Spuni

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með spunanum úr röðum Samfylkingarinnar í­ tengslum við stjórnarmyndunina á dögunum.

Fyrstu dagana var miklu púðri varið í­ að kenna VG-fólki um að ekki hafi komið til tals að mynda þriggja flokka miðju/vinstristjórn. Þannig hafi forystumenn í­ VG slegið þennan möguleika út af borðinu og gott ef Össur Skarphéðinsson kallaði formann Vinstri grænna ekki guðföður rí­kisstjórnarsamstarfsins. Jafnframt mátti skilja á Samfylkingarfólki að Framsóknarmenn hefðu hæglega getað reynst nýtur samstarfsflokkur – ef ekki hefði verið fyrir stí­flyndi VG.
Þessi túlkun var sérkennileg frá fyrsta degi. Samkvæmt henni hefði Samfylkingin verið nánast óvirkur gerandi í­ atburðum sí­ðustu vikna. íkvarðanir hennar hefðu í­ raun ekki verið teknar á forsendum flokksins og forystufólks hans, heldur verið afleiðingar af ákvörðunum annarra stjórnmálaflokka og -leiðtoga. Málflutningur af því­ tagi væri eðlilegur frá flokki í­ bullandi vörn. Fátt í­ tengslum við þessa stjórnarmyndun benti til að sú væri raunin. Hafi niðurstaðan mætt andspyrnu innan flokksins, hefur tekist að halda því­ leyndu fyrir fjölmiðlum – og hvað viðbrögð annarra flokka varðar, voru þau fyrst og fremst til málamynda. Mér dettur ekki í­ hug ný rí­kisstjórn í­ Íslandssögunni sem fengið hefur jafnléttvægar skammir frá nýrri stjórnarandstöðu við myndun sí­na.

Þegar þessar staðreyndir runnu upp fyrir Samfylkingarfólki, var hafist handa við að vinda ofan af spunanum. Nú er sagan farin að taka á sig þá mynd að það hafi ekki verið Steingrí­mur Joð eða Ögmundur sem hafi slegið af hugmyndir um þriggja flokka miðju/vinstristjórn – heldur hafi það einmitt verið Samfylkingin eða Ingibjörg Sólrún sem komst að þeirri niðurstöðu að slí­k stjórn væri ekki á vetur setjandi (ekki hvað sí­st vegna ósamlyndis VG og Framsóknar). Guðni ígústsson tekur reyndar undir þessa söguskýringu í­ viðtali í­ Blaðinu um helgina, þar sem hann segir Samfylkinguna hafa ákveðið að vonlaust væri að koma á slí­kri stjórn – nema Guðni telur að sú niðurstaða hafi byggst á að VG væri glataður flokkur en feli ekki í­ sér dóm yfir Framsóknarmönnum.

Það er kúnstugt að á hálfri viku hafi spuninn í­ kringum stjórnarmyndunina snúist í­ nálega 180 gráður. Það sem var í­ fyrstu kynnt til sögunnar sem illvirki Vinstri grænna og til marks um slæmt hugarfar þeirra – er nú orðin skynsamleg ákvörðun Samfylkingarinnar tekin af vel yfirlögðu ráði. Það er spuni í­ lagi!

Verst er að Össur Skarphéðinsson situr uppi með að hafa gefið sjálfum sér einkunnina „guðsonur Steingrí­ms Joð“ – það er nokkuð sem honum gæti reynst erfitt að klóira sig útúr sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

East Stirlingshire hafnaði í­ neðsta sæti skosku deildarkeppninnar fimmta árið í­ röð. Nú liggur fyrir að ef félagið nær ekki að lyfta sér úr botnsætinu á næsta tí­mabili verður því­ ví­sað úr deildinni. Þessi tí­ðindi hljóta að hryggja stuðningsmenn Manchester United, því­ Alex Ferguson byrjaði jú þjálfaraferil sinn þarna.

# # # # # # # # # # # # #

Á kvöld var ég leynigestur á skemmtilegri samkomu. Kannski meira um það sí­ðar.

# # # # # # # # # # # # #

Mí­nir menn í­ Sevilla hanga enn í­ Real Madrid og Barcelona. Ekki hef ég þó mikla trú á að bæði lið tapi stigum í­ næstu tveimur leikjum.

Af hverju Sevilla? Tja – ætli það sé ekki frá því­ að Dasayev var í­ markinu þar…

# # # # # # # # # # # # #

Steinunn er með magakveisu og Ólí­na ljótan hósta.

Þið megið giska hvers ég ætla að óska Moggablogginu að þessu sinni…

Join the Conversation

No comments

 1. Á í­tarlegu viðtali í­ helgarblaði DV lætur Guðni þessa skoðun sí­na einnig í­ ljós, og segir VG „ekki stjórntæk“.

  Því­ segist hann hafa fullan skilning á vali Samfylkingar á samstarfsaðila þó svo hann hefði sjálfur alveg verið til í­ R-lista samstarf.

