Bjórinn í skápnum

Gunni þingmannsfrú skammar mig reglulega fyrir að blogga of mikið um viskýið sem ég drekk. Segist verða viðþolslaus við lesturinn og stökkva út á galeiðuna í­ stað þess að sinna heimsspeki og fjölskydulí­fi.

Hann hefur hins vegar aldrei bannað mér að skrifa um bjórbirgðir heimilisins. Birgðastaðan á þeim bænum er reyndar með besta móti um þessar mundir.

Ég er hættur að kaupa bjór í­ áldósum fyrir heimilið. Það er reyndar óskaplega freistandi að gera það þegar maður býr í­ í­búð með lí­tið geymslupláss – þá er svo auðvelt að kremja dósirnar niður í­ ekki neitt og láta langt lí­ða milli endurvinnsluferða. Núna er ég á sí­felldum þeytingi með tómar flöskur í­ dósakúlur. Hvers vegna er ekki almennilegt skilagjald á þessu – eins og t.d. í­ Danmörku. Ef flaskan gæfi t.d. þrjátí­ukall myndi dæmið horfa töluvert öðruví­si við.

En það eru önnur rök fyrir flöskukaupunum. Þegar Steinunn eignaðist Ólí­nu hafði það í­ för með sér ýmis ófyrirséð áhrif á lí­kamsstarfsemina, t.d. breyttist smekkur hennar varðandi ýmsa þætti í­ mataræði. Fyrir óléttu drakk Steinunn oft bjór, jafnt úr flösku eða dós heima fyrir eða af krana á börum. Á dag lí­tur hún ekki við öðru en flöskubjór (og þá í­ litlum mæli). Dósir má hún ekki sjá – og það dugir tæpast þótt ég helli bjórnum í­ glas í­ næsta herbergi… Bjórinn skal drukkinn úr flösku og af stút. (Jamm, konan er augljóslega snar – en hvað get ég gert, ég elska hana samt.)

Fyrir vikið er alltaf til kippa af tékkneskum Budwar í­ í­sskápnum fyrir Steinunni (og mig eftir föngum). Við hlið hennar hefur sí­ðustu mánuði alltaf verið tiltæk kippa af Kalda, tékkneska bjórnum frá írskógsströnd. Ég kolféll fyrir þessum bjór eiginlega strax í­ upphafi. Hann minnir mig alltaf á Pilsner Urquell sem ég held mikið uppá. Það er einfaldlega frábært að Íslendingar hafi loksins lært að brugga góðan bjór – og ekki er lakara að það sé gert í­ smábæ á landsbyggðinni en ekki í­ verksmiðju uppá Höfða.

Frá og með deginum í­ dag er lí­ka að finna dökkan Kalda í­ í­sskápnum. Þessa afurð rakst ég í­ fyrsta sinn á í­ rí­kinu seinnipartinn – og þetta er dúndurbjór! Það getur vel verið að ég sé að brjóta lög um áfengisauglýsingar með þessu – en þið sem lesið þessa sí­ðu og kunnið að meta bragðmikinn tékkneskan bjór, farið í­ næstu íTVR-verslun og kaupið þennan bjór. Þetta er fullorðins!

Fyrir utan þessa fastagesti luma ég á tveimur tegundum af belgí­skum Chimay – sem er besti bjór í­ heimi. Bjórgæðingarnir meta þann með bláa miðanum meira (og hann er vissulega góður) en ég er sökker fyrir standardnum, þeim með rauða miðanum. Stöku sinnum kaupi ég mér þriðju týpuna, þann hví­ta – en þótt hann sé góður eru hinir enn betri. Verðið er bara algjör geðveiki fyrir svona litlar flöskur. Helv. áfengisgjaldið fer svona með belgí­sku bjórana.

Bjórinn í­ flöskunni: dökkur Kaldi

Andinn í­ glasinu: Ardbeg

Tónlistin í­ græjunum: Morrissey, Bona Drag.

Megi Moggabloggið sötra Egils Gull.

Join the Conversation

No comments

 1. Ég rakst einmitt á dökkan Kalda í­ rí­kinu í­ dag og splæsti í­ kippu. Bí­ð spenntur eftir að smakka hann þegar hann verður orðinn mátulega kaldur. Ég var lí­ka hæstánægður með að sjá að í­ Kringlunni er hægt að kaupa kaldan Kalda. Einhvern veginn átti ég ekki von á að sjá annað en dósagull og dósaví­king í­ kælinum þar.

  Mér finnst reyndar alveg óþolandi að dósa- og flöskumóttaka skuli ekki vera ví­ðar. Til dæmis veit ég ekki um neina slí­ka móttöku í­ Hafnarfirði; ég þarf að taka strætó til Garðabæjar til að losna við flöskurnar, vilji ég ekki henda þeim í­ ruslið. Hvers vegna í­ dauðanum eru ekki flöskugámar á hverfisgámastöðvunum?

 2. Ég bí­ð bara þangað til einhver kemur og betlar. Sí­ðast voru það lí­til börn úr hverfinu að safna sér fyrir trampólí­ni. Þau sliguðust burt með stóran ruslapoka af dósum og flöskum.

 3. Ef maður er heppinn banka krakkar reglulega uppá til að betla hræin fyrir einhver skólaferðalög og í­þróttastarf – en engu slí­ku er til að dreifa í­ Norðurmýrinni. Myndi þó ekki standa á mér að gefa Völsurum flöskur.

  Held að málið sé að hækka skilagjaldið. Verðið á bjórkippunni færi upp um 120 krónur – en það myndi muna um minna ef skilagjaldið fyrir sex flöskur væri 180 kall.

 4. Það vantar einhvern veginn skilafí­lininginn í­ þetta. Þegar ég bjó í­ Hollandi vann ég í­ svona Camperbúð, þar var það hluti af deginum að hjóla með tómann kasssann og fá nýjann. Það voru allta 500 ml „bögels“ sem menn komu með. Náttúrvænt 🙂

  Kaldi er algjör snilld.

 5. Ég æfði til skamms tí­ma körfubolta með Val þegar ég var yngri. Við vorum sendir að safna dósum „fyrir Warren (Peebles),“ og svo sannarlega ekki fyrir okkur sjálfa.

 6. Þetta er lí­klega besta óheillakveðjan til Moggabloggsins til þessa. Hér í­ Danmörku er Odin pilsner algengasta bjórtegundin í­ í­sskápnum en þó ekki vegna bragðsins heldur vegna þess að stykkið kostar ekki nema 30 kr í­slenskar. Vilji maður splæsa á sig gæðum er Thy ökologisk öl málið.

 7. Hér kemur leiðiðnlegasta komment sem nokkur hefur séð (það ætti auðvitað helst heima á Moggablogginu). Það má margt gott segja um skilasystemið hér í­ Danmörku. Hér borgar sérstaklega fyrir flöskuna/dósina sjálfa þannig að „pantið“ færist alltaf á miðann sér.
  dósir 1 kr.
  1/2 l. plastflöskur 1.50 kr.
  stærri plastflöskur 3 kr.
  Ef flöskurnar eiga uppruna sinn utan Danmerkur fæst ekkert fyrir þær þó þær séu seldar í­ búðunum, og ekkert fæst fyrir nema einstaka einnota plastflöskur. Heldur fæst ekkert fyrir ví­nflöskur. Þannig að það er mikið af gleri og plasti sem lendir í­ ruslinu hérna, því­ miður, en glerið reyndar í­ sérstökum gámi. Mér finnst kerfið betra að því­ leyti á Íslandi að þar er greitt fyrir allavegana plastflöskur og ví­nflöskur og þar má klessa dósirnar saman – ekki hér.

  Úff held ég sötri bara Egils Gullið með Moggablogginu.

 8. Ég verð að mótmæla; Egils Gull er bara ágætur bjór, svona miðað við margt annað. Ef ég ætti að velja ruddalegan bjór myndi ég frekar nefna Viking, sem andstætt Gullinu er bruggaður úr maí­s. Egils bjórarnir eru hins vegar allir bruggaðir með nokkurn veginn hefðbundnum hætti.

 9. Þakkaðu Guði að þú reykir ekki. Ef þú myndir lýsa ágæti vindlategundar, sí­garettutegundar eða pí­putóbakstegundar væri voðinn ví­s. Þú yrðir sennilega numinn á brott í­ skjóli rökkurs og stungið í­ steininn í­ nafni laganna. En máttu kaupa tóbak og reykja það? Já já.. það er annað mál!

 10. Egils Gull og Ví­king eru ódrekkandi þeir sem elska bjór láta þessa bjóra alveg í­ friði vinir mí­nir í­ Belgí­u skilja ekki hvernig hægt er að búa til svona vondan pils eins og þeir kalla hann. Sammála þér Stefán Chimay er góður bjór en sá blái er bestur en hinsvegar fæst ennþá betri bjór sem er Westmalle Trappist Dubbel mjög góður munkabjór og svo Leffe Brune annars er bjórúrvalið hérna frekar dapurt.

 11. Dökkur Kaldi er alveg guðdómlegur, gott að heyra að hann er kominn í­ rí­kið, (er búinn að bí­ða eftir honum frá því­ fyrir jól þegar að ég smakkaði hann á veitingastað) verður mitt fyrsta verk eftir vinnu að kaupa kippu. Fyrir bjóráhugamenn má benda á að Franziskaner hveitibjór og Orval trappist eru algjör snilld, báðir fást í­ rí­kinu. Ekki láta ljótar flöskur villa um fyrir ykkur!

 12. Smekkmaður. Kaldi er afbragðs bjór og ég þarf að tékka á þessum belgí­ska,
  bona drag er ein af bestu Morriseyplötunum. Held sérstaklega upp á lögin interresting drug og One november spowned a monster. Ef ég verð rí­kur og eignast einhvern tí­ma eyju þá á hún að heita Morrisey haha.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *