Sumum finnst gaman að velta fyrir sér siðfræðiþrautum. Búum til eina slíka:
Hugsum okkur að við séum farsæll stjórnmálamaður, krati sem er loksins kominn aftur í ráðherrastól eftir langa bið. Undir ráðuneytið fellur meðal annars skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Fyrstu dagana í embætti gengur eitt og annað á. Erlend ríkisstjórn sér t.d. ástæðu til að senda hingað sendiherra sinn til að kanna fregnir af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum. Um svipað leyti stíga fram vitni sem staðhæfa að einelti og kynferðisleg áreitni sé látin viðgangast á einhverjum stærsta vinnustað landsins, þar sem verið er að byggja á vegum hins opinbera.
Á ljósi þessara forsenda, hvert af eftirtöldu yrði okkar fyrsta verk í embætti:
i) Að mæta strax á framkvæmdasvæðið og krefjast þess að fá að kanna aðstæður með eigin augum.
ii) Að skipa fyrir um rannsókn á því hvort ásakanir um stofnanabundið kynþáttamisrétti og kynferðislegt ofbeldi í skjóli ríkisfyrirtækis eigi við rök að styðjast.
eða
iii) Að taka upp helsta kosningamál Frjálslynda flokksins í útlendingamálum – þó þannig að starfsmannaleigurnar missi nú örugglega ekki spón úr aski sínum.
Skemmtilegar svona siðfræðiþrautir…
# # # # # # # # # # # # #
Ég hefði betur sleppt því að blogga um Höfðaborgina og sprengingarnar þar. Skrif mín hafa reitt verktakana til reiði og þeir sprengja nú sem aldrei fyrr. Rúðurnar í húsinu hafa nötrað í dag. Við erum þó örugglega 500 metra grunninum. Vei þeim sem búa t.d. á Rauðarárstígnum eða staffinu í Lögreglustöðinni.
Megi reiði verktakanna beinast að Moggablogginu í staðinn.