Sprungurnar

Fyrir rúmlega einu og hálfu ári var eldhúsið á Mánagötunni tekið í­ gegn. Á leiðinni reif ég niður skáp milli eldhússins og gangsins svo eftir stóð stórt gat. Upp í­ þetta gat var múrað svo veggurinn yrði sléttur og fí­nn.

Núna er veggurinn farinn að springa. Svo sem ekkert stórvægilega og sprungurnar eru ekki margar – en þær lengjast og þeim fjölgar.

Auðvitað geta sprungur myndast af ýmsum ástæðum og það er ekkert óeðlilegt við að sprungur komi fram eftir nokkra mánuði í­ nýjum vegg, en við erum nokkuð viss um í­ hverju skýringin liggur: Höfðaborginni.

Eins og allir sem keyrt hafa fram hjá Borgartúninu vita, er þar kominn grí­ðarstór gí­gur í­ jörðina sem á að hýsa fáránlega stóran bí­lastæðakjallara og undirstöður fyrir skýjakljúfa. Þegar verið er að sprengja klöppina nötrar Norðurmýrin.

írni bókbindari heitinn, sem bjó í­ húsinu á móti okkur, var öllum stundum úti í­ garðinum sí­num og þekkti hvern krók og kima í­ þessum hluta hverfisins. Raunar var hann svo fróður um allt varðandi húsin í­ nágrenninu að fólk leitaði til hans varðandi ráð um hvar lagnir væri að finna o.þ.h.

Bókbindarinn fullyrti að fjöldinn allur af sprungum á sí­nu húsi og annarra væri afleiðing af Höfðaborgarsprengingunum. Við hin gátum svo sem ekkert sagt af eða á – ekki man ég hvaða sprungur var hvar að finna þegar ég flutti inn…

Nú búum við fjári langt frá sprengigí­gnum í­ Borgartúninu. Hvernig ætli ástandið sé þá hjá þeim sem nær eru? Á næsta nágrenni eru t.d. hús sem eflaust eru mörg hver með gamlar klóaklagnir. Það er ekki lí­till biti fyrir húseiganda ef klóakið fer í­ sundur – og varla ber byggingarverktakinn nokkra ábyrgð.

Á ljósi þessarar reynslu er ég vægast sagt lí­tið spenntur fyrir „Hlemmi-plús“, hugmyndum um að ryðja burtu húsunum í­ Meðalholtinu (eða hvað þessi gata með gömlu ölgerðinni heitir) og koma þar upp háum húsum með miklum bí­lakjöllurum. Hver verða áhrifin af þeim sprengjukonsertum fyrir gömlu húsin í­ Norðurmýrinni sem sum hver eru orðin býsna lúin?

Megi Moggabloggið fara niður með einni dýnamí­thleðslunni í­ Höfðaborginni.

Join the Conversation

No comments

 1. Ég hef lengi haft nokkuð blendnar tilfinningar gagnvart háhýsum. Oft eru þau sí­ður en svo til prýði og ég er talsvert efins um að háhýsin í­ Borgartúninu verði eitthvert sérlegt augnayndi.

  En sprengingarnar munu þó taka enda einn góðan veðurdag. Ég er hins vegar hræddur um að Moggabloggið muni halda áfram að grassera lengi enn – tja, nema bölbænir Stefáns verði þeim mun magnaðri (ekki það að þær hafi verið neitt veimiltí­tulegar hingað til, en lengi má gott bæta)!

 2. Ég er algjörlega sammála sí­ðasta ræðumanni um háhýsi. Þau hefur mér aldrei þótt rétt ð byggja í­ Reykjaví­k. Skuggahverfið er forljótt og á ekki eftir að skána, Borgartúnshverfið er forljótt og það sem byggt verður hér í­ nágrenninu af háhýsum (og lægri húsum sennilega lí­ka) verður forljótt.

 3. Þetta hverfi verður ekki fallegt glerháhýsi á í­slandi er svolí­tiðasnaleg. Húsið sem ég bý í­ á horni Mjölnisholts og Laugavegar hefur nötrað undanfarin ár og gerir enn og það eru ansi margar stórar sprungur komnar í­ veggi hjá okkur en allir fyrra sig ábyrgð á þetta sé sprengingum í­ Borgartúni að kenna.

 4. Annað hvort byggjum við háhýsi í­ Reykjaví­k og þéttum þá byggð sem nú er fyrir og myndum þannig betri grundvöll undir almenningssamgöngur t.d., eða við dreifum lágreistari byggð enn ví­ðar um borgarlandið, teygjum byggðina enn frekar út og fáum okkur fleir bí­la.

  Svo er annað mál að það er ekki náttúrulögmál að háhýsi verði að vera ljót, þrátt fyrir að í­slenskir arkí­tektar hafi það að leiðarljósi.

 5. Miðað við ástandið á húsi númer 13 í­ Meðalholtinu, sem ég átti hlut í­ fyrir nokkrum árum, mun öll húsin við þá götu hrynja og verða að dufti þegar farið verður að sprengja fyrir Hlemmiplús í­ Þverholtinu.

 6. Kolbeinn, það er vel hægt að þétta byggðina með því­ að byggja 3-4 hæða raðhúsablokkir (eða hvað maður kallar þær, ég á við svona fyrirbæri með 6-8 í­búðum í­ stigagangi og mörgum samföstum stigagöngum, jafnvel byggt í­ ferhyrning með garði í­ miðjunni) eins og sjást út um alla Evrópu en þekkjast varla hér heima nema í­ kringum Hlemm og á Hólavöllum.

  Gallinn við byggingu blokka og háhýsa til að þétta byggð hér heima er reyndar að meðan enn er gert ráð fyrir 1,7 bí­l á í­búð þarf svo stór bí­lastæði í­ kringum húsin að nettóí­búafjöldi pro fermetra verður mun lægri en eðlilegt væri.

 7. Norðurmýrin var byggð á sí­num tí­ma í­ mýri eins og nafnið bendir til. Því­ miður láðist verkfræðingum að „drena“ mýrina og/eða að byggja undirsstöður sem tóku mark á aðstæðum. Húsin í­ Norðurmýri eru því­ öll í­ stanslausri hreyfingu. Þessi hreyfing stafar af vatnsmagni í­ mýrinni sjálfri, en á þurrum tí­mum skreppur jarðvegurinn samann, og þykknar upp í­ votveðratí­mum. Það eru til mjög dýrar aðferðir til að stöðva þessa hreyfingu á byggingunum, t.d. með því­ að bora niður steypusúlur og undirpinna undirsstöðurnar.
  Það eru engar lí­kur á að sprengingar í­ nágrenninu hafi áhrif á þetta.

  Til gamans ættir þú að ganga um Norðurmýrina og skoða steypta veggi og hús, sem í­ upphafi stóðu upprétt og jarðbundin.

  Allar bestu,

  Guðjón arkitekt.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *