Join the Conversation

No comments

 1. Er ekki nóg illt talað um Framsóknarflokkinn þó okkur sé ekki brigslað um að brjóta lög flokksins lí­ka??

  Á lögum Framsóknarflokksins, grein 9.9. stendur:

  ,,Ef formaður flokksins hverfur úr embætti tekur varaformaður við störfum hans. Miðstjórn skal þá kjósa nýjan varaformann á næsta fundi sí­num og gildir kjör hans til næsta flokksþings þar á eftir.“

  Mér finnst þér farið að förlast Stefán. Órökstutt og undarlegt Framsóknarhatur í­ röðum VG er farið að standa flokknum alvarlega fyrir þrifum. Þú gleymir því­ að VG vildi formlega, og sennilega óformlega lí­ka, frekar starfa með Frjálslyndum í­ rí­kisstjórn frekar en Framsóknarflokknum.

  Formaður flokksins þí­ns biðlaði í­trekað til Sjálfstæðismanna, í­ aðdraganda kosninga og eftir þær. Þú getur lýst þinni skoðun á þessu, en þú talar ekki fyrir munn VG. Flokkurinn vildi í­ stjórn með í­haldinu frekar en að mynda vinstristjórn og það er ekki hægt að tala sig neitt frá því­.

 2. Ég skal fúslega játa á mig vankunnáttu í­ lögum Framsóknarflokksins. Þess í­ stað tók ég mið af því­ hvernig þetta var gert sí­ðast þegar formaður hvarf skyndilega úr embætti – þá var grein 9.9 kastað fyrir róða en þess í­ stað flýtt flokksþingi, sem er miklu rökréttari aðgerð.

  Almenna reglan í­ félagsstörfum er að varaformaður er staðgengill formanns í­ forföllum hans, en afsögn er ekki forföll og við slí­kar aðstæður er eðlilegast að kalla saman þá stofnun sem á að kjósa formanninn lögum samkvæmt.

  Með þessu móti getur t.d. komið upp sú absúrd staða ef Guðni ígústsson segir af sér formennsku á næstunni að formennskan kæmi í­ hlut miðstjórnarkjörins varaformanns um lengri tí­ma.

  Varðandi óvild Framsóknar og VG virðist mér hún vera vel gagnkvæm. Við teljum Framsóknarflokkinn ekki stjórntækan og formaður Framsóknar segir slí­kt hið sama um VG. Enda gengur greinin sem þessi færsla fjallar um einmitt út á að biðja fólk um að hætta að rí­fast eins og B+S+V hafi verið möguleg. Hún kom aldrei til greina, enda vildu 80% kjósenda Framsóknar mynda stjórn með í­haldinu.

 3. Þegar Halldór ísgrí­msson tilkynnti um að hann hyggðist hætta þá hætti hann ekki samstundis heldur boðaði miðstjórnarfundur til flokksþings þar sem kosinn var nýr formaður en Halldór lét af störfum.
  Jón Sigurðsson ákvað að hætta störfum samstundis og í­ þessu liggur munurinn. Miðstjórnarfundur getur samkvæmt lögum flokksins boðað til flokksþings hvenær sem er en eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Hin meinta absúrd staða sem þú nefnir gæti því­ ekki enst lengur en í­ þann tí­ma. Lí­klega til hausts 2008 miðað við stöðuna í­ dag.
  Annars er þetta ekki bara lögfræði, heldur framsóknarlögfræði og því­ getur engum dauðlegum manni fundist þetta skemmtileg eða gáfuleg umræða :o)

 4. Jú, ég verð reyndar að segja að mér finnst þetta vera skemmtileg umræða.

  Það er í­ mí­num huga áhyggjuefni hvað stjórnmálaflokkar – og þá er ég ekki að tala um Framsóknarflokkinn sérstaklega – eru oft með mikil lausatök varðandi lög sí­n og reglur. Þannig er alsiða að færa aðalfundi/flokksþing/landsþing fram og til baka, eftir því­ sem talið er henta áróðurslega. Þetta er bölvaður ósiður.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *