Umferðarmenning

Er ég einn um að finnast skrí­tin B&L-útvarpsauglýsingin þar sem Bubbi ræðir um kosti einhvers öflugs smábí­ls sem mig minnir að heiti Hyundai Getz. Þar segir rokkgoðið m.a. í­ langri romsu e-ð á þessa leið: „Þér stafar engin ógn af hjólreiðamönnum.“ Uhh – hvað merkir þetta? Á Bubbi við að hann mun fletja út alla …

Óverdósað á Kardimommubænum

Getur verið að barnasögur Thorbjörns Egners stjórni aðgerðum í­slenskra lögregluyfirvalda? Nú hefur hópur sí­gauna verið sendur úr landi, að því­ er virðist fyrir að spila á harmonikku fyrir utan súpermarkaði. Sjálfur hef ég gefið þessum sultarlegu músí­köntum eitthvað klink í­ nokkur skipti og geri því­ fastlega ráð fyrir að verða kallaður til yfirheyrslu. Annars upplýsir …

Mánudagskvöldið

Plögg: Á hugum sumra eru stjórnmál eins konar borðspil, lí­kt og Matador (sem því­ miður nefnist Monopoly í­ nýjustu útgáfum). Fáir hafa þó gengið jafnlangt í­ þessu efni og útgefendur “Kjördæmaspilsins” frá árinu 1959. Það ár var í­ fyrsta sinn kosið eftir nýrri kjördæmaskipan og gátu spilafí­knir stjórnmálaáhugamenn tekið forskot á sæluna með hjálp þessa …

Skosku kosningarnar

Ég skulda lesendum þessa bloggs úttekt á niðurstöðum kosninganna í­ Skotlandi á fimmtudag. Framkvæmdin var klúður og allar túlkanir á niðurstöðunum taka vitaskuld mið af því­. Þó var eitt og annað markvert sem gerðist. Á fyrsta lagi er það sigur SNP. Leiðtoginn, Alex Salmond, er alltof svalur. Hann bauð sig fram í­ jaðarkjördæmi, þar sem …

Röddin

Fór sí­ðdegis í­ útför Péturs Péturssonar þular. Pétur heitinn var kvæntur Birnu afasystur minni. Auk þess að þekkja Pétur úr fjölmiðlum og fjölskylduboðum hafði ég nokkrum sinnum samband við karlinn til að spyrja hann út í­ hin og þessi sagnfræðitengd efni. Það gekk nú yfirleitt svona og svona – samtölin við Pétur voru aldrei stutt …

Kosninganótt

Það er kosninganótt á Mánagötunni. Sit við tölvuna og reyni að fylgjast með skosku kosningunum í­ gegnum netið. Þær gætu orðið sögulegar ef SNP nær góðum árangri. Kl. 23:40 eru engar tölur komnar (Bretarnir birta aldrei annað en lokatölur úr hverju kjördæmi), en helstu tí­ðindin eru þau að óður maður með golfkylfu hafi ráðist inn …

Ósýnilegasti frambjóðandinn?

Hver skyldi vera ósýnilegasti frambjóðandi kosningabaráttunnar? Vel að merkja, þá á ég ekki við e-a kandí­data neðarlega af listum og heldur ekki þingmenn sem voru lí­tið í­ sviðsljósinu fyrir. Þannig eru það ekki sérstök tí­ðindi að Einar Már Sigurðsson, Þurí­ður Bachman eða Kjartan Ólafsson séu lí­tið í­ spjallþáttum sjónvarpsstöðvanna eða á flettiskiltum á Sæbrautinni. En …

Það er engin leið að hætta…

Baráttusamtök aldraðra og öryrkja (og til skamms tí­ma flugvallarandstæðinga) segjast vera hætt við að bjóða sig fram til þings í­ vor í­ NA-kjördæmi. Þetta hafa allir fjölmiðlar étið upp. Nú er ég ekki með kosningalögin nákvæmlega í­ kollinum – en þetta fæ ég ekki séð að gangi upp. Framboðinu var skilað inn á réttum tí­ma …

Tópasinn kvaddur

Jæja, það er ljóst eftir daginn í­ dag að maður er hættur að éta Tópas. Nákvæmlega hvernig kynningarstjóri sælgætisfyrirtækisins gat talið það vöru sinni til hagsbóta að ráða fólk til að trufla kröfugöngu verkalýðsfélaganna á 1. maí­ er nokkuð sem ég mun aldrei skilja. Iss, Ópal er hvort sem er miklu betra nammi. # # …