 2. Kosningarnar núna voru mjög tví­sýnar. Rí­kisstjórnarmeirihlutinn hélt með einum manni. Einhvern veginn fannst manni það nú mjög ólí­klegt að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn héldu áfram undir slí­kum kringumstæðum. Það var samt ekkert útilokað.

  Aðrir stjórnarmyndunarkostir voru hins vegar mun lí­klegri, það er Sjálfstæðisflokkur og Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og vinstri-græn eða Samfylking, vinstri-græn og framsókn (svonefnd R-listastjórn). Minnihlutastjórn Samfylkingar og vinstri-grænna með stuðningi framsóknar var mjög ólí­kleg enda lí­til hefð fyrir slí­ku á Íslandi.

  Sá stjórnarkostur, sem mér leist best á, var R-listastjórnin, enda var það eini raunhæfi möguleikinn á að fá vinstristjórn. Ég, ásamt mörgum öðrum í­ Samfylkingunni, varð þess vegna mjög súr yfir því­ hvernig forysta vinstri-grænna kom fram í­ kjölfar kosninganna. Strax fyrsta daginn fannst mér hún nánast slá þennan stjórnarmyndunarkost út af borðinu með, að því­ er mér fannst, furðuharkalegri framkomu í­ garð framsóknar. Á ljósi þess hversu tví­sýnar kosningarnar voru, og um leið hversu mikil spenna lá í­ loftinu yfir mögulegum stjórnarmyndunum, kom þetta mér alveg sérstaklega á óvart.

  Þegar menn vilja fara í­ stjórn með einhverjum, þá er það yfirleitt venjan að koma fram af stillingu, einkum og sér í­ lagi ef staðan er viðkvæm og allt getur gerst. Mér fannst skorta á stillinguna hjá forystu vinstri-grænna, að minnsta kosti ef hún hafði raunverulegan áhuga á R-listastjórn.

  Nú er ég hins vegar hættur að ergja mig yfir þessu. Þegar allt kemur til alls held ég að sennilega hafi verið of grunnt á því­ góða milli vinstri-grænna og framsóknar til að R-listastjórn væri nokkurn tí­mann raunhæfur möguleiki. Má þar nefna grí­ðarlegan mun á stefnu í­ virkjana- og stóriðjumálum sem hefði vafalaust reynst mjög erfitt að sætta. Því­ má vel vera að framganga forystu vinstri-grænna í­ kjölfar kosninganna hafi í­ raun ekki skipt svo miklu máli. Það hefði aldrei orðið nein R-listastjórn hvort eð er.

  Það verður hins vegar fróðlegt að sjá hvað framtí­ðin ber í­ skauti sér. Nýlegar yfirlýsingar Guðna ígústssonar virðast jú benda til þess að framsókn muni færast til vinstri. Það, ásamt samstarfi framsóknar og vinstri-grænna í­ stjórnarandstöðu, hlýtur að verða til þess að dragi úr spennunni á milli þessara tveggja flokka. Og eftir fjögur ár fáum við kannski R-listastjórn. Hver veit?

  Á ljósi skrifa sumra í­ vinstri-grænum þess efnis að Samfylkingin sé að reyna að kasta ábyrgðinni af stjórnarmyndun yfir á aðra vil ég taka eftirfarandi fram: Samfylkingin telur sig að sjálfsögðu bera fulla ábyrgð á þessari stjórnarmyndun. En það að ákveðið var að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum (og kasta þannig frá sér draumnum um rí­kisstjórn undir forystu jafnaðarmanna) á sér auðvitað sí­nar skýringar. Ein af þeim er sú að R-listastjórn virtist ekki koma til greina af áðurgreindum ástæðum. Mér finnst ekki rétt að kalla það spuna að benda á þetta. Svona horfir þetta einfaldlega við mörgu Samfylkingarfólki.

 3. Sæll Þórður

  Ég ætla nú alls ekki að fara að þræta við þig af þessu tilefni – enda sé ég engan tilgang í­ því­ að spila hverjum-er-þetta-að-kenna leikinn við þessar aðstæður.

  Það sem mér finnst hins vegar áhugavert – og jafnvel dálí­tið broslegt – er að fyrir nokkrum dögum lögðu forystumenn Samfylkingarinnar rí­ka áherslu á að það hefðu verið Vinstri græn sem hefðu stoppað myndun miðju/vinstristjórnar. Á því­ samhengi voru ummæli Össurar um guðföðurhlutverk Steingrí­ms.

  Nokkrum dögum sí­ðar – þegar í­ ljós kemur að viðbrögðin við myndun rí­kisstjórnarinnar urðu með öðrum hætti en sumir höfðu kannski búist við eða óttast – er skipt um plötu. Þá er hætt að tala um að VG hafi tekið ákvörðunina um að láta ekki reyna á stjórn þessara þriggja flokka og þess í­ stað sagt að ákvörðunin hafi verið Samfylkingarinnar – sbr. nýleg viðtöl við Ingibjörgu.

  Það sem var á þriðjudegi talið merki um dómgreindarleysi og fljótfærni hjá VG er á laugardegi talið merki um yfirvegað stöðumat Samfylingarinnar.

  Þetta er það sem ég kalla spuna.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *