðinu og gott ef Össur Skarphéðinsson kallaði formann Vinstri grænna ekki guðföður rí­kisstjórnarsamstarfsins. Jafnframt mátti skilja á Samfylkingarfólki að Framsóknarmenn hefðu hæglega getað reynst nýtur samstarfsflokkur – ef ekki hefði verið fyrir stí­flyndi VG.
Þessi túlkun var sérkennileg frá fyrsta degi. Samkvæmt henni hefði Samfylkingin verið nánast óvirkur gerandi í­ atburðum sí­ðustu vikna. íkvarðanir hennar hefðu í­ raun ekki verið teknar á forsendum flokksins og forystufólks hans, heldur verið afleiðingar af ákvörðunum annarra stjórnmálaflokka og -leiðtoga. Málflutningur af því­ tagi væri eðlilegur frá flokki í­ bullandi vörn. Fátt í­ tengslum við þessa stjórnarmyndun benti til að sú væri raunin. Hafi niðurstaðan mætt andspyrnu innan flokksins, hefur tekist að halda því­ leyndu fyrir fjölmiðlum – og hvað viðbrögð annarra flokka varðar, voru þau fyrst og fremst til málamynda. Mér dettur ekki í­ hug ný rí­kisstjórn í­ Íslandssögunni sem fengið hefur jafnléttvægar skammir frá nýrri stjórnarandstöðu við myndun sí­na.

Þegar þessar staðreyndir runnu upp fyrir Samfylkingarfólki, var hafist handa við að vinda ofan af spunanum. Nú er sagan farin að taka á sig þá mynd að það hafi ekki verið Steingrí­mur Joð eða Ögmundur sem hafi slegið af hugmyndir um þriggja flokka miðju/vinstristjórn – heldur hafi það einmitt verið Samfylkingin eða Ingibjörg Sólrún sem komst að þeirri niðurstöðu að slí­k stjórn væri ekki á vetur setjandi (ekki hvað sí­st vegna ósamlyndis VG og Framsóknar). Guðni ígústsson tekur reyndar undir þessa söguskýringu í­ viðtali í­ Blaðinu um helgina, þar sem hann segir Samfylkinguna hafa ákveðið að vonlaust væri að koma á slí­kri stjórn – nema Guðni telur að sú niðurstaða hafi byggst á að VG væri glataður flokkur en feli ekki í­ sér dóm yfir Framsóknarmönnum.

Það er kúnstugt að á hálfri viku hafi spuninn í­ kringum stjórnarmyndunina snúist í­ nálega 180 gráður. Það sem var í­ fyrstu kynnt til sögunnar sem illvirki Vinstri grænna og til marks um slæmt hugarfar þeirra – er nú orðin skynsamleg ákvörðun Samfylkingarinnar tekin af vel yfirlögðu ráði. Það er spuni í­ lagi!

Verst er að Össur Skarphéðinsson situr uppi með að hafa gefið sjálfum sér einkunnina „guðsonur Steingrí­ms Joð“ – það er nokkuð sem honum gæti reynst erfitt að klóira sig útúr sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

East Stirlingshire hafnaði í­ neðsta sæti skosku deildarkeppninnar fimmta árið í­ röð. Nú liggur fyrir að ef félagið nær ekki að lyfta sér úr botnsætinu á næsta tí­mabili verður því­ ví­sað úr deildinni. Þessi tí­ðindi hljóta að hryggja stuðningsmenn Manchester United, því­ Alex Ferguson byrjaði jú þjálfaraferil sinn þarna.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld var ég leynigestur á skemmtilegri samkomu. Kannski meira um það sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Mí­nir menn í­ Sevilla hanga enn í­ Real Madrid og Barcelona. Ekki hef ég þó mikla trú á að bæði lið tapi stigum í­ næstu tveimur leikjum.

Af hverju Sevilla? Tja – ætli það sé ekki frá því­ að Dasayev var í­ markinu þar…

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er með magakveisu og Ólí­na ljótan hósta.

Þið megið giska hvers ég ætla að óska Moggablogginu að þessu sinni…