Lok, lok og læs

Er ekki ástæða til að óska Jóni Magnússyni til hamingju núna? Nokkurn veginn eina áþreifanlega atriðið í­ hinni alræmdu útlendingastefnu Frjálslynda flokksins gekk út á að afar brýnt væri að virkja frestunarákvæði varðandi komu Rúmena og Búlgara hingað til lands.

Á kosningabaráttunni stóðu allir aðrir flokkar að því­ að skjóta niður málflutning Frjálslyndra í­ þessu efni og bentu á að furðulegt væri að nýta frestunarákvæði einmitt þegar þensla væri í­ landinu og nálega full atvinna – við þær aðstæður værum við sérstaklega vel í­ stakk búin að taka á móti nýjum hópum vinnandi fólks.

Hvað hefur breyst á mánuði úr því­ að ný rí­kisstjórn gerir það eitt sitt fyrsta verk að loka á fólk frá þessum ágætu Balkanrí­kjum?

Reyndar verður undanþága frá þessu – Rúmenar og Búlgarir geta unnið hér ef þeir koma í­ gegnum starfsmannaleigur. Starfsmannaleiguvæðingin heldur áfram – að þessu sinni undir stjórn jafnaðarmanna. Óskaplega er það eitthvað ömurlegt.