Móralska spurningin

Sumum finnst gaman að velta fyrir sér siðfræðiþrautum. Búum til eina slí­ka:

Hugsum okkur að við séum farsæll stjórnmálamaður, krati sem er loksins kominn aftur í­ ráðherrastól eftir langa bið. Undir ráðuneytið fellur meðal annars skrifstofa jafnréttis- og vinnumála. Fyrstu dagana í­ embætti gengur eitt og annað á. Erlend rí­kisstjórn sér t.d. ástæðu til að senda hingað sendiherra sinn til að kanna fregnir af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum. Um svipað leyti stí­ga fram vitni sem staðhæfa að einelti og kynferðisleg áreitni sé látin viðgangast á einhverjum stærsta vinnustað landsins, þar sem verið er að byggja á vegum hins opinbera.

Á ljósi þessara forsenda, hvert af eftirtöldu yrði okkar fyrsta verk í­ embætti:

i) Að mæta strax á framkvæmdasvæðið og krefjast þess að fá að kanna aðstæður með eigin augum.

ii) Að skipa fyrir um rannsókn á því­ hvort ásakanir um stofnanabundið kynþáttamisrétti og kynferðislegt ofbeldi í­ skjóli rí­kisfyrirtækis eigi við rök að styðjast.

eða

iii) Að taka upp helsta kosningamál Frjálslynda flokksins í­ útlendingamálum – þó þannig að starfsmannaleigurnar missi nú örugglega ekki spón úr aski sí­num.

Skemmtilegar svona siðfræðiþrautir…

# # # # # # # # # # # # #

Ég hefði betur sleppt því­ að blogga um Höfðaborgina og sprengingarnar þar. Skrif mí­n hafa reitt verktakana til reiði og þeir sprengja nú sem aldrei fyrr. Rúðurnar í­ húsinu hafa nötrað í­ dag. Við erum þó örugglega 500 metra grunninum. Vei þeim sem búa t.d. á Rauðarárstí­gnum eða staffinu í­ Lögreglustöðinni.

Megi reiði verktakanna beinast að Moggablogginu í­ staðinn.