Móralska spurningin

Sumum finnst gaman að velta fyrir sér siðfræðiþrautum. Búum til eina slí­ka:

Hugsum okkur að við séum farsæll stjórnmálamaður, krati sem er loksins kominn aftur í­ ráðherrastól eftir langa bið. Undir ráðuneytið fellur meðal annars skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Fyrstu dagana í­ embætti gengur eitt og annað á. Erlend rí­kisstjórn sér t.d. ástæðu til að senda hingað sendiherra sinn til að kanna fregnir af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum. Um svipað leyti stí­ga fram vitni sem staðhæfa að einelti og kynferðisleg áreitni sé látin viðgangast á einhverjum stærsta vinnustað landsins, þar sem verið er að byggja á vegum hins opinbera.

Á ljósi þessara forsenda, hvert af eftirtöldu yrði okkar fyrsta verk í­ embætti:

i) Að mæta strax á framkvæmdasvæðið og krefjast þess að fá að kanna aðstæður með eigin augum.

ii) Að skipa fyrir um rannsókn á því­ hvort ásakanir um stofnanabundið kynþáttamisrétti og kynferðislegt ofbeldi í­ skjóli rí­kisfyrirtækis eigi við rök að styðjast.

eða

iii) Að taka upp helsta kosningamál Frjálslynda flokksins í­ útlendingamálum – þó þannig að starfsmannaleigurnar missi nú örugglega ekki spón úr aski sí­num.

Skemmtilegar svona siðfræðiþrautir…

# # # # # # # # # # # # #

Ég hefði betur sleppt því­ að blogga um Höfðaborgina og sprengingarnar þar. Skrif mí­n hafa reitt verktakana til reiði og þeir sprengja nú sem aldrei fyrr. Rúðurnar í­ húsinu hafa nötrað í­ dag. Við erum þó örugglega 500 metra grunninum. Vei þeim sem búa t.d. á Rauðarárstí­gnum eða staffinu í­ Lögreglustöðinni.

Megi reiði verktakanna beinast að Moggablogginu í­ staðinn.

Join the Conversation

No comments

 1. Þessi þraut er snúin!!

  En ég er með aðra; Hugsum okkur að við séum (nokkuð farsæll) stjórnmálamaður, kommi sem er á þingi en þó nánast alltaf í­ stjórnarandstöðu. Á alþingi og í­ efnahagslí­funu gegnur eitt og annað á og stjórnmálamaðurinn bendir sí­fellt á að til sé að verða stór hópur fátækra, margir verða eftir í­ uppganginum og bilið milli fátækra og rí­kra sé alltaf að breikka. Um svipað leyti er lagt fram frumvarp. Það er um laun og ellilí­feyri alþingismanna og hljóðar uppá verulega hækkun launa þingmannsins og mun betri ellilí­feyri heldur en hjá almenningi. Á sama tí­ma á rí­kið í­ deilum við öryrkja. Á ljósi þessara forsenda, hvert af eftirtöldu myndi maður gera:

  i) Að mæta strax á framkvæmdasvæðið, mótmæla frumvarpinu og krefjast úrbóta í­ málum öryrkja.

  ii) Að krefjast þess að ellilí­feyrisfrumvarpið verið a.m.k. til þess að fleiri hópar í­ þjóðfélaginu fái sambærileg ellilí­feyriskjör og alþingismenn.

  eða

  iii) Láta sig hverfa …. fara í­ fjallgöngu – kannski maldað eitthvað í­ móinn, þó þannig að missa nú ekki ekki spón úr aski sí­num.

  Já… þær eru mjög skemmtilegar svona siðfræðiþrautir…

 2. Hummm, eru þeir byrjaðir að sprengja í­ Höfðaborginni lí­ka? Jú það er rétt, Kaupþing Banki er ví­st búinn að láta rí­fa húsið sem var byggt á rústum neðri hluta Höfðaborgarinnar (Fjarhitun) og er að byggja nýtt hús á lóðinni. Annars var Höfðaborgin (efri hluti) austan við Höfðatún, en sprengigí­gurinn vestan við. Neðri hlutinn Höfðaborgarinnar var neðan við Borgartúnið en austan við Höfða.

 3. Las ég ekki einhvers staðar að skrí­mslið sem Eykt er að byggja þarna eigi að heita Höfðaborg? – Vissulega er staðsetningin þó ekki nákvámlega sú sama og á hinni einu sönnu Höfðaborg.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